Uppáhalds| Apríl 2013

Hæhó!
Jæja, aðeins rétt rúmar tvær vikur síðan ég gerði Mars uppáhalds, en ég vil bara halda mig við planið og skelli því inn nýju uppáhaldsbloggi núna :)
Það vill til að ýmislegt hefur bæst í safnið mitt síðan ég gerði seinasta uppáhaldsblogg og þó ég sé sjálf engin sérstakur fylgjandi þess að fólk setji snyrtivörur í uppáhalds bloggin sín sem það er bara nýbúið að fá og ekki búið að prufukeyra almennilega, þá eru samt nokkrir af nýju hlutun sem ég er alltaf að teygja mig í, síendurtekið- og því finnst mér alveg í lagi að segja ykkur frá þeim.



Ég á reyndar ennþá eftir að leika mér almennilega með mikið af nýja dótinu, en hérna er svona það helsta sem hefur veirð í uppáhaldi- ásamt öðrum vörum sem ég hef átt lengi og verið að enduruppgötva seinasta mánuðinn!


e.l.f. baked blush í litnum pinktastic- Þessi er nýr og ég hef verið að nota hann undanfarið sem highlighter og hann er óendanlega fallegur! Svona kampavíns-shimmer með bleikri slikju. Kemur rosalega vel út! 

Maybelline Color Tatto í litnum Tough as Taupe- hef verið að skella þessum yfir allt augnlokið þegar ég er á hraðferð... setur smá svona yfir allt augnlokið- tekur svo blöndunarbursta og blandar örlítið út á við, setur smá eyeliner og þá er maður eiginlega komið með einfalt smokey á innan við mínútu. Toppnæs!

NYX Push-Up Bra For Your Eyebrow- hef verið að nota húðlitaða endann á þessu á neðri vatnslínuna, opnar augun og lætur mann virðast meira vakandi, sérstaklega gott þegar maður er með sumarpirring í augunum og þau eru rauð. Ekki jafn harsh og snæhvítur eyeliner. Upprunalega er þetta ætlað sem augnbrúna highlighter - en virkar í hvað sem er :) 

Rimmel Max Volume Flash- var alls ekki hrifin af þessum þegar ég fékk hann fyrst, en það er eins og með flesta aðra maskara- ég fýla þá aldrei almennilega fyrr en þeir hafa fengið að þorna í nokkrar vikur. Og nú finnst mér þessi snilld, veitir svona náttúrulegt look- fínt þegar maður vill ekki of dramatískt lúkk og er hálf-ómálaður. 

NYX Round Lipstick í litnum Indian Pink- Þessi er nýr og ég er sjúk í hann! Ótrúlega fallegur Nude-peachy bleikur! Geðveikt auðveldur í notkun og low maintenance, líka ótrúlega fallegur fyrir sumarið, meira muted og low key þannig að hann er einmitt flottur fyrir þá sem eru að pota sér í átt að skærari litunum en vilja byrja smátt :)

Lioele Triple The Solution BB kremið- Alltaf kemur þessi elska til baka! En ég hef undanfarið verið að nota Borjouis meikið mitt svo mikið og BB kremið hefur svona aðeins setið á hakanum á meðan. En svo fór ég að nota það aftur og mundi auðvitað samstundis afhverju ég notaði ekkert annað í um það bil ár! Sérstkaklega fínt ef við förum eitthvað að detta inn í sumarið á næstunni!

Revlon naglalakk í litnum Jaded- ótrúlega fallegur myntugrænn sem ég er eiginlega búin að vera sjúk í síðan fyrir páska! Búin að eiga það í 2-3 ár en er bara nýfarin að nota það eitthvað að viti, ennþá eins og nýtt og liturinn er svo fallegur- grípur alltaf athygli manns þegar hann er á nöglunum!

Real Techniques contour burstinn- nota þennan í e.l.f. HD púðrið mitt til að setja yfir baugahyljara undir augunum. Svo fullkominn í þetta verk, kemur fallega út og minnkar "hrukkumyndun" af völdum hyljarans undir augunum. Gott að hafa svona minni bursta sem passar almennilega undir augun til að þjappa púðrinu vel yfir hyljarann!




