Wants| Janúar 2014

Mig langar í alltof mikið.

Varalitirnir frá Dose of Colors eru að fá hellings hype á internetinu- verið að líkja þeim við hina margumtöluðu Lime Crime varaliti. Sjúkir litir.

Lime Crime Velvetines varalitirnir eru ofarlega á óskalistanum- er sjúk í þetta velvet look um þessar mundir og þeir endast víst rosalega lengi á vörunum.

Maskinn sem allir eru að tapa kúlinu yfir. Maður sér víst fáránlegan mun á húðinni eftir aðeins eitt skipti, virðast allir falla algjörlega fyrir þessu. Sem þýðir að ég verð auðvitað að prufa. 

Annar maski frá Glam Glow nema þessi er svona súper rakamaski- hljómar eins og himnaríki fyrir þurru húðina mína. Fær góð review og maskar eru alltaf skemmtileg vara að eiga.


Fujifilm instax mini 8 - Annað internet hype, ég er öll í því en vá hvað mér þætti gaman að eiga svona krúttlega myndavél sem prentar myndirnar út samstundis (myndirnar eru líka þægilega litlar og meðfærilegar). 


Naked 3 palettan frá Urban Decay... verð að eignast hið snarasta. Veit einhver hvernig ég get nálgast hana án þess að nota Shop USA? Allar síðurnar sem ég er vön að panta Naked paletturnar af eru annað hvort ekki byrjaðar að selja hana, eða þá að hún er stanslaust uppseld. 

Nars Sheer Glow farðinn er klárlega eitthvað sem ég verð að prófa- enda einn sá vinsælasti um þessar mundir. 

Hourglass Ambient Lighting paletta- palettan inniheldur þrjú af púðrunum sem eru að fá mikið hype um þessar mundir. Ég er mikið fyrir bjarta og "glowy" förðun og þessu púður eru víst mjög falleg yfir farða eða sem highlight.

Eftir að hafa pantað Rimmel Apocalips litinn í Nova um daginn varð ég alveg sjúk, nú langar mig í alla litina! Ótrúlega skemmtileg vara.

Ef ég myndi telja upp allt sem mig langar í, þá myndi mér ekki endast ævin til þess. Svo við stoppum hér í bili.

Hvað er efst á þínum óskalista?

Katrín María



365 Grateful| Litlu hlutirnir

ATH. Ég skrifaði þetta blogg seinustu helgi og ætlaði að birta það á sunnudaginn en gleymdi því, framvegis verða þau samt birt á sunnudögum eins og ég tala um hér að neðan.
Að auki hef ég síðan þá tekið eftir hashtagginu #100happydays eða einhverju slíku, sem er líklega svipað ef ekki sama concept, hef ekki kynnt mér það en það gladdi mig að sjá hvað margir eru að fókusa á hamingjuna þessa dagana :)
------

Hæ!

