Gestablogg| Júlíana Haraldsdóttir

Júlíana vinkona mín gerðist svo elskuleg að skella í gestablogg fyrir síðuna, hún er auðvitað heiðursgestur hér þar sem hún var einu sinni annar tveggja bloggara á Glimmer og Gleði. 

Hún skellti í fallegt og fljótleg haustlúkk.
Það er aldeilis viðeigandi þegar tekið er að myrkva og kólna á landinu okkar.
Einn augnskuggi, einn varalitur- gerist ekki mikið fljótlegra- en er að sama skapi haustlegt og seiðandi.





Augu
- Primer
- Dökk brúnn augnskuggi úr þriggjalita palettu frá NYX
- NYX Jumbo blýantur í Black Bean
- Telescopic maskari frá Lancome

Andlit
- Wake me up foundation frá Rimmel London
- Stay Matte púður frá Rimmel London
- Sleek Contour&Highlight duo

Varir
- Perfect Plum frá Maybelline


Meiriháttar- tilvalið fyrir fólk á hraðferð sem vill gera eitthvað extra!

Minni á að hver sá sem hefur áhuga má hafa samband við mig og er meira en velkomið að vera með gestalúkk. Það væri rosa gaman- ef einhver þorir :)
Ég hef meira gaman af því að líta á Glimmer & Gleði sem lítið samfélag, frekar en að þetta sé bara ég að þykjast vera viskubrunnur.
Ég veit fátt skemmtilegra en það þegar það myndast umræður í kommentunum hjá mér þar sem fólk er að spjalla saman, gefa hvoru öðru ábendingar og segja sínar skoðanir/ upplifanir á hlutunum. Meira svoleiðis! 

Katrín María 


Fall Makeup Inspiration

Innblástur fyrir haustið.
















Kata


Að nýta púður-afganga| DIY

Sælt veri fólkið!
Könnumst við ekki öll við að nota púður alveg þar til ekkert er eftir nema hliðarnar, þá gefst maður fljótlega upp og ég að minnsta kosti- kaupi nýtt.
Þetta á þá sérstaklega við um ódýr púður, eins og Rimmel Stay Matte sem er eitt af mínum uppáhalds, það er bara svo freistandi að splæsa alltaf í nýtt þegar þau gömlu eru orðin nánast ónothæf því þau eru svo ótrúlega ódýr. Ég hendi samt aldrei dollunum (alltaf svona ef eitthvað kæmi upp á... ef væri að nálgast heimsendir og mig sárvantaði púður en gæti ekki keypt nýtt... ef ég týndi aðal púðrinu mínu og væri í aðstæðum sem krefðust þess lífsnauðsynlega að ég notaði andlitspúður, þá gæti ég allavega skrapað upp afganginn úr gömlum dollum). Og þið vitið... allar þessar hræðilegu aðstæður sem í fyrsta lagi munu aldrei renna upp og í öðru lagi eru ekkert hræðilegar. Ég held að andlitspúður eigi seint eftir að bjarga lífi mínu. 


En það er engu að síður frábær hugmynd, ef maður er þessi týpa sem klárar aldrei alveg úr dollunni, að henda þeim ekki- heldur geyma þær þar til maður á nóg til að búa til "nýtt" púður! 

Svona skal fara að:

1. Safnið púðurafgöngunum ykkar saman á einn stað.
2. Brjótið þau upp úr dollunni.
3. Setjið púðurbitana í ílát (t.d. glas)
4. Myljið/hrærið púðrið þar til það verður að dufti.

5. Hellið svoltið af e.l.f. daily brush cleaner útí og hrærið saman þar til þið fáið einskonar mauk.
6. Setjið maukið í eina af gömlu dollunum.
7. Leggið efnisbút yfir dolluna (best ef það er einhverskonar koddaver/sængurver eða þessháttar. Þrýstið mjög vel ofan á maukið með einhverju flötu sem passar nokkurn veginn akkúrat ofan í dolluna, leyndarmálið er að þjappa nógu vel, svo það haldist vel saman. (Mæli með að setja klósettpappír/eldhúspappír ofan á efnisbútinn áður en þrýst er niður, þetta hjálpar til við að drekka upp allan auka vökva, og hraðar þannig þornunar-ferlinu).


