Uppáhalds| Mars 2014

Ónei. Enn einn mánuður horfinn. 
Ég er svo viðbjóðslega spennt fyrir sumrinu að það nær engri átt, ég held þetta sumar verði ljúfara en ilmandi nýr pakki af snyrtivörum í pósthólfinu (þó þeir verði eflaust nokkrir líka). 

Þennan mánuðinn fór ég að grípa í ýmis gömul gull og nokkur þeirra rötuðu í uppáhalds. Elska þegar maður gleymir svona uppáhalds hlutum og uppgötvar þá aftur- næstum eins og að eignast nýtt dót. Sumt er þó líka nýlegt.

~~~
Naked 3
Þessi þarf auðvitað að vera með. Er búin að nota hana að einhverju leyti í hvert einasta skipti sem ég mála mig síðan ég fékk hana! Mjög ánægð með þessi kaup, litirnir henta grænu augunum mínum vel og bleiku tónarnir eru eitthvað sem ég hef alltaf verið veik fyrir. 

Soleil Tan De Chanel 
Gamli góði kökubronzerinn! Fór að grípa oftar í þessa elsku, svo ótrúlega fallegt lokalúkkið sem kemur- náttúrulegt en ótrúlega frísklegt. Frábært fyrir svona day-to-day förðun, því þetta er svo náttúrulegt eitthvað. 

Sensai Translucent Loose púðrið
 Elska þetta þegar ég vill bara létt makeup lúkk. Set þetta yfir allt andlitið, yfir fljótandi farða. Enginn litur í þessu, en samt einhverskonar ljómi, þannig maður virkar eitthvað svo náttúrulegur og frísklegur (skynjið þið þema hérna?) haha... er öll í neutral freshness þessa dagana greinilega! Fínt púður sem situr fallega á húðinni. 

Enchanted Wonderstruck ilmvatnið
Flestir sem hafa fylgst lengi með á Glimmer og Gleði vita að ég var (og er) sjúk í fyrra Wonderstruck ilmvatnið frá Taylor Swoft, það er eiginlega enn þann dag í dag allra uppáhalds- en er í smá pásu (það er alveg að klárast og ég tími ekki með nokkru móti að klára það!). Ég fékk þetta númer 2 í jólagjöf, hafði lengi langað í það og það er svona líka ljómandi gott. Hef notað það mest af öllum ilmunum mínum í mars.
(P.s. hafið þið áhuga á að sjá "perfume collection" færslu? Ég á ekki mörg, en ég hef gaman af svoleiðis færslum, svo endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga).

Rose D'Oro frá Milani
Þessi kinnalitur er farinn að færast aftur á uppáhaldslistann með hækkandi sól. Hann er frekar rauðue með svona gullæðum um sig allan, svo hann gefur manni frísklegan lit ásamt því að veita fallegan gylltan ljóma- sjúklega fallegur í sólinni. 

Estée Lauder Deluxe All-Over Face Compact
Liturinn neðst í hægra horninu, þessi dökkbleiki, hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann heitir Pink Kiss og er númer 02 í Pure Color Blush línunni. Hann passar akkúrat inn í "frískleika-þemað" mitt. 

NYX Matte Bronzer
Þessi bronzer er rosalega dökkur, þannig hann er fullkominn til að skyggja og ég hef verið að nota hann meira og meira í það. Hann er 100% mattur, sem mér finnst möst og er fáránlega "pigment-aður" svo það er auðvelt að blanda hann fallega inn í húðina. 

e.l.f. HD Undereye Setting Púðrið
Þið vitið að ég elska HD púðrið frá e.l.f. í stóru dollunni, það hefur verið mitt uppáhald í fjölda ára. Ég hinsvegar kláraði allar dollurnar mínar fyrir löngu og fór í staðinn bara að nota Sensai púðrið. Fann svo þessa litlu sætu dollu (sem er basically það sama, nema með smá glimmerögnum) og jiiiminn eini... ég þarf að fjárfesta aftur í stóru dollunni ASAP. Þetta er allra besta púður til að "setja" hyljarann undir augunum, í öllum heiminum! Aldrei aftur mun ég gleyma þessu gulli!

