Komið er að ágúst uppáhalds bloggi (og líklega nokkrum öðrum uppáhalds bloggum í viðbót- en það er önnur saga).
Það eru nokkrar vörur sem hafa verið ómissandi seinasta mánuðinn, og flestar þeirra eiginlega bara í allt sumar!
Það er auðvitað týpískt að um leið og vetrarkvíðinn fer að hríslast um mig fer ég að reyna að sefa hugann með því að gera eitthvað sem ég hef gaman af og róar mig niður eins og að blogga (allt annað en að læra allavega, eins og venjulega). Sem er gott og vont! Gott fyrir sálina (og ykkur!) en vont fyrir námið.
En að skemmtilegheitunum!
--------------
Andlit-grunnur:
1. MAC Prep+prime fortified skin enhancer í Neturalize: Nota þessa vöru sem primer á hverjum einasta degi- tek eftir því um leið og ég sleppi þessu hvað ásetningin á meiki verður ekki jafn falleg.
2. MAC Pro longwear concealer- þessi var búin að vera á óskalistanum ótrúlega lengi- enda mikið hype-aður á youtube fyrir að vera crease free og þekja vel. Sem er satt! Minn er extra ljós svo hann virkar bæði sem highlighter OG hann þekur baugana mína!
3. Beauty Blender- Keypti tvo slíka í pakka í vor enda must fyrir meiköpp sjúka að prófa þennan pínkulitla súper hype-aða svamp- er mjög ánægð með hann! Maður getur fengið alveg flawless áferð með honum, en það skal tekið fram að hann virkar ekki með öllu meiki- mér finnst hann bestur í þyngri og meira þekjandi meik. Hann er hinsvegar eðal í að blanda hyljara inn í húðina :)
4. Chanel Vita Lumiére Aqua- Mitt allra allra uppáhalds meik- líklega frá upphafi. Ég reyndar skipti um skoðun endalaust, en ég er nokkuð ákveðin í að þetta sé allavega Top 3. Og ég hef notað lítið annað seinasta mánuðinn. Stærsti gallinn: Það kostar í kringum 9.000 ISK hahah... Liquid Gold. En það er eins og silki, blandast fullkomlega inn í húðina og er mjög náttúrulegt- líka létt þekja eins og mér finnst best svona day to day.
Augu:
1. Estée Lauder Sumptuous Extreme maskari: Elskaði þennan þegar ég prufaði hjá mömmu- varð svo fyrir smá vonbrigðum eftir að ég keypti mér hann, en eins og með alla aðra maskar (og ég ætti að vera farin að læra þetta) þá varð ég yfir mig hrifinn af honum eftir að hann hafði fengið að þorna aðeins í 2-3 vikur. Tekur smá tíma að byggja upp- en er algjörlega þess virði. Sumum þykir hann samt aðeins of þurr- en ef það er eitthvað sem ég hef lært í sumar er það að smekkur manna á maskörum er óendanlega misjafn. I like it!
2. MAC pigment í Vanilla- ég fékk senda prufu af þessu pigmenti og þetta er hands down fullkomnasti highlighter sem ég hef prófað í augnförðun- algjörlega veik. Verð að komast Í MAC til að kaupa fulla stærð af þessu. Makes the look!
3. Naked Basics- fæ ekki nóg af þessari palettu, gæti þurft að kaupa mér aðra því ég er komin ansi langt með nokkra af skuggunum í henni. Fullkomin stærð, fullkomnir litir fyrir dagsdagleg lúkk sem og tveir litir sem gætu hjálpað manni að dýpka lúkkið yfir í næturförðun. All a girl needs!
4. E.L.F. eyebrow kit í dark- Veit ekki hversu lengi þetta hefur verið í uppáhaldi til að setja upp augabrúnirnar á morgnana, mjööööög lengi. Fæ ekki nóg af þessu, allt sem maður þarf á svona líka frábæru verði.
Andlit- yfirborð:
1. Inglot kinnalitir- Minn allra uppáhalds er númer þrjú í þessari palettu. Ég hélt hann yrði alltof dökkur fyrir mig, en hann er minn allra uppáhalds af öllum þeim sem ég á í augnablikinu. Endist líka ótrúlega vel. Hlakka mikið til að gera fleiri tilraunir með Inglot vörur- þar sem þær eru jú komnar í sölu á Íslandi mér til mikillar gleði!
2. Soleil Tan De Chanel- Krem/köku bronzerinn sem allir eru búnir að vera að missa vatnið yfir seinustu árin. Ég elska hann, sérstaklega á þeim dögum þar sem ég vill aðeins náttúrulegra lúkk því það er svo auðveld að blanda hann inn í húðina og stjórna því algjörlega hversu áberandi hann er. Bæði hægt að setja hann undir og yfir meikið svo möguleikarnir eru endalausir (allavega tveir...).
3. Stila highlighter duo í Kitten- Er sjúk í ljósari hliðina af þessum highlighter- ótrúlega fallegur. Nota hann svona nánast á hverjum degi, en er að reyna að spara hann- sérstaklega þar sem hann er brotin og eyðist þar af leiðandi mun hraðar.
4. Naked Flushed- Þessi hefur verið snilld þegar ég er að ferðast- svo þægilegt að vera með bronzer, kinnalit og highlighter allt í einni palettu. Fínt að stinga þessu í snyrtitöskuna til að spara pláss en litirnir eru líka svo fallegir og henta öllum árstíðum.