Látið standa í 2-5 klst (fer eftir alkóhómagni í vökvanum sem þið notið, því meira alkóhól, því hraðar þornar púðrið). Ég nota e.l.f. daglegan burstahreinsi því hann þornar hratt (út af alkóhóli) og er ekki agressífur á húðina, þar sem hann er auðvitað ætlaður á áhöld sem notuð eru á andlit). 

Og voila! Full dolla af auðnýtanlegu púðri :) 


Katrín María
Glimmer & Gleði á facebook!

Inspiration vol.1

Sumt er svo fallegt. Ég elska Tumblr.





















Borgin

Stundum þurfa smábæjarstúlkur eins og ég að kíkja í borgina- sem ég viðurkenni fúslega að hræðir mig með öllu sínu fólki, byggingum og umferð!
En það er rosa gaman að kíkja annað slagið- þá sérstaklega til að heimsækja þá sem manni þykir vænt um sem maður hittir of sjaldan.
Því miður er stoppið venjulega alltof stutt svo maður nær ekki að hitta nema fjórðung af þeim sem maður vill :( Í kortunum hjá mér er að plana minnst vikulanga ferð í náinni framtíð svo ég geti farið og hitt og heimsótt alla sem mig langar! Vona að það verði úr því.

Nokkrar myndir frá helginni (Líkar ykkur svona blogg í bland við bjútýbloggin? Endilega látið mig vita):
Sæti á Roadhouse

Og uppáhalds Júlíana

Empire State

Spil og bjór með vinum

Morgunkúr með gullinu mínu sem ég hitti allt of sjaldan

Ánægður með ógeðs-gjöfina frá Kötu


Strákar í kósýfötunum við pizzabakstur


Meira spilerí og meiri bjór

Yndislegu bræður mínir


Hlakka til næstu borgar-heimsóknar... hver veit, einn daginn gæti ég þorað að flytja þangað?

- Katrín María
Glimmer og Gleði



Uppáhalds| Ágúst 2013

Komið er að ágúst uppáhalds bloggi (og líklega nokkrum öðrum uppáhalds bloggum í viðbót- en það er önnur saga).
Það eru nokkrar vörur sem hafa verið ómissandi seinasta mánuðinn, og flestar þeirra eiginlega bara í allt sumar!
Það er auðvitað týpískt að um leið og vetrarkvíðinn fer að hríslast um mig fer ég að reyna að sefa hugann með því að gera eitthvað sem ég hef gaman af og róar mig niður eins og að blogga (allt annað en að læra allavega, eins og venjulega). Sem er gott og vont! Gott fyrir sálina (og ykkur!) en vont fyrir námið.
En að skemmtilegheitunum!
--------------
Andlit-grunnur: 


1. MAC Prep+prime fortified skin enhancer í Neturalize: Nota þessa vöru sem primer á hverjum einasta degi- tek eftir því um leið og ég sleppi þessu hvað ásetningin á meiki verður ekki jafn falleg. 
2. MAC Pro longwear concealer- þessi var búin að vera á óskalistanum ótrúlega lengi- enda mikið hype-aður á youtube fyrir að vera crease free og þekja vel. Sem er satt! Minn er extra ljós svo hann virkar bæði sem highlighter OG hann þekur baugana mína! 
3. Beauty Blender- Keypti tvo slíka í pakka í vor enda must fyrir meiköpp sjúka að prófa þennan pínkulitla súper hype-aða svamp- er mjög ánægð með hann! Maður getur fengið alveg flawless áferð með honum, en það skal tekið fram að hann virkar ekki með öllu meiki- mér finnst hann bestur í þyngri og meira þekjandi meik. Hann er hinsvegar eðal í að blanda hyljara inn í húðina :) 
4. Chanel Vita Lumiére Aqua- Mitt allra allra uppáhalds meik- líklega frá upphafi. Ég reyndar skipti um skoðun endalaust, en ég er nokkuð ákveðin í að þetta sé allavega Top 3. Og ég hef notað lítið annað seinasta mánuðinn. Stærsti gallinn: Það kostar í kringum 9.000 ISK hahah... Liquid Gold. En það er eins og silki, blandast fullkomlega inn í húðina og er mjög náttúrulegt- líka létt þekja eins og mér finnst best svona day to day. 