Rimmel Scandaleyes Waterproof Kohl Eyeliner í Nude
Elska þennan blýant á neðri vantslínuna eftir andvökunætur. Algjört möst til að láta mann líta út fyrir að vera aðeins meira vakandi en maður raunverulegar er. Fátt þreytulegra en eldrauður augnhvarmar. Elska þenna lit því hann er húðlitaður en ekki alveg stingandi hvítur- aðeins náttúrulegri. 
----

Jæja gleðilegan Apríl- megið þið ganga í gegnum hann með frískleikan í fyrirrúmi. 

 Katrín María




F.O.T.D| Andlit dagsins

Ákvað að skella hér inn andliti dagsins 27.03.14

Það er orðið ansi sjaldan sem ég mála mig þessa dagana. Að vera á seinustu önn í háskóla er ekkert grín. En þegar ég sest niður við snyrtiborðið og gef mér tíma til að dunda mér aðeins verð ég mjög hamingjusöm. Möst að taka pásur.

Er búin að vera sjúk í hlýja brúna liti með mjög "subtle" appelsínugulum/rauðum undirtónum, kanski er það vorfílíngur, kanski er það bara ég...

Vert að taka fram að ég lít ekki út eins og postulínsdúkka í alvörunni. 


Andlit
Rimmel Match Perfection farði
Sensai Translucent Loose púður
E.L.F. HD púður
MAC pro longwear hyljari (NW15)
Estée Lauder kinnalitur í Pink Kiss
Stila shimmer duo (highlighter)
Borjouis súkkulaðibronzerinn

Augu
Stranger úr Naked 3 sem highlight (augnkrókar og undir augabrúnir)
Motif frá MAC yfir allt augnlok
Soft Brown frá MAC sem blöndunarlitur í glóbuslínu
Brown Script frá MAC til að dýpka glóbuslínu
Espresso úr Lorac Pro palette til að dýpka ytra "vaff"

I like it alot.

Katrín María Gísladóttir




Barbiebleik augnförðun!

Seinustu Laugardagsnótt var ég aldrei slíku vant bara heima í rólegheitunum- og þar að auki ein, sem vill oft leiða til tilrauna við snyrtiborðið. 

Fyrr um kvöldið hafði ég verið að horfa á youtube myndbönd (eins og öll önnur kvöld, alltaf) og þar á meðal á stórsnillingin Tyme The Infamous, sem er hörkuklár og skemmtilegur förðunarfræðingur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst vegna þess að hún fer all out í förðun og er algjörlega óhrædd við mikið af litum og glimmeri (sem ég elska!). 

Í einu af myndböndunum sem ég horfði á notaði hún skærbleikan augnskugga og enga dekkri liti en það í skyggingu sem var mjög svalt. Það er ekkert mál að láta liti koma vel út ef maður smókar þá út og hendir smá svörtum með eða hefur þá í aukahlutverki, en það er annað mál að hafa einungis skærbleikan í aðalhlutverki og láta það ganga upp. 

Ef einhver nær að púlla skæra liti, þá er það Tyme, þannig ég varð mjög forvitin að vita hvort ég gæti gert lúkk með skærbleikri glóbuslínu og látið það líta vel út- án þess að dýpka það með svörtum eða öðrum dökkum litum. 

Ég er alveg nokkuð sátt við útkomuna... þetta er klárlega engin "chill í skólanum" förðun, en mér finnst þetta alveg semí ganga upp. Þ.e. ég gæti alveg hugsað mér að fara svona út úr húsi, þó það væri ekki á hverjum degi kanski (sem er svona standardinn sem ég set á makeup lúkk haha). 

NYX White eyeshadow base ásamt hvítum augnskugga yfir allt augnlok.
Skærbleikur BHcosmetics augnskuggi í glóbuslínu og vel upp á við.
Örlítið af dökkfjólubleikum til að blanda hvíta og bleika litinn saman. 

Og svo tvær myndir með lélegu front-facing myndavélinni :)

Fáránlega einfalt lúkk- en líklega fín lína á milli þess að vera "wearable" yfir í að vera "terrible" (hehöfyndinégmeðorðaleiki). 

