Ársuppáhalds 2013

Ég ákvað að vera snemma í því þetta árið, og sit því hér á aðfangadag og skrifa um uppáhaldsvörurnar mínar árið 2014. Ég á það til að gleyma mér í hátíðargleðinni og það verður um leið eitthvað lítið um blogg á þessum tíma.
En núna, verandi forsjál með eindæmum, ákvað ég að nýta þennan lausa tíma sem ég hef á þessum yndæla degi og skrifa niður nokkur orð um þær snyrtivörur sem sitja sem fastast á uppáhaldslistanum eftir þetta ár, 2013. Listinn er aldrei alveg tæmandi og mig langar mikið að fylla hann með öllu sem ég hef elskað þetta árið, en ég vill ekki standa í þessu fram eftir kvöldi- og ég er viss um að engin nenni að lesa svo langt blogg.
---

Naked Basics frá Urban Decay kemur auðvitað sterk inn. Hef notað þessa palettu óspart, og hún kemur alltaf með í ferðalög. Litirnir eru fullkomnir í allskonar blöndun, ásamt því að henta vel í falleg dag- og kvöld lúkk. Big things come in small packages sagði einhver. 

e.l.f. HD púðrið hættir bara ekki að vera uppáhalds. Það mun líklega alltaf vera mitt uppáhalds púður til að nota yfir hyljarann undir augunum. Birtir fallega yfir og gerir heildarlúkkið mun fallegra en ef ég nota bara venjulegt púður. Þetta púður er líka stórkostlegt yfir allt andlitið. Bara alltaf uppáhalds!

Chanel Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn hefur pottþétt verið uppáhalds farðinn minn þetta árið. Ég fæ ekki nóg (því miður, því hann er rándýr!). En ég er einfaldlega forfallin. 

Súkkulaði bronzerinn frá Bourjouis hefur verið notaðu alla daga stanslaust þetta árið. Veit ekki afhverju, en hann hentar bara eitthvað svo fullkomlega til að fríska upp á lúkkið og gefa manni svona smá lit í andlitið, án þess að vera of dramatískur.

Ég kynntist kinnalitunum frá Inglot þetta árið, og þessi paletta sem mér áskotnaðist hefur verið notuð mest af öllum síðan ég eignaðist hana. Er ofsalega ánægð- og þetta eru klárlega uppáhalds kinnalitir ársins, þetta árið!

Guerlain Maxi Lash maskarinn- ég ætlaði alltaf að fjalla sérstaklega um þennan maskara, en ég eignaðist hann seint á árinu- svo líklega er ekkert frábær hugmynd að setja hann strax í ársuppáhalds, en hann er bara svo ótrúlega mikið uppáhald. Klárlega besti sem ég hef prufað hingað til- er sjúklega ánægð með hann.

Bourjouis Healthy Mix Serum er í raun ódýrari týpan af Chanel Vitalumiére Aqua sem er mitt allra uppáhalds meik- en þetta notaði ég líka mikið á árinu áður en ég eignaðist Vitalumiére Aque (og nota enn). Þetta er ótrúlega góður farði (létt þekja, svo ekki gott fyrir þá sem vilja þekju)- en hann er í miklu uppáhaldi og snilld til að nota við hversdagslegri tækifæri þar sem hann er á mun betra verði en Chanel farðinn. 

NYX kinnaliturinn í Taupe er sá litur sem ég hef notað allra mest í að skyggja andlitið- þetta er bara fullkominn litur. Er mjög langt komin með hann og þarf klárlega að fjárfesta í nýjum. Hef enn ekki fundið jafn gott skyggingapúður og þennan kinnalit.

Lorac Pro Paletta er náttúrulega uppáhald númer 1, 2 og 3 þetta árið! Það fer ekkert á milli mála. Þessi paletta er það allra besta og skemmtilegasta sem ég hef bætt í safnið á þessu ári og ég þori að veðja að ég kaupi nýja þegar uppáhaldslitirnir mínir eru búnir (sem er eiginlega bara alveg að skella á). 

Mac Pro Longwear Concealer hefur verið uppáhalds baugafelarinn minn seinustu mánuði, þekur vel og kemur vel út undir augunum. Crease-free eins og maður segir- sem er frábært! Algjört uppáhald :)

Real Techniques burstarnir hafa einnig átt hug minn allan þetta árið- þetta eru sumir af mínum allra uppáhaldsburstum og ég nota marga þeirra daglega. Mæli svo sannarlega með þeim, og svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru á ofsalega góðu verði. 

Að lokum er það Stila Duo-ið í Kitten sem hefur verið minn uppáhalds highlighter til að setja smá glans og birtu  í andlitið. Kemur ofsalega vel út og frískar mann upp. Uppáhalds highlighterinn minn til þessa. 