Augu:


1. Estée Lauder Sumptuous Extreme maskari: Elskaði þennan þegar ég prufaði hjá mömmu- varð svo fyrir smá vonbrigðum eftir að ég keypti mér hann, en eins og með alla aðra maskar (og ég ætti að vera farin að læra þetta) þá varð ég yfir mig hrifinn af honum eftir að hann hafði fengið að þorna aðeins í 2-3 vikur. Tekur smá tíma að byggja upp- en er algjörlega þess virði. Sumum þykir hann samt aðeins of þurr- en ef það er eitthvað sem ég hef lært í sumar er það að smekkur manna á maskörum er óendanlega misjafn. I like it!
2. MAC pigment í Vanilla- ég fékk senda prufu af þessu pigmenti og þetta er hands down fullkomnasti highlighter sem ég hef prófað í augnförðun- algjörlega veik. Verð að komast Í MAC til að kaupa fulla stærð af þessu. Makes the look! 
3. Naked Basics- fæ ekki nóg af þessari palettu, gæti þurft að kaupa mér aðra því ég er komin ansi langt með nokkra af skuggunum í henni. Fullkomin stærð, fullkomnir litir fyrir dagsdagleg lúkk sem og tveir litir sem gætu hjálpað manni að dýpka lúkkið yfir í næturförðun. All a girl needs! 
4. E.L.F. eyebrow kit í dark- Veit ekki hversu lengi þetta hefur verið í uppáhaldi til að setja upp augabrúnirnar á morgnana, mjööööög lengi. Fæ ekki nóg af þessu, allt sem maður þarf á svona líka frábæru verði. 

Andlit- yfirborð:


1. Inglot kinnalitir- Minn allra uppáhalds er númer þrjú í þessari palettu. Ég hélt hann yrði alltof dökkur fyrir mig, en hann er minn allra uppáhalds af öllum þeim sem ég á í augnablikinu. Endist líka ótrúlega vel. Hlakka mikið til að gera fleiri tilraunir með Inglot vörur- þar sem þær eru jú komnar í sölu á Íslandi mér til mikillar gleði! 
2. Soleil Tan De Chanel- Krem/köku bronzerinn sem allir eru búnir að vera að missa vatnið yfir seinustu árin. Ég elska hann, sérstaklega á þeim dögum þar sem ég vill aðeins náttúrulegra lúkk því það er svo auðveld að blanda hann inn í húðina og stjórna því algjörlega hversu áberandi hann er. Bæði hægt að setja hann undir og yfir meikið svo möguleikarnir eru endalausir (allavega tveir...). 
3. Stila highlighter duo í Kitten- Er sjúk í ljósari hliðina af þessum highlighter- ótrúlega fallegur. Nota hann svona nánast á hverjum degi, en er að reyna að spara hann- sérstaklega þar sem hann er brotin og eyðist þar af leiðandi mun hraðar. 
4. Naked Flushed- Þessi hefur verið snilld þegar ég er að ferðast- svo þægilegt að vera með bronzer, kinnalit og highlighter allt í einni palettu. Fínt að stinga þessu í snyrtitöskuna til að spara pláss en litirnir eru líka svo fallegir og henta öllum árstíðum.