Einhverntíman síðla seinasta árs rakst ég á umfjöllun um þetta project sem ungri konu datt í hug og framkvæmdi eitt sinn þegar hún var niðurdregin og leið ekki frábærlega. 
~~~

Mér fannst þetta ofsalega fallegt, hún tók mynd á hverjum degi í heilt ár af einhverju sem hún var þakklát fyrir, einhverju sem gladdi hana eða henni fannst fallegt. Að lokum var hún farin að taka eftir hlutum sem hún var vön að líta framhjá eða hefði líklega misst af ef hún hefði ekki farið að fylgjast betur með.

Mér fannst þetta ótrúlega falleg og skemmtileg hugmynd og mig langar að gera eitthvað svipað. Ég veit að ég get ekki póstað svona mynd á hverjum degi, en mér datt í hug að útfæra þetta þannig að þegar ég sé eitthvað sem gleður mig, gerir mig hamingjusama eða ég er þakklát fyrir- þá langar mig að smella mynd af því og setja hér inn. Ég myndi t.d. vilja setja hér inn á hverjum sunnudegi, allar myndirnar sem ég hefði tekið yfir vikuna og þannig get ég leyft ykkur að fylgjast með. Suma sunnudaga kemur kanski ekkert, aðra kemur kanski ein mynd og enn aðra kanski sjö myndir. Ég lofa engu, en ég vona að þetta verði til þess að ég fylgist betur með því hvað gerir mig glaða og hamingjusama, hvað ég er þakklát fyrir og um leið get ég kanski hvatt ykkur til að gera eitthvað svipað svo við verðum öll að springa úr gleði og þakklæti að verkefninu loknu :) Kanski ég kalli þetta "Litlu hlutirnir".

Ég á örugglega oft eftir að taka myndir af efnislegum hlutum sem gleðja mig og kanski gætu einhverjir litið á það sem yfirborðskennt, en ég ætla samt að leyfa því að vera með- ef það gleður mig eða kætir, þá á það heima hér  að mínu mati:)

Ég byrja þetta þá bara hér (þessi er síðan fyrr úr mánuðinum, en framvegis hef ég þær up to date). Fyrsta myndin:

Ég er þakklát fyrir spilasjúku fjölskylduna mína. Það er yndælt að við eigum öll þetta sameiginlega áhugamál og getum því eytt ómældum tíma saman við þessa iðju. 

Katrín María


Grammygrátur

Grammy verðlaunin eru einn af þessum sjónvarpsviðburðum sem ég vil ekki að endi. Jafnvel þó þetta séu nú þegar tæpir 3 tímar, þá finnst mér þau alltaf of fljót að klárast. 

Daft Punk hirtu helling af góðum verðlaunum, enda vel að því komnir. Þeirra performance ásamt nokkrum góðum meisturum var líka mjög hresst og gott.

Ég hef minna en engan áhuga á tískunni eða kjólunum þannig ég er ekki að fara að tala neitt sérstaklega um það (enda eflaust nóg um slíkar umfjallanir á netinu) og ég man ekki eftir neinu einasta outfitti nema ríkisbubba buxunum hennar Lorde- af því mér fannst þær svo ljótar (sem er synd, því þetta þykir líklega ofsalega fínt). 

Buxurnar... þær sjást ekki einu sinni á þessari mynd. Oh well.

En ég var mest þarna fyrir músík-atriðin (SHOCKING ÉG VEIT). Og ég er svo uppfull af tilfinningum eftir að hafa horft á verðlaunin frá upphafi til enda að ég varð að setjast niður og blogga um þau.

Það var nefnilega þannig, að ég grenjaði allan tímann. Eftir að ég hafði farið að gráta þrisvar sinnum (með tárum og öllu tilheyrandi) leit ég á tímann sem var liðinn af þættinum... viti menn, það voru heilar 10 mínútur búnar, og heilar 2 klst og 30 mínútur eftir. Þannig ég var vægast sagt vælandi í tæpa þrjá tíma yfir öllu og engu. Veit ekki afhverju ég verð svona hrærð yfir músíkatriðum og lögum, það er eitthvað með mig. Var einhver annar sem fór tvisvar að gráta á meðan Queen Bonnzý og Jay Z voru að performa? Eða er fólk almennt tilfinningalega stabílla en ég...

Ég allavega get ekki beðið eftir næstu Grammys. Uppáhöld kvöldsins voru sem hér segir:

Númer 1 (þarfnast ekki útskýringar)
Þvílík og önnur eins gyðja!

Númer 2
Imagine Dragons og Kendrick Lamar með Radioactive og m.A.A.d city. Kom mjög á óvart, ég er komin með svo ótæpilega leið á Imagine Dragons (og þá sérstaklega þessu lagi) en þetta kom bra sjúklega vel út. Kendrick getur ekki klikkað heldur. 

Númer 3
Same Love atriðið með Macklemore & Ryan Lewis, Mary Lambert & Madonnu var líka uppáhalds einfaldlega af því að það var svo fáránlega tilfinningaþrungið. Grenjaði líka stanslaust... eins og flestir á svæðinu að mér sýndist. Mér er alveg sama hversu viðeigandi eða óviðeigandi fólki fannst þetta og gef lítið fyrir gagnrýnisraddir sem segja þetta fyrirsjáanlegt að finnst þetta ekki eiga heima þarna. Mér finnst jafnréttisbarátta eiga heima allstaðar og þessi gjörningur var fullkominn. Eina sem var óviðeigandi í þessu atriði var Madonna, mitt persónulega mat bara- en mér fannst hún taka fúttið svolítið úr þessu. En ég meina... legend engu að síður, þau verða að fá að vera með.

En já.. það var ótrúlega mikið af flottum og skemmtilegum atriðum í ár, Metallica komu sterkir inn (þá helst í lokin, var ekki alveg jafn spent til að byrja með), Daft Punk og Pharrell Williams ásamt Stevie Wonder voru alveg hressir, Pink var rosaleg! og svona mætti lengi telja. Ef þið hafið ekki horft, þá mæli ég eindregið með því, sérstaklega ef þið hafið áhuga á því sem er að gerast í "mainstream" músík bransanum eins og maður gæti kanski sagt.

Stórkostlegt! 

Katrín María 



Asos Haul| Janúar 2014

Hæ!

Loksins fékk ég í hendurnar það sem ég pantaði um daginn. Það kom reyndar mun fyrr en ég bjóst við, sem var ekkert leiðinlegt.


-Eins og venjulega þegar ég panta af Asos, þá smellti ég tveimur Stay Matte í körfuna. Ódýrt og gott púður sem er snilld að eiga til fyrir svona everyday notkun. 
- Hefur lengi langað að prófa eitthvað af farðanum frá Rimmel og ákvað að byrja á Match Perfection í litnum Classic Ivory, vona að liturinn passi. 
- Svo vantaði mig primer, ég tími ekki að kaupa mér dýra primer strax og þar sem ég hef heyrt ágæti hluti um þennan Fix&Perfect Pro frá Rimmel þá ákvað ég að prufa hann bara!
- Ég hef einnig heyrt mjög góða hluti um Rimmel Glam Eyes maskarann og hann fékk því að fljóta með. 
-Þarna má líka sjá fljótandi eyeliner, enda vita þeir sem þekkja mig að það er aldrei langt í kisulinerinn hérna megin og alltaf gaman að prófa nýjar vörur í svoleiðis dundur :)
- Svo er þarna eyeliner blýantur í nude, sem mig hefur lengi vantað- fullkominn á neðri vatnslínuna til að birta yfir og hressa mann við, en maður verður oftar en ekki rauður og þreytulegur þar ef maður er illa sofinn eða búin að borða óhollt í lengri tíma (allavega mín reynsla).
- Síðast en EKKI SÍST; Rimmel Apocalips fljótandi varaliturinn er eitthvað sem hefur verið á want listanum lengi. Núna langar mig grínlaust í alla liti- þetta er rugl pigmented og fallegt! Liturinn sem ég fékk mér er fallega bleikur, svona everyday en samt smá extra. Elska elska elska!