Hvað finnst ykkur YAY or NAY?

Katrín María 



Fyrir&Eftir| Elísabet Ósk| Everyday Makeup

Mér finnst alltaf svo gaman að sjá myndir af fólki án farða og svo með farða, hvort sem það er ýkt förðun eða bara náttúruleg.
Þegar ég man og má (sem er kanski stærsta atriðið) taka myndir af fólki áður en ég farða það, þá kanski skelli ég þeim í blogg bara svona til gamans ef einhver skyldi hafa jafn gaman af slíku og ég. Þ.e.a.s. ef ég fæ leyfi frá viðkomandi. 

Byrjum bara á Elísabetu Ósk. Hún er mín óskylda litla systir, svo ég get auðveldlega sannfært hana um að leyfa mér að skella henni á bloggið mitt með sannfæringarkrafti eldri vitringsins. 
Það þarf nú ekki mikið annað en brosið blítt til að lífga þetta litla andlit við :) Bara mjög létt förðun, rétt til að jafna húðlitinn og fá örlitla skerpu kringum augun. Myndirnar eru frekar lélegar, svo munurinn virðist kanski ekki mikill- en ég er að vinna í mjög góðri fyrir/eftir færslu ef ég get sett smá meira fútt í sannfæringakraftinn. Ef það tekst- þá sjáið þið nýtt svona blogg innan tíðar! 

Verður líka gaman að geta póstað myndum með dramatískari loka lúkki. Vonandi að ég nái að sannfæra einhver fleiri fögur fés til að pósa fyrir&eftir.

Katrín María



Boyfriend Does My Makeup-ish

Eftir að hafa horft á fjöldann allann af myndböndum á Youtube af strákum að mála kærusturnar sínar var ég farin að verða gífurlega forvitin um hvernig minn kall myndi standa sig í slíkri þraut.
Þar af leiðandi hef ég eytt vikum, ef ekki mánuðum, í að sannfæra hann um að prófa- en fyrir honum er þetta svolítið eins og ef hann myndi senda mig í vinnuna sína að sjóða saman stál.

Hann reyndar féllst á þetta að lokum, en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá að taka það upp á myndband, svo að mynd verður að duga í bili. Ég ákvað einnig að breyta þessu í challenge fyrir mig, þ.e. ég leyfi honum að mála mig og svo þurfti ég að reyna að gera lúkkið þannig að ég myndi fara svoleiðis út úr húsi við eitthvað tækifæri.

Og vá. Ég hafði aðeins of mikla trú á mér, þegar svartur er með í spilinu þá er eiginlega fátt sem bjargar manni. En ég gerði allavega heiðarlega tilraun! 

Fyrri myndin er s.s. það sem hann gerði. Og eina leiðin fyrir mig út úr þessu var einhverskonar Halloween/disney masquerade gríma. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi eiginlega verið skárra hjá honum bara. Minnir mig svolítið á Malificent haha!

Markmiðið hjá honum var svona djamm/smokey, svo þegar hann var búin að setja svartan reyndi hann allt sem hann gat til að blanda hann út- en endaði þess í stað alla leið uppi í augabrúnum. Verð samt að gefa honum props fyrir andlitið sjálft, þ.e. meik o.þ.h. það er eiginlega nokkuð ásættanlegt.

Katrín María



Vinsælustu færslurnar á Glimmer&Gleði frá upphafi!

Var að kíkja á gamlar færslur mér til gamans (mest samt af því ég á að vera að læra fyrir próf) og fór í leiðinni að skoða hvaða færslur hafa verið vinsælastar á Glimmer&Gleði frá upphafi.
Ákvað að deila því með ykkur, það er oft mjótt á mununum en mig langaði að sýna ykkur hvaða 5 færslur hafa verið mest lesnar (og halda áfram að vera mikið lesnar) frá því ég stofnaði bloggið 2011.
