Mig langar í alltof mikið.
Varalitirnir frá Dose of Colors eru að fá hellings hype á internetinu- verið að líkja þeim við hina margumtöluðu Lime Crime varaliti. Sjúkir litir.
Lime Crime Velvetines varalitirnir eru ofarlega á óskalistanum- er sjúk í þetta velvet look um þessar mundir og þeir endast víst rosalega lengi á vörunum.
Maskinn sem allir eru að tapa kúlinu yfir. Maður sér víst fáránlegan mun á húðinni eftir aðeins eitt skipti, virðast allir falla algjörlega fyrir þessu. Sem þýðir að ég verð auðvitað að prufa.
Annar maski frá Glam Glow nema þessi er svona súper rakamaski- hljómar eins og himnaríki fyrir þurru húðina mína. Fær góð review og maskar eru alltaf skemmtileg vara að eiga.
Fujifilm instax mini 8 - Annað internet hype, ég er öll í því en vá hvað mér þætti gaman að eiga svona krúttlega myndavél sem prentar myndirnar út samstundis (myndirnar eru líka þægilega litlar og meðfærilegar).
Naked 3 palettan frá Urban Decay... verð að eignast hið snarasta. Veit einhver hvernig ég get nálgast hana án þess að nota Shop USA? Allar síðurnar sem ég er vön að panta Naked paletturnar af eru annað hvort ekki byrjaðar að selja hana, eða þá að hún er stanslaust uppseld.
Nars Sheer Glow farðinn er klárlega eitthvað sem ég verð að prófa- enda einn sá vinsælasti um þessar mundir.
Hourglass Ambient Lighting paletta- palettan inniheldur þrjú af púðrunum sem eru að fá mikið hype um þessar mundir. Ég er mikið fyrir bjarta og "glowy" förðun og þessu púður eru víst mjög falleg yfir farða eða sem highlight.
Eftir að hafa pantað Rimmel Apocalips litinn í Nova um daginn varð ég alveg sjúk, nú langar mig í alla litina! Ótrúlega skemmtileg vara.
Ef ég myndi telja upp allt sem mig langar í, þá myndi mér ekki endast ævin til þess. Svo við stoppum hér í bili.
Hvað er efst á þínum óskalista?
Hvað er efst á þínum óskalista?
Katrín María