Týpísk Morgunstund

Ég er engin sérstök morgunpía.
Ég hef eiginlega verið meira fyrir að vaka á næturnar og skríða upp í rúm á morgnana þegar heimurinn fyrir utan fer að lifna við. Líklega því það er öruggara, ef maður sefur þegar allir aðrir vaka og vakir svo þegar aðrir sofa, þá þarf maður ekki að umgangast fólk.
Og út af ákveðnum ástæðum hafði ég náð að sannfæra mig um að mér þætti best að vera ein. En það er meiriháttar bull, ég veit það núna og hef svosem alltaf vitað það þó að hausinn á mér hafi reynt að sannfæra mig um eitthvað annað seinustu árin. Eeen það er saga fyrir heilt annað blogg sem ég er ekki viss um að ég vilji fara út í hér, allavega ekki strax.

Allavega, með smá hjálp og örlitlum viljastyrk hef ég lært hvernig ég eigi að fara að því að sofa og vaka á eðlilegum tímum. Ekki misskilja mig, það koma ennþá dagar þar sem ég fer ekki að sofa fyrr en í kringum 08°° á morgnana og stundum sef ég jafnvel ekkert. En í staðinn fyrir að það gerist á hverri nóttu gerist það kanski í mesta lagi 1-2 í mánuði.

Til þess að morguninn/dagurinn gangi upp, þarf hann að byrja svona:
- Það fyrsta og mikilvægasta er morgunmatur, venjulega er það ekki banani- heldur grænn sjeik. Aulinn ég gleymdi að taka ávextina mína úr frysti í gærkvöldi, en blandarinn minn býr ekki yfir nægum styrk til að blanda frosna ávexti og því verður að aflýsa sjeikblöndun ef það gleymist að taka þá úr frysti. Að auki voru allir hafrar íbúðarinnar á þrotum, svo grautur (sem er plan B) var ekki í boði heldur. 
- Annar mikilvægasti hluturinn er sjóðandi bolli af Earl Grey tei. Þú byrjar ekkert bara daginn án þess að fá þér te, það gengur bara ekkert upp. 
- Þriðji mikilvægasti hluturinn er svo að sjálfsögðu stórt glas af vatni (og þau skulu vera nokkur yfir daginn). Á myndinni sjáiði "Partýglasið", enda fásinna að drekka úr öðru en partýglasi þegar maður er nývaknaður. 

Restin af hlutunum á myndinni, þ.e. varasalvinn og Biopsychology bókin eru optional. Mér finnst voða gott að vera með mjúkar varir og skólabókin er bara hluti af lokaprófslærdómi sem mun taka upp allann minn tíma næstu 2 vikurnar. Ég er spennt!


Til að koma mér í lærdómsgírinn verð ég samt að horfa á eins og einn þátt á meðan ég drekk teið mitt. Þættirnir sem verða fyrir valinu eru venjulega 48 Hours, Vanished eða Solved (stundum læðist inn eins og einn Dr. Phil þáttur, ekki segja neinum). Ég hef s.s. mikinn áhuga á sönnum sakamálum. Málið um fréttaþuluna Jodi Husentruit sem hvarf 1995, og hefur enn ekki fundist, truflar mig mikið. Mér finnst "fimmtugi vinur" hennar frekar obsessive og er sannfærð um að hann eigi hlut að máli. Ef einhver ákveður að horfa á þáttinn má hann endilega koma með ályktanir í kommenti!

Ég er annars búin að tefja það að hefja lestur aðeins of lengi. Afsakið blogg-óskipulagið og skortinn á almennilegum "beauty-bloggum". Þau krefjast meiri tíma og skipulagningar, sem ég hef bara ekki mikið af svona á þessum seinustu metrum haustannarinnar. Vona á meðan að þið nennið að lesa þetta frjálsa flæði sem virðist koma upp úr mér þegar ég sest við tölvuna svona annað slagið. 

Kv. Cousin Itt


Katrín María


Andlit Laugardagsins| 23.11.13

Ég ætlaði að gera "Andlit helgarinnar" færslu en tók svo bara mynd af laugardagslúkkinu og gleymdi að mynda restina. Prófaruglið aaaalveg að taka mig í gegn greinilega.
En þið fáið allavega að sjá "brúna/appelsínugula smokey" laugardagsins. 


Það er líklega best að taka fram að það er nákvæmlega engin birta við snyrtiborðið mitt svona á veturna, svo ég mála mig í algjöru myrkri (að undanskyldum nokkrum ljósum sem skína dauflega inn um gluggann minn frá byggingunni á móti). Þannig ég tek ekki ábyrgð á lélegri blöndunarvinnu eða litasamsetningu svona yfir bláveturinn. Ég ætlaði t.d. ekki að ganga svona langt með appelsínubrúna litinn, en sá þegar ég komst í almennilega birtu að ég gekk af göflunum með þann lit. 