Gleðilegt nýtt ár!

Katrín María


Hin fullkomna paletta| Tag

Úps! Gleymdi að birta þetta blogg, sem ég gerði síðustu helgi :)
---
Í dag vil ég færa ykkur TAG blogg. Tag's eru vídjó t.d. í förðunarsamfélaginu  á Youtube, þar sem fólk býr með vídjó með ýmsum spurningum (getur verið um hvað sem er) og svo taggar það aðra til þess að gera vídjóið.

Taggið sem ég ætla að gera heitir upprunalega "The Perfect Palette Tag" og þið getið fundið helling af þeim á Youtube. Ég ákvað að yfirfæra taggið á íslensku og gera blogg í staðinn fyrir myndband. Þið getið vonandi fengið smá tilfinningu hvaða augnskuggapalettur eru í uppáhaldi hjá mér og hverjar ekki :)
-------------------------
Bestu umbúðirnar
Ég ver að velja Coastal Scents paletturnar mínar- aðallega vegna þess að ég blingaði þær upp sjálf (þær voru bara svartar með Coastal Scents merkinu). Og mér finnst þær svo fallegar- alltaf þegar ég lít í átt að snyrtiborðinu glansar á þær eins og diskókúlur, ég er forfallin glimmerfíkill! Þær eru nú líka mjög öruggar og stöðugar sem er extra plús!
 ~~~

Mesta Pigmentið (þéttur litur)
Hér verð ég að segja Lorac Pro- samt erfitt val því Naked paletturnar eru sko alveg jafn góðar! En ég nota Lorac Pro bara svo margfalt meira- mér finnst allir litirnir himneskir og 100% pigmenteraðir! Ef þú átt ekkert annað, eignastu þá þetta- it's all you need!
~~~

Fjölbreyttust
Ég á nú nokkrar svona fjölbreyttar elskur- en valdi BH Cosmetics 120 color palette (fyrstu útgáfu) því hún er mest notuð af þeim öllum og ég er nokkuð viss um að litavalið sé enn fjölbreyttara í henni en hinum. Mæli með þessum palettum (mjög ódýrar og mjög góðar) fást frá flestum lágvörumerkjum (NN Cosmetics, BH cosmetics, Coastal Scents og svo enn ódýrara á ebay, beint frá Kína!) Allt sama dótið með mismunandi merkingum. 
~~~

Þægilegust að ferðast með
Það er auðvitað hin mikið elskaða Naked Basics frá Urban Decay. Eins og sést glögglega þá er hún vinsæl á þessu heimili- og þar sem hún er svo ótrúlega lítil og sæt þá er ótrúlega þægilegt að ferðast með hana. Hún er kannski ekki ofurfjölbreytt, en hún býður bæði upp á daglúkk og kvöldlúkk þar sem við fáum þarna tvö dökka liti með. Allt sem þú þarft í helgarferð milli landshluta!
~~~

Stærsta eftirsjáin
Deluxe Shadow Box frá Urban Decay. Leitt að segja það, því ég elska Urban Decay, en ég bara hef nánast ekkert notað þessa- nema neðstu röðina af litum í mesta lagi. Bara eitthvað sem grípur mig ekki. Litirnir eru samt ofsalega fallegir, sérstaklega þessir litríku- en bara ekki eitthvað sem ég virðist sækja í. Þvílík synd að hún liggi bara óhreifð hjá mér, þessi fallega paletta!
~~~

Bestu nöfnin á augnskuggum
Naked 2 frá Urban Decay er klárlega með skemmtilegustu nöfnin, nöfn á borð við Foxy, Bootycall, Tease, Snakebite, Suspect, Busted og Blackout svo eitthvað (flest) sé nefnt hah! Urban Decay er yfir höfuð með bestu nöfnin þegar kemur að augnskuggum. 
~~~

Minnst notuð
Dior Cherie Bow palettan mín. Það er bara ein ástæða fyrir því, og hún er sú að þetta er langdýrasta og langflottasta palettan í öllu safninu mínu- og ég hreinlega tími bara ekki að nota hana. Það er náttúrulega eitthvað að mér, en mér finnst hún bara allt of falleg, er meira að segja ennþá með plasthlífina yfir skuggunum. Hef bara notað hana tvisvar haha! Mig langar að uppstoppa hana og eiga að eilífu (psycho).
~~~

Mest elskuð/Taka á eyðieyju
Það verður bara að vera Lorac Pro palettan mín. Nota hana langmest af öllum palettunum mínum, elska hana í tætlur og enda örugglega á að kaupa hana aftur þegar hún klárast! Skuggarnir eru bara svo sjúklega góðir og úrvalið gott, allt frá ljósum yfir í dökka, helmingur mattir og helmingur shimmer. Getur ekki klikkað! Það var samt erfitt að velja ekki aðra hvora Naked palettuna, en ég varð að segja Lorac því ég nota hana bara svo miklu meira en allt annað!
~~~

Vona að þið hafið haft gaman af þessu bloggi. Mig langar að tagga önnur íslensk makeup blogg, en ég þekki bara eitt held ég, ef það eru einhver makeup blogg þarna úti, sem eru fyrir tilviljun að lesa þetta blogg (kanski ólíklegt) þá máttu endilega gera þetta tagg og láta mig vita! Langar að sjá pælingar frá öðrum. Ef ekki, þá megið þið tryggi lesendur vinsamlegast benda mér á íslenskt rekin makeup blogg! 

Katrín María


Jólaförðun| Hugmynd

Ég á það til að nota lærdómspásurnar mínar í að dunda mér við snyrtiborðið mitt. Í desember vill það oft verða þannig að ég mála mig fram og til baka til að prófa jóla- eða áramótaförðun (já ég hugsa út í förðun hátíðanna mánuð fram í tímann, sue me). Í gærkvöldi gaf ég mér örlitla stund milli stríða og ákvað að prófa einhverja fallega jólaförðun- ég er mjög hrifin af gylltri jólförðun og ekki skemmir ef glimmer kemur við sögu.



Þetta er útkoman, ég er að fýla þetta lúkk í botn- engin leið að sjá glimmerfegurðina í næturbirtunni þannig þið verðið bara að ímynda ykkur hvað það glampar fallega á glimmerið!






Ein sjúklega þreytt pía eftir svefnlausa nótt og lokaprófsmorgun. 
-------------------------------
Það sem ég notaði:


Inglot kinnalitir ~ Revlon ColorStay farði ~ L.A. Girl Glimmer ~ Lora augnskuggaprimer ~ Guerlain Maxi Lash ~ MAC Pro Longwear hyljari ~ Lorac Pro augnskuggapaletta ~ NYX kinnalitur í Taupe ~ MAC prep+prime í Neutralize ~ Maybelline eyeliner ~ e.l.f. eyebrow kit í dark ~ Stila Duo í Kitten

BTW Guerlain Maxi Lash er það besta sem hefur komið fyrir mig! Meira um það síðar.

Hvernig jólaförðun fýlið þið? 

Katrín María




Fallegir Jólapakkar

Ég bölva sjálfri mér í sand og ösku hver einustu jól, yfir að geyma jólagjafakaup þar til um miðjan desember. Ekki af því að það sé erfitt að finna gjafir fyrir alla korter í jól, heldur helst vegna þess að þegar maður á stóra fjölskyldu þá fer maður á hausinn ef maður ætlar að reyna að kaupa þetta allt í sama mánuði. Námsmanna lífið... (eða lífið á Íslandi bara?) 
Veskið hefur greinilega ennþá verið að emja síðan í desember á seinasta ári, því núna (LOKSINS!) fattaði ég þetta í tæka tíð og byrjaði að kaupa jólagjafir í ágúst. Mikið sem ég er glöð núna! Allar jólagjafir keyptar og inn pakkaðar, og meirihlutinn þeirra keyptur áður en desember gekk í garð. 

Ég vildi sýna ykkur hvernig ég pakkaði nokkrum þeirra inn, ekki að þetta sé einhver byltingarkennd hugmynd, alls ekki, þvert á móti held ég að þetta sé ansi vinsæl innpökkunaraðferð. Ég tek upp á þessu svona sum jól (ekki öll því þetta er mun meiri vinna en eðlilegt getur talist í jólagjafainnpökkun). Þessi jólin var það nefnilega svo að Maggi vildi endilega að ég tæki niður tímaritasíður, sem ég hafði hengt upp á vegg við snyrtiborðið mitt. Ég hafði nefnilega fært snyrtiborðið síðan ég hengdi myndirnar upp og í dag er íbúðin þannig upp sett að þessi litríki veggur var staðsettur í stofunni. Hann var lítið hrifin af þessu, enda íbúðin öll mjög stelpuleg fyrir, og þessar skvísur voru eiginlega að fylla mælinn. Ég gat svosem verið sammála um þetta væri svolítið druslulegt svona hálfhangandi, í misgóðu ástandi á veggnum- mér finnst bara svo tómlegt ef það er lítið á veggjunum í kringum mig! Eftir að hafa þrjóskast við í nokkra mánuði, leyfði ég honum loks að rífa þetta niður og ákvað að nota þetta til að pakka inn nokkrum pökkum. 

Mér finnst svona pakkar svo fallegir!





Það er fallegt að pakka inn í svo margt! Dagblöð, blaðsíður úr bókum, maskínupappír sem maður getur skreytt að vild og svona mætti lengi telja! Fljótlegasta leiðin er þó líklega gamli góði jólapappírinn á rúllum, enda fengu flestir pakkar slíkar umbúðir í þetta sinn. 

Katrín María


Óskalisit| Jól 2013

Jæja, kominn tími á enn einn jólaóskalistann! Trúi ekki að desember sé genginn í garð.
Þetta er svona hitt og þetta sem mér hefur dottið í hug seinasta mánuðinn eða svo, alltaf mikil pressa frá 
fjölskyldu og vinum um að skella þessum lista upp- ég vona að þið getið kanski fengið einhverjar hugmyndir í leiðinni um hvað ykkur langar í fyrir jólin :)
----------------------------->
Dior Rosy Glow kinnaliturinn- mikið fallegur!


Mig langar mikið að prófa eitthvað af þeim fjölmörgu Makeup Store vörum sem til eru, ég veit lítið um vörurnar þannig ég vissi ekki alveg hvað ég átti að setja á listann, en mér fannst meðal annars þessi Microshadow í Ruby mjög fallegur (ekki viss um að myndin sé 100% accurate) Annars hef ég mikinn áhuga á að prófa margt fleira frá þeim. 

Inglot svartur krem eyeliner- ég er orðin uppiskroppa með krem/gel eyeliner, vantar einn slíkan hið snarasta. Þeir fást t.d. í Inglot í Kringlunni, en einnig frá öðrum merkjum. Svo langar mig rosalega í Inglot snyrtivörur yfir höfuð! Hef bara ekki tíma í að kynna mér þær nákvæmlega akkúrat núna hvað þau bjóða uppá en langar mikið að prófa t.d. augnskuggana þeirra, meira af kinnalitunum og allskonar!

Mig langar í Bath&Bodyworks kerti!!! Veit að hægt er að fá þá á þessari íslensku facebook síðu. Ég er bara kertasjúk, þvílíkt sem ég klára af kertum í hverjum mánuði.


Ég myndi ekkert hata Coexist með The xx- gott í bílinn!



Mig vantar handáburði í líf mitt, þessi gjafakassi frá L'Occitane sem fæst á www.feelunique.com er þvílíkt girnilegur! Hef líka heyrt meiriháttar góða hluti um handáburðina frá þeim. 

Veit einhve hvort svona fæst á Íslandi? Mig vantar annan varalitahaldara, ég keypti minn á netinu, en var bara að borga fullmikið fyrir hann, miðað við verðmæti vörunnar. 
Ruby Woo varaliturinn frá MAC. 

Mig dauðlangar í þykka og djúsí ullarsokka!

MAC Fix+ bara svona því mig langar!
Mjúk og falleg rúmföt eru líka ofarlega á listanum. Elska ný rúmföt, mín eru öll að verða svo slitin. 


Mig langar svo í tóma Pro Palette frá MAC, svo ég geti farið að safna mér hægt og rólega MAC augnskuggum, bara mest til að kynna mér merkið og prófa mig eitthvað áfram í því. 

MAC pigment í litnum Vanilla (já þetta verður á öllum óskalistum að eilífu) haha. Á prufu af því sem ég elska, langar mikið í fulla stærð. 


Mig langar í Pink Friday ilmvatnið frá Nicki Minaj. Hef heyrt að það sé dýrlegt (og jafnvel líkt uppáhaldinu mínu frá TayTay Swift) Já ég sagði TayTay. Það má.

Wonderstruck- Enchanted; Ilmvatn númer tvö frá Taylor Swift eins og mörgum er kunnugt er fyrsta ilmvatnið mitt allra mesta uppáhald. Uppi eru þó sögusagnir um að þetta sé enn betra! Verð að eignast. 



Urban Decay Vice 2 palette- þessi paletta er með eindæmum falleg, bæði að utan og innan. Myndi fara safninu mínu vel. HEH.

One day soon verður þessi mín. Algjörlega óþarfi og örugglega full af litum sem ég á nú þegar, en ég SKAL koma höndum mínum yfir hana. Líklega ekki fyrr en árinu er lokið, en samt, sem fyrst. 


Þetta var allt sem mér datt í hug, listinn er hvergi nærri tæmandi og ég fer ekki í mál við þá sem ekki gefa mér eitthvað af þessum lista (örugglega ekki).

Annars snúast jólin fyrir mér mestmegnis um góðar stundir með yndislegun félagsskap (Cliché ég veit!). Get ekki beðið eftir að sameinast fjölskyldunni minni yfir hátíðarnar þar sem við knúsumst, kætumst og spilum frá okkur allt vit eins og okkur einum er lagið!

Katrín María