Hver var ykkar uppáhalds snyrtivara seinasta mánuðinn?
Endilega segið frá!

- Katrín María 



Neglur dagsins| 29.apríl 2013

Fínt að nýta tækifærið þegar maður hlustar á fyrirlestra fyrir prófin í að lakka neglurnar og dunda sér eitthvað (multi-tasking at it's finest)

Gerði í gærkvöldi heimsins ljótasta manicure, og ákvað að deila með ykkur.
Gerði þetta fríhendis með hvítu lakki frá China Glaze og svo undir og yfirlakki. Setti svo gyllt á "accent" fingurinn á hægri hönd og eitthvað major bling á vinstri höndina (sem er ekki alveg að gera sig, og breytti þessu úr ágætis manicure-i yfir í heimsins ljótasta)... Æfingin skapar meistarann og allt það!!


Mig vantar allskonar verkfæri og fíneri til að gera alvöru töffaralegt manicure í 3D!
Stay tuned (gæti tekið nokkur ár) heeeheee.

Ást til ykkar allra (og aukaást til þeirra sem eru að detta í lokapróf<3)

- Katrín María
Glimmer og Gleði!

Andvökunótt #3

Jæja þið þekkið þetta, andvökunætur gera lítið annað en að stressa mann upp og láta mann hugsa meira en manni er hollt.
Þá er um að gera, í staðinn fyrir að liggja uppi í rúmi og vorkenna sér, yfirstressast og finna kvíðan hríslast um sig, að fara fram úr og dreifa huganum. Maður er hvort sem er líklega ekkert að fara að sofna í bráð.
Það besta sem ég geri til að dreifa huganum er að mála mig, prófa eitthvað nýtt eða dunda mér eitthvað með snyrtivörurnar mínar.
Og það gerðist í nótt, ætlaði að sýna ykkur útkomuna... og einhverjum gæti fundist þetta sóun á snyrtivörum eða tíma yfir höfuð, en ég set ekki verð á geðheilsuna og ef að tilgangslaus snyrtivörueyðsla hjálpar mér að viðhalda andlegri vellíðan er það lítil fórn :)

Og já ég er með rautt hár! Var svo klár að kaupa vitlausan lit haha :)

Allt sem ég notaði: Var að leika mér með e.l.f. augnskuggana mína sem ég geri of sjaldan. Fjórskuggapalettan er heavily pigmented! 






Ohh ég vildi að það sæist hvað blái augnskugginn í miðjunni er fallegur! Hann er svona marglitaður eftir því hvernig ljósið fellur á hann, blár/bleikur/fjólublár/hvítur einhvernveginn :)

Nenniði að koma með hugmyndir af litasamsetningum í kommentum? Má vera challenging! Vantar svo hugmyndir og langar að prófa eitthvað klikkað og krefjandi :D 

- Katrín María


Makeup Haul gleði! (Fullt af nýju!)

Hæhó!
Í dag var aldeilis fagnaðardagur hjá mér, ég fékk nefnilega risa pakka, stútfullan af snyrtivörum!
Það er ekki frásögufærandi nema hvað að hann er frá henni Sigrúnu, sem ég kynntist í gegnum bloggið en hún hefur verið traustur lesandi og við spjöllum svoltið saman í gegnum mail, enda báðar forfallnir snyrtivörusjúklingar og deilum svipuðum skoðunum í þessum efnum! Hún sendi mér um daginn pakka með allskonar flottum vörum sem ég var búin að sýna ykkur.
Við vorum svo að spjalla um daginn og ég ákvað að kaupa nokkrar vörur af henni sem ég var spennt fyrir og hún var að reyna að losa sig við.
Allt í góðu með þetta, ég var rosa spennt yfir öllu saman! Svo opnaði ég pakkann og þar var bara heellingur af fallegum snyrtivörum!! Það má segja að ég hafi borgað andvirði kanski tveggja eða þriggja vara úr pakkanum, og svo gaf hún mér heeeelling í viðbót!



