E.L.F. sending!

Veeeii!
Ég var svo heppin fyrir helgi að fá sendingu frá e.l.f. sem er eins og flestir vita eitt af mínum uppáhalds snyrtivörufyrirtækjum og sem ég er í samstarfi við um þessar mundir.

Mig langaði að deila með ykkur því sem ég fékk, en ég var mjög spennt fyrir sendingunni, enda sumt vörur sem ég hef beðið lengi eftir að prófa.



- Contouring Blush & Bronzing Cream- Kremkinnalitur og krembronzer. Var mjög spennt að prófa þessar vörur, enda með þurra húð og allt sem kemur í kremformi er góður vinur. Ótrúlