Uppáhalds| Febrúar 2014

Er ekki alveg tímabært að skella í uppáhalds blogg? 




Þetta meik er nýlegt í safninu hjá mér. Mjög léttur og þægilegur farði, auðvelt að blanda og hann lítur vel út á húðinni þannig ég hef verið mjög ánægð með hann. Meikið er í ódýrari kantinum, en samt bregst húðin mín vel við því sem er nokkuð óvenjulegt þegar ódýrari meik eru annars vegar. 


Hinn fínasti primer, mér finnst hann breyta helling, þá aðallega í því hversu auðvelt er að blanda út vörur sem maður setjur ofan á hann, eins og fljótandi farða. Hann hjálpar klárlega við að gera húðina sléttari og betri- sem er alltaf jákvætt þegar maður ætlar að setja á sig meik. Því betri sem striginn er, því betra er lokalúkkið. 


Clinique er það sem þú ættir að velja ef þú ert með viðkvæma húð/augu o.þ.h. Þessi augnfarðahreinsir er klárlega í uppáhaldi, hann er tvískiptu (með olíu) þannig farðinn bókstaflega flýgur af. En á sama tíma er hann mjög mildur og mann svíður ekki í augun af honum (en það gerist stundum hjá mér með ódýrari eða sterkari augnfarðahreinsi).


Makeup Geek varaliturinn í Innocent er svona perfect nude- hint af bleiku í honum þannig maður er ekki alveg varalaus, en þó hinn fullkomni nude litur við t.d. ýktari augnförðun eins og smokey og þess háttar. Er búin að nota hann rosalega mikið undanfarið, fýla formúluna í varalitunum frá Makeup Geek líka í botn, mjúkir en samt ekki svona "leka-til-og-fara-út-um-allt". 


Þetta highlighter duo í Kitten er nú búið að vera í uppáhaldi hjá mér í ansi langan tíma. Fæ ekki nóg af því og mæli með því við hverja einustu manneskju sem hefur áhuga highligterum og glowy förðun. Algjörlega dagleg notkun á þessu heimili.


Mig hefur lengi langað að prófa EOS varasalvana, kanski fyrst og fremst þar sem þeir eru svo afskaplega krúttlegir í litlu eggjaumbúðunum sínum. Ég fékk einn slíkann í jólagjöf, og verandi varasalvasjúklingur sem er búin að prófa allt allt allt, finnst mér ég hafa ágætis umboð til þess að segja að EOS sé toppvarasalvi. Hann er allavega gríðarlega góður, endis vel á vörunum, LOSAR mann við varaþurrk og ilmar svo eins og eitthvað úr paradís (getur valið allskonar týpur). Nú langar mig í alla.


Ég fékk svartan gel eyeliner frá Inglot nr. 77 í jólagjöf og VÁ! Ég hef aldrei séð annað eins, þó ég hafi prófað nokkra gel eyelinera í gegnum tíðina. Hann er það svartasta af öllu svörtu og svo fer hann ekki fet. Það þarf þvílíkt og annað að ganga á ef hann á að renna til að nuddast af. Ef þú vilt eyeliner sem fer ekki neitt, endist örugglega í marga daga ef hann er ekki þveginn og er kolsvartur, þá mæli ég með þessum. Hann er algjörlega meiriháttar!!


Ég hef verið að nota Brow gelcream frá Mac undanfarið á augabrúnirnar í litnum Dirty Blonde og vá hvað þetta er þægilegt! Maður er enga stund að skella þessu á augabrúnirnar, þetta kemur mjög fallega út og heldur hárunum á sínum stað. Liturinn er mögulega örlítið of ljós fyrir mig, en ég er bara svo ánægð með þessa vöru að ég get ekki sleppt því að nota hana. Þannig þegar ég fer út á kvöldin og er með ýktari förðun nota ég ennþá e.l.f. eyebrow kitið mitt, en dags-daglega er þetta algjörlega málið. LOVE- þarf að skoða hvaða aðrir litir eru til í þess!


Chanel "krem" augnskygginn minn í Fantasme (81) er mesta snilld í heimi. Þetta er einskonar glitter "topcoat" sem er sjúklega flott að setja yfir hvaða augnförðun sem er. Alltaf þegar mér finnst vanta extra glamúr eða shine í förðunarlúkk smelli ég bara örlítið af þessu yfir og það verður strax miklu meira áberandi og fallegt. Glimmerið í þessu er líka eitthvað svo extra fínt að það kemur svona ofur fallegt sparkle, sem er geggjað!

Katrín María



Fjólublá Elma| Leikið með liti

Ég hef mjög gaman að því að nota liti í förðun, nema hvað það er helst bara þegar ég mála sjálfa mig. Ég þori aldrei að mála aðra með litum- er yfir höfuð frekar stressuð að mála aðra því mig vantar meiri æfingu og sjálfstraust. Ég hef lært mikið á að vinna við þetta en það er alltaf vel þegið að fá vinkonuandlit til að leika sér með. Ég nýtti því tækifærið og málaði Elmu vinkonu mína með fjólubláu í nótt, fínt því hún var svo bara að fara heim að sofa eftir á og engin pressa á að gera eitthvað fullkomið og frábært- í staðinn fékk ég bara að leika mér stressfrítt sem var mjög gaman.
Bæði er ég óvön að mála aðra með litríkum augnskuggum og eins er Elma meira í jarðlitunum og gylltum litum, þannig þetta var smá ævintýri fyrir okkur báðar :)

Ég var mjög ánægð með útkomuna og Elma var það líka, enda var hún með eindæmum flott eins og sjá má á eftirfarandi myndum!



Klárlega eitthvað sem við munum prófa aftur!