Og ég verð að sýna ykkur, er svo aaallt of spennt yfir þessu öllu saman, fyrir utan að ég veit að margar/mörg ykkar hafa gaman af svona "nýtt í safninu" bloggum.

Tropi Coral settið frá Benefit! Er búin að bíða heila eilífð eftir að prófa highbeam og eitthvað af "tint-unum" frá Benefit. Í þessu setti fæ ég svo hinn víðsfræga kinnalit Coralista og svo gloss sem lyktar eins og nammi. Hlakka svooo til að leika mér með þetta!

NYX Matte Bronzer- Þessi er búinn að vera ofarlega á óskalistanum allt of lengi, hef enn ekki tímt að splæsa í hann, alltaf eitthvað sem gengur fyrir en mikið er ég fegin að eiga hann loksins. Kem til með að nota hann til að skyggja (contouring). Hann er mjög dökkur og alveg mattur, geggjaður!

NYX Mosaic Powder- Ótrúlega fallegur kaldtónaður highligter, er hress með hvað þessi sending breikkaði highlighter safnið mitt, get farið að prófa allskonar fallegt til að fá "glow" í andlitið, veitir ekki af fyrir sumarið!

Hellingur af NYX round lipsticks! Nú er ég komin með ansi gott safn af þessum varalitum, finnst þeir svooo fallegir. Hlakka til að sporta einhverjum af þessum skæru og sumarlegur litum í sumar :) Fig, Spellbound, Blush, Indian Pink og Stella eru nú ansi sumarlegir!

Mögulega það svalasta í snyrtivörusafninu mínu í dag! Lioele L'Cret Miracle Magic Lipstick í litnum Fresh Green. Sjúklega flottur varalitur í fallegum umbúðum frá Lioele, hann er grænn að sjá en þegar maður setur hann á varirnar verður hann svona dökk-berjableikur- ótrúlega fallegur og helst sjúklega lengi á. Eitthvað mjööög spennandi við hann haha! Verð að eignast fleiri svona töfraliti!

Sigma Eyeshadow Base í litnum Persuade- hef beðið lengi eftir því að prófa augnskuggagrunnana "nýju" frá Sigma. Langaði mest af öllum í Persuade því ég á engan svona húðlitaðan grunn og þessi er víst dupe fyrir Painterly paint pot frá MAC. So far so good! Hlakka til að leika meira með hann. Elska líka pakkninguna þó hún sé chunky. 

L'Oréal Color Infallible augnskuggi í litnum Sassy Marshmallow- ótrúlega fallegur blár/hvítur duo-chromaður augnskuggi, held hann sé sjúkur í svona basic svörtu smokey. Vildi að ég ætti endalausan pening, því mig langar að öllu gríni slepptu í alla litina í þessari línu, þeir eru svo fallegir!

Makeup Geek gel eyeliner í litnum Amethyst- ótrúlega fallegur "pomegranate" fjólublár. Held hann sé sjúkur með gylltum augnskugga! Þarf líka að fara að bæta Makeup Geek vörum í safnið mitt (fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er þetta merki frá einni youtube-gúrú- skvísu, henni Marlenu og hún er með ótrúlega mikið af fallegum, ódýrum augnskuggum sem eru víst í sömu og stundum betri gæðum en MAC. Endilega googlið og sækið ykkur upplýsingar- hún er svo ótrúlega dugleg!

Stila Smudge Pot í litnum Kitten- Þessi litur er svo fallegur, minnir mig bara á brúðkaup! En þetta er s.s. augnskuggagrunnur, sé fyrir mér að þetta sé fallegt í einföld everyday look með ljósbrúnni skyggingu. Hlakka til að prufa!

Urban Decay Primer Potion- Við vitum öll að þetta er með þeim frægari og betri augnskuggagrunnum í heiminum í dag. Enda þrusugóður. Ég á einmitt engann í augnablikinu (þar sem minn rann út) þannig þetta var vel þegin viðbót í safnið. Sérstaklega þar sem ég klára augnskuggaprimer eins og ég veit ekki hvað!

NYC Sun'n'Bronz- bronzer sem virðist vera ótrúlega fallegur til að highlighta! Hlakka til að nota hann í sumar þegar ég verð búin að næla mér í smá tan!

e.l.f. baked kinnalitir í litunum Pinktastic, Rich Rose, Passion Pink, Peachy Cheeky og baked bronzer í St. Lucia. Mér finnst þeir mjög fallegir, á eftir að prófa þá á andlitinu á mér en ég er strax búin að sjá ansi flotta highligjt liti sem og fallegt "flush" fyrir kinnarnar. Held að þetta verði falleg blanda fyrir sumarið, fyrir utan að þeir eru líka örugglega flottir sem augnskuggar!

e.l.f. baked augnskuggar í litunum Enchanted, Burnt Plum, Toasted og Pixie- Hlakka til að leika mér aðeins með þessa, prófa þá á mismunandi grunnum og svona!

NYX Jumbo blýantar í litunum Cottage Cheese, Iced Mocha, Knight, Black Bean, Sparkle Nude og Gold. Augnskuggagrunnarnir umtöluðu frá NYX- ég er náttúrulega sjúk í mína sem ég átti fyrir, langt komin með þá alla og er ekkert lítið spennt að leika mér með þessa. Ótrúlega fallegir litir!

NYX varablýantar í litunum Hot Red, Ever, Nude Pink, Nectar, Peekaboo Neutral og Natural. Ég sem átti fyrir nokkrum vikum ekki einn einasta varablýant bý nú yfir ansi myndarlegu safni svo ég get skellt mér í hvernig varalitalúkk sem mér dettur í hug! :D 

e.l.f. Mineral Eye Liner í litnum Midnight og NYX Skinny Black Liner. 

Og að lokum Rimmel varalitur í Nude Pink!

Síðast en ekki síst fékk ég tvö e.l.f. eyebrow kit sem ég gleymdi að taka mynd af (og ég var akkúrat að klára mitt, heppni að ég var ekki búin að kaupa nýtt!) Og svo fékk ég NYX matte round lipstick líka.. Gleymdi að taka mynd. Svo kom meirihlutinn af þessu í leðurtösku fyrir bursta frá Sedona Lace! Stærsta og flottasta bursta taska sem ég hef átt, sem mig sárvantaði því ég er alltaf með burstana útum allt þegar ég er að ferðast milli landshluta.


Ég er vægast sagt að tapa mér úr gleði og spenningi yfir að prófa allar þessu nýju gersemar.
Verð að þakka Sigrúnu enn og aftur (þó ég sé, eins og hún veit, í stökustu vandræðum með að þakka almennilega fyrir mig) er mest bara orðlaus! Hahah! Aðeins snyrtivörusjúk... það má.

- Katrín María
Glimmer og gleði á facebook!

Smá Sunnudagsgaman!

Jájá gamla skellti í eitt fjólublátt og fallegt áður en haldið var í sunnudagssteikina hjá mági og svilkonu á  Sunnudagskvöldið.
Neinei svosem ekki... þetta var meira svona lærdómspása Sunnudagsins. Það róar ekkert taugarnar eins og að skvetta smá málningu í andlitið á sér!




Kom bara helvíti fínt út! Svona peachy/purple dæmi!
Hvað finnst ykkur?

- Katrín María
Glimmer og gleði á facebook!

Uppáhalds| Mars 2013

Já halló! Veit ekki hvort þið munið eftir mér, en ég rek þetta elsku blogg.
Afsakanalistinn:
- Páskarnir einkenndust af nokkursskonar alkóhól-baði (lítið bloggað í gegnum drykkjuna/þynnkuna)
- Daginn sem ég kom heim eftir páska varð ég fárveik og steinlá í um viku.
- Vaknaði svo upp við vondan draum úr veikindum og áttaði mig á að öll verkefni annarinnar skulu komast til skila á einhverjum tveggja vikna tímaramma.
- Þá fór vika í að leyfa frestunaráráttunni að njóta sín, en það gefst auðvitað engin tími til að blogga þegar maður er á fullu að fresta lærdómnum.
- Svo tók pressan við og verkefnin eru farin að skila sér eitt af öðru, þó nokkur séu að vísu eftir.
- Næst á dagskrá: Lokapróf með öllu tilheyrandi.