Annars fýla ég svona rauðan blæ sem og fjólubláan því það sýnir græna litinn í augunum mínum extra vel. Næst myndi ég kjósa að tóna lúkkið aaaðeins niður. Eða bæta meiri dýpt í ytra vaffið. 


Katrín María Gísladóttir



Afmælis| Nýtt

Eins og kom fram í bloggi um daginn, þá átti ég afmæli í október. Ég ætlaði að vera löngu búin að sýna ykku fallegu snyrtivörurnar sem ég fékk að gjöf- en ég hef átt erfitt með að gefa mér tíma í það.
Ég fékk reyndar allskonar annað fallegt, ekki einungis snyrtivörur, en ég vill ekki hafa bloggið of langt í þetta skiptið þannig ég ætla bara að deila með ykkur snyrtivörunum að þessu sinni. 


Ég fékk tvo af nýju Dior Rouge litunum úr haust/vetrar-línu Dior.
Sá ljósi heitir Mazette (028), búin að horfa löngunaraugum á hann dag eftir dag síðan þeir komu út og var með testerinn á mér á hverjum degi í vinnunni- svo þetta var kærkomin viðbót í safnið! Þessi hægra megin heitir Mysterious Mauve (786), hann er sjúklega fallega fjólublár- fullkominn haustlitu og mig bráðvantaði akkúrat svona lit í safnið, enda á ég engan í líkingu við hann (valdi hann sjálf í skiptum fyrir annað sem ég fékk en taldi mig ekki koma til með að nota).

Chanel Illusion d'Ombre long wearing eyeshadow í litnum Fantasme. Ég valdi þessa vöru einnig í skiptum fyrir aðra Chanel vöru sem ég fékk og taldi mig ekki koma til með að nota. Mig er búið að langa lengi í þennan "krem-augnskugga" þetta er meira eins og pressed pigment, og af öllum litum sem eru í boði er þessi mest eins og top coat, frekar en þéttur augnskuggi. Mig langaði bara svo rosalega í hann því það er svo ótrúlega fallegt glimmer í þessu (sem sést ekki á mynd) sem glansar svo fallega- og ég lendi svo oft í því að vera komin með geggjað lúkk en finnst svo vanta aðeins meiri glans og glamúr. Ég vill svo ekki alltaf hafa fyrir því að þjappa chunky glimmeri yfir lúkkin, og því er þetta fullkomið- létt, helst lengi og bætir sjúklega fallegu glimmeri yfir lúkk án þess að breyta litnum á því. 

Le Blush Créme de Chanel- krem kinnalitur í litnu Révélation (63). Sjúklega fallegur kinnalitur sem er svo einstaklega auðvelt að vinna með. Er sjúk í kremkinnalitina frá Chanel, formúlan er svo einstaklega meðfærileg og falleg. 

------------------------------
Þá eru upptaldar þær snyrtivörur sem ég fékk í afmælisgjöf, en eftirfarandi tvær vörur fékk ég gefinst þegar ég sótti Guerlain kynningu með vinnunni fyrr í vikunni. 

 Guerlain Maxi Lash maskari- margumtalaður og víst með þeim betri frá Guerlain (að margra mati). Ég á enn eftir að prófa hann, tími ekki að opna hann alveg strax- en hlakka til!

La Petite Robe Noire ilmvatnið frá Guerlain- "Little Black Dress". Getum við fyrst bara dáðst að umbuðunum og þemanu- þvílík listfengni! Þetta verður nú að teljast til dýrasta og fínasta ilmvatns sem ég hef átt, aðeins fullorðinslegra en ég er vön, en mér líkar lyktin vel. Er svona hægt og rólega að falla fyrir henni, þó ég sjái yfirleitt ekki strax hvort ilmvötn fari mér eða ekki. Aðeins dýpri lykt en ávaxtakokteilarnir sem maður er vanur! 
Af Guerlain síðunni um ilminn: "My fragrance is an embroidery of the most beautiful "black" notes of perfumery: black cherry, black rose, patchouli and black tea."

------------

Katrín María




Naked 3 frá Urban Decay| Staðfest

Ónei...
Nú "neyðist" maður til að bæta enn einni Naked augnskugga palettu í safnið.
Það er reyndar ekkert nema jákvætt- allavega að mínu mati. Aldrei of mikið af Nakedness í safninu.

Urban Decay birti þetta myndband í gær. Þar sem þeir færa þær fréttir að Naked 3 sé væntanleg í náinni framtíð.

Myndir víðsvegar af netinu:









Katrín María
Glimmer og Gleði