Katrín María


Naked 3| Urban Decay

Seinasta fimmtudag var ég svo heppin að fá loksins Naked 3 augnskuggapalettuna í hendurnar, eftir nokkuð langa bið, mig langar að segja ykkur nokkra hluti um hana. 



Í fyrsta lagi er hún að sjálfsögðu stórlega ofmetin, eins og vill verða með "follow up" hype vörur. Palettan er mjög vinsæl bara fyrir að heita Naked og vera úr línu þeirra sívinsælu paletta sem Urban Decay gefur út.
Að því sögðu vissi ég samt alltaf að ég myndi kaupa mér hana, og ég get sagt það með nokkuð mikilli vissu að ég kaupi örugglega allar sem á eftir fylgja ef til þess kæmi (ég veit ég er sucker). Þetta er eitt af því sem ég hef gaman af að eiga og ég nota augnskugga gríðarlega mikið.


Palettan er klárlega fullmikið hit&miss miðað við hvað hún kostar. Sumir skuggarnir jaðra við að vera hreint út sagt slakir, á meðan aðrir eru 100% gæði eins og Urban Decay er jafnan þekkt fyrir.
Skuggarnir eru þó allir þannig að þá má vinna með- og það er svona helst það sem skiptir mig máli, mér er t.d. sama þó skuggar séu svolítið púðraðir- ef liturinn er fallegur og kemur vel út, þá er mér sama þó ég þurfi að leggja smá vinnu í að koma honum á, það er bara eitthvað sem maður venur sig á ef skuggarnir eru þess virði.
Það eru allavega þrír í þessari palettu sem þurfa smá extra love þegar maður setur þá á, en þeir eru klárlega þess virði og ég er ekki vön að setja slíkt fyrir mig.


Ég er ofsalega ánægð með palettuna, bleiku tónarnir henta grænu augunum mínum vel og þetta er fullkominn paletta fyrir íslensku bláu augun líka. Ég er núna búin að nota hana daglega síðan ég fékk hana, og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég mæli með hana fyrir alla sem fýla bleiku tónana, það eru ofsalega fallegir mattir blöndunarlitir í henni og einnig mjög litsterkir og mjúkir dökkir litir.

Myndir af skuggunum (með ekki bestu myndavél í heimi):

Og svo er hér lúkk sem ég gerði í gær með palettunni:

Ég veit að ég lít út eins og postulínsdúkka, það var algjörlega óviljandi... 

Þarna er ég með:

Strange --> Innri augnkrókur
Buzz --> Yfir allt augnlok
Limit --> Blöndunarlitur
Nooner -->Til að dýpka ytra þriðjung augnanna
Factory --> Til að dýpka ytra vaffið enn frekar

Svo örlítið af Nooner og Factory á neðri augnháralínu


Ég er mjög sátt með hana, mæli algjörlega með henni fyrir Naked aðdáendur, hún er ekkert síðri en hinar- þó það sé líklega óhemjuskapur að eiga þær allar. Ég er rosalega mikið fyrir "mute-aða" bleika tóna þannig þessir skuggar hittu beint í mark hjá mér- held ég muni nota hana meira en hinar tvær.

Katrín María


Förðun, nýjar snyrtivörur, random heimilisáhöld| O.fl.

Stundum tek ég myndir af makeup-inu mínu til að setja hér inn, en gleymi því svo.
Hér að neðan eru t.d. þau look sem ég hef sportað einhverntíman seinustu 1-2 vikurnar.
Í 80% tilfella gleymi ég samt að taka mynd af makeup-inu mínu. 

Hvað er flottast?

Rautt og rauðbrúnt í fyrirrúmi- hentar vel fyrir græn augu. 

Mjög basic golden brown smokey- alltaf klassík.

Mjög einfalt lúkk- ljós shimmerskuggi yfir allt augnlok og svo öööörlítill skuggi í ytra vaffið. 

~~~~~~~~
En að öðru!
Ég gerði skrítnustu kaup sem ég hef gert um ævina um daginn. Ég sá myndband með þessari vöru og eftir það varð ég alveg staðráðin í því að ég þyrfti hana í líf mitt.
Það var auðvitað mikill misskilningur, en þið vitið hvernig það er með þetta "as seen on TV" dót... það lokkar mann og tælir.

Ég lýg því þó ekki að þetta er nú svolítið skemmtilegt... Sérstaklega í fyrstu 2-3 skiptin. Heh.

~~~
Að lokum flyt ég gleðifréttir (fyrir mig). Ég náði loksins að panta mér Naked 3 palettuna frá Urban Decay! Þvílík gleði... nema hvað nú get ég ómögulega beðið.

Í millitíðinni bars mér þessi pakki frá yndislegri bloggvinkonu sem er dugleg að hóa í mig ef hana vantar að losna við dót úr safninu sínu. Ég er alltaf tilbúin að fá nánast ónotaðar eða nýjar snyrtivörur á kjaraverði- svo ég segi sjaldnast nei. Takk Sigrún!


Þrjár freedom system augnskuggapalettur frá Inglot, Nars Fairy's Kiss augnskuggapaletta, Nars augnskuggi í Blondie, Mac Skin Refined Zone Treatment, Mac lipglass, Mac fluidline í Blitz&Glitz og Mac paint pot í Quite Natural.
Getum við aðeins staldrað við og talað um hvað augnskuggarnir frá Inglot er sjúkir? Vá.. ég er ástfangin.
Nú á ég Inglot augnskuggapalettur, kinnalitapalettu, eyeliner og naglalakk og ég verð að segja eins og er... þetta er klárlega merkið til að hafa augun á næstu misseri. Þvílíkar snilldar vörur!


Katrín María