Fann mig knúna til að skella inn einu bloggi svona á milli stríða. Og hvað er betra en hálfum mánuði of seint uppáhaldsblogg? Fátt.
--------------------------------------------------------

Fjúh! Þá er það frá! Uppáhalds vörurnar mínar í mars voru eftirfarandi:
Lorac Pro palettan- Er búin að nota hana óspart síðan ég eignaðist hana. Algjört himnaríki að blanda þessum augnskuggum á augnlokið, fyrir utan að hún býður upp á allt sem maður mögulega þarf! 8 mattir og 8 shimmer skuggar, allir algjört gúrm! (Þoli samt ekki hvað hún verður skítug!)

NYX- Kinnalitur í litnum Taupe, held alveg örugglega að hann hafi verið líka í seinasta uppáhalds bloggi, en ég nota þetta til að skyggja andlitið og er bara svo ótrúlega hrifin af honum að hann verður að fá að vera aftur í uppáhalds!

e.l.f. eyebrow kit- veit þið hafið einnig séð þetta margoft, en þetta verður alltaf mitt allra mesta augabrúna-uppáhald! Mikilvægt að fylla og móta augabrúnirnar, setur algjörlega svipinn á mann!

Bobbi Brown corrector í litnum Porcelain Bisque- fékk þennan sendan frá lesanda, henni Sigrúnu en hún sendi mér pakka með allskonar snyrtivörum um daginn! Var í sjokki yfir þessu öllu saman og vörurnar hafa sannarlega komið að góðum notum. Nota þennan hyljara undir augun á hverjum degi. Elska hvað hann er ljós, svo hann hylur og highlightar á sama tíma. Elskann!

Milani Baked Blush í litnum Rose D'Oro- Keypti þennan á skít og kanil frá cherryculture um daginn því ég hafði heyrt að hann líktis Stereo Rose frá MAC, og líka bara því mig langaði að prófa Milani Baked kinnalitina. Hann er víst ekki nákvæmlega eins og Stereo Rose, þó þeir séu keimlíkir, en ég er sjúk í þennan samt. Fullkominn blush/highlighter fyrir sumar. Gefur fallegt glow og smá lit með :)



Bourjois Healthy Mix Serum- Ég veit ég veit! Var með þetta í seinasta uppáhalds líka, en kemst bara engan veginn yfir hvað þetta er fallegt á húðinni. Ótrúlega létt og frísklegt, og maður er bara eitthvað extra healthy looking! Mæli þó ekki með því fyrir þá sem vilja full coverage, því þetta þekur bara mjög lauslega. Love it!

Rimmel Match Perfection- Lauma þessu hér inn, ekki í fyrsta skiptið, því ég enduruppgötvaði hvað þetta er æðislegt þegar ég fór að nota meik. BB kremið er svo ljóst og þekur svo vel bauga að ég þurfti ekkert sjúklega mikið á þessu að halda, og sá aldrei mikið highlight effect. En á dökkum bakgrunni (meikið er dekkra en BB kremið) þá highlightar þetta svo vel og gefur andlitinu svona flott dimension!



MAC Prem+Prime Fortified Skin Enhancer í Neutralize- Fékk þetta líka í pakkanum frá Sigrúnu og er búin að nota þetta daglega! Svo fyndið hvað primer getur skipt miklu máli, bæði auðveldar manni að setja á sig farðann og svo verður maður einhvern veginn meira glowy og sléttur. Hef aldrei átt svona high-end primer, en finnst núna erfitt að ímynda mér að eiga ekki einn slíkan. 



Besta varakombó mánaðarins= NYX round lipstick í Eros og Pure Red með svörtum eyeliner yst og Deep Red lipliner til að blanda. Ombré-ish varir! Keypti Eros á Cherryculture (mæli með því að kíkja á NYX vörur þar!) En fékk Pure Red og Deep Red liplinerinn frá Sigrúnu :D

Deadly varakombóið!




YoloSwag krakkar, it's been real!
- Katrín María
Glimmer og gleði á facebook!