~~~

Er að spá í að gera ítarlegri blogg um vörurnar þegar ég er búin að prófa þær :) Endilega látið mig vita ef það er eitthvað af þessu sem þið viljið heyra meira um.
Svo er annað haul á leiðinni með þeim vörum sem eru nýjar en voru ekki hluti af þessari pöntun því margir virtust vilja sjá það líka :)

~~~

Að lokum henti ég með í körfuna að gamni mínu þessu krúttlega hárskrauti, finnst það rosa prinsessulegt og krúttlegt. Á erfitt með að ímynda mér tilefni þar sem ég get skellt því upp, en hver veit nema að mér verði boðið í álfabrúðkaup í Rivendell á næstunni. Þá á ég allavega viðeigandi headpiece!


Hvað segið þið? Gott? Slæmt? 

Katrín María


Face Of The Day| F.O.T.D. 18.01.13


Það er kósý laugardagur í dag bara.
Aðeins að anda áður en ég held áfram að læra. Planið er að eyða restinni af deginum undir sæng með bók í hönd (get ekki lagt Kindle-inn frá mér!). Þetta var samt svona laugardagur þar sem ég vaknaði seint og var eitthvað lítið fresh, þannig ég fór í sturtu og ákvað að mála mig, þrátt fyrir að ég færi líklega ekki oft út úr húsi það sem eftir er dags en stundum finnst mér bara gott að shine-a mig aðeins til, hressa upp á lundina og þá hafa ofvirku hendurnar á mér eitthvað að gera á meðan ég horfi á youtube vídjó dagsins. Er líka búin að eignast allskonar nýtt, þannig ég vill stanslaust vera að mála mig- til að prófa allt nýja dótið!

Og já mörg ykkar vildu sjá "haul" blogg! Þannig það er von á einu til tveimur slíkum á næstunni!


Hendi hér inn laugardags andlitinu ef þið skylduð hafa gaman að slíku eins og ég :) 
Nokkuð kasjúal andlits- og augnfarði og svo statement varir. 


Eins gott að nýta þessa seinustu vetrarmánuði til að sporta dekkri vörum- biðst afsökunar á símamyndum, 100% litlaust andlit þannig það sést ekkert af vörunum sem ég notaði, hvorki á andlit né augu, nema varaliturinn haha...  Góður förðunarbloggari!

Andlit:
Cetaphil Moisturizer - Mac mineralize foundation - Sensai loose powder - Chanel  natural finish pressed powder - Chanel Bronze Universal - Naked Flushed palette - NYX taupe blush - Mac select cover up.

Augu:
Naked Basics palette - Inglot gel liner- Maybelline Rocket Mascara- Benefit eye bright -Mac fluidline í Dirty Blonde.

Varir:
Nyx Deep Purple lip liner og Rouge Dior Mysterious Mauve,


Katrín María



Asos Damage

Ó elsku Asos afhverju kallar þú nafn mitt í tíma og ótíma?

Var rétt í þessu að leggja frá mér rjúkandi heitt kortið (so to speak) eftir að hafa rótað aðeins til á lagernum hjá Asos. Mig vantaði (hahaha já ég lifi í heimi blekkingar) aðallega snyrtivörur- og ég sá mér til mikillar gleði að Rimmel var með afslátt af öllum vörunum sínum svo ég keypti allskonar skemmtilegt. 


Þið megið því búast við "Haul-i" á næstu vikum!
Mestmegnis vildi ég samt dreifa skilaboðunum um afsláttinn á Rimmel til ykkar snyrtivöruelskenda.

En svo hef ég alveg sankað að mér nokkrum nýjum snyrtivörum seinustu vikur, þá bæði jólagjafir og eitthvað sem ég hef keypt sjálf, svona héðan og þaðan. Hafið þið einhvern áhuga á að sjá það? (Smellið þá á LIKE) heeeehe.
Eða eigum við bara að bíða spennt eftir asos haulinu?


Bæjó!

Katrín María



Og þá hefst 2014 (með væmni að venju...)

Gleðilegt nýtt ár elskur vinir og velunnarar!
Nú eru aldeilis spennandi tímar framundan, og þegar ég segi spennandi á ég auðvitað við alveg skelfilegir og kvíðvænlegir tímar en jafnframt spennandi :) Auðvitað meira frábærir og spennandi en hitt!
Fyrri helmingur ársins fer í dúndrandi bilun þar sem mér tekst vonandi að ljúka náminu mínu við Háskólann á Akureyri og því eru næstu mánuðir algjörlega í óvissu hvað þetta blogg varðar. Ef ég þekki mig rétt mun ég þó líklega finna tíma hér og þar, sem betur væri varið í lærdóm, til að skrifa eins og eitt blogg eða svo annað slagið. Seinni helmingur þessa árs, 2014, er svo algjörlega óskrifað blað. 




Fyrir kvíðasjúkling ætti þessi staðreynd, þ.e. óvissan um hvað taki við að námi loknu, að vera alveg stórfenglega hrikaleg tilhugsun. En mér hefur tekist svo ágætlega seinustu mánuði að temja minn eigin huga og öll hans skrímsli, svo nú neyði ég hann til að líta á þessa óskipulögðu framtíð sem eitthvað ótrúlega spennandi og frábært.
Og eftir því sem dagarnir líða, því meira spennt og minna kvíðin verð ég.

Ég vann ótrúlega marga persónulega sigra árið 2013, eins og ég ætlaði mér. Og þó ég hafi lengi undir lok ársins sannfært mig um að ég væri ekki að standa mig nógu vel og hefði ekki áorkað eins miklu og ég ætlaði mér, þá tókst mér loksins, með hjálp fólksins í kringum mig, að koma auga á allt það jákvæða sem gerðist á árinu. Eða öllu heldur, allt það jákvæða sem mér tókst að gera eða láta gerast á árinu 2013. Ekkert af því gerðist sjálfkrafa, og hefði ekki gerst nema af því að ég sigraði sjálfa mig aftur og aftur. Það var sjúklega erfitt, uppfullt af grátköstum og oft ætlaði ég að gefast upp (eiginlega alltaf), en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leyfði ég mér það ekki- og sat á endanum uppi sem sigurvegari, þ.e. í baráttunni við sjálfa mig.

Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega á þeim stað sem ég vill/þarf að vera í dag. Kanski ekki einu sinni nálægt því. En það er nokkuð ljóst að ég er á allt öðrum og margfalt betri stað en ég var á í upphafi seinasta árs og með því get ég sannarlega verið sátt við það sem ég áorkaði árið 2013. Hvort sem það er sýnilegt öðrum eða ekki, hvort sem það flokkast sem sigur í bókum annarra eða ekki- það skiptir engu máli. Ég sigraði sjálfa mig allavega, ég finn það og það er nóg.

Þetta er mögulega óskiljanlegur texti fyrir einhverja, enda er ég ekki að tala um eitthvað eitt atriði. En point-ið er svona um það bil það, að þú þarft ekki að sigrast á öllum þínum vandamálum til að standa uppi sem sigurvegari. Það halda alltaf áfram að koma upp aðstæður þar sem þér líður ekki vel, en það er sigur að fækka þessum aðstæðum. Fleiri góðir dagar árið 2014 en árið 2013= sigur.

Planið er að halda áfram að sigra 2014. Ekki að sigra lífið í heild, en að sigra litla sigra hér og þar og fagna öllum góðum stundum. 

Aðfangadagur var góður dagur. Elska þessa mynd, hún er svo stútfull af gleði og ást.