Vinsælasta efst og svo tel ég niður (smellið á myndirnar til að fara inn í færsluna) :)

1. BB Krem- Lioele Triple The Solution
Þessi færsla er langmest lesin, en hún er um upprunalegu og asísku BB kremin, hvað þau gera og hvernig þau urðu til- en við þekkjum flest vestrænar týpur af BB kremum sem eru nú gefin út af öllum þekktum snyrtivöruframleiðendum :) Elska líka babyface myndirnar af mér sem fylgja með.

2. Twofaced Hauskúpa| Myndband!
Fyrir Halloween 2013 gerði ég myndband, þar sem ég málaði hluta af andlitinu á mér sem hauskúpu en hafði restina bara svona skvísumálaða. Þetta er næstvinsælasta færslan þó hún sé búin að vera uppi í margfalt styttri tíma en BB krem færslan. Árið 2012 málaði ég allt andlitið á mér sem hauskúpu en myndir af því má finna hér. Ég gerði líka Halloween myndband þá (í ömurlegum gæðum) af creepy dúkku, sjá hér. 

3. Sumarförðun!
Þriðja vinsælasta færslan er einfaldlega "andlit dagsins" þegar ég prufaði að skella í sumarförðu, með fallegum litum. 

4. Orðið sem ekki má segja| Meistaramánuður
Í október skrifaði ég færslu um meistaramánuð, enda fátt annað á milli tannanna á fólki í október ár hvert en meistaramánuður og hversu frábær/hræðilegur hann er. Þessi færsla var og er ofsalega mikið lesin, hún er nýjust af öllum vinsælustu færslunum- sem þýðir að hún hefur enn möguleika á að slá hinar út. 

5. Valentínusarrúlletta
Ég tók upp á því á síðasta ári að gera svona rúllettublogg, inspreruð af Lauren Luke á Youtube. Þar sem ég dreg af handahófi fimm augnskuggaliti og þarf að búa til lúkk úr þeim- gerði nokkrum sinnum svoleiðis sem er ofaslega gaman en getur líka verið fáránlega krefjandi! Veit ekki alveg afhverju þetta rúllettublogg er eitthvað vinsælla en önnur, myndin í því er ekkert spes og lúkkið ekki heldur, en það trónir þó í fimmta sæti á vinsældarlistanum!


Vona að þið hafið haft gaman af að rifja upp eldri færslur með mér, einnig hefur undanfarið bæst í lesendahópinn og þá er tilvalið að benda á gamalt og gott sem virðist hafa vakið lukku.
Takk öll fyrir áframhaldandi áhuga og stuðning! :)

Katrín María




Jaclyn Hill| + Inspired förðunarlúkk

Það er ekkert leyndarmál að ég er Youtube sjúk. Ég fylgist með öllu milli himins og jarðar, en hef langmest gaman af "Beauty-youtubers". Seinustu misseri er dama að nafni Jaclyn Hill í algjöru mega uppáhaldi.

Mér finnst hún svo sjúklega klár og skemmtileg, hún er alltaf flawless, með puttann á púlsinum varðandi það besta í snyrtivöruheiminum og gefur manni sjúklega mikið inspiration förðunarlega séð. Hún er líka smá klikkuð og hyper, og ég man að fyrst höndlaði ég ekki myndböndin hennar sökum þess hve ör hún var. Svo allt í einu varð ég bara sjúk í hana!

Go-to smokeyið hennar... hún er augljóslega pro!
Þessar myndir eru teknar af vefsíðunni hennar www.jaclynhillmakeup.com

Um daginn var ég einmitt inspreruð af þessu vídjói frá henni:


Einfalt og skemmtilegt koparlúkk, þar sem hún notar bara tvo liti.
Ég ákvað að prófa að gera eigin útgáfu af þessu lúkki, sem má sjá hér fyrir neðan.

Notaði ekki alveg sömu augnskugga og hún en náði engu að síður að fá ágætis útkomu. Það er náttúrulega snilld að geta bara blandað tveimur litum (gylltum og rauðbrúnum kopar) og skellt bara á augnlok, blandað smá upp á við og voilá! Tilbúið, sjúklega einföld og fljótleg förðun.
Ég þurfti reyndar að blanda eyelinernum mínum inn í þetta, en það er bara ég.
Tilvalið fyrir blá, íslensk augu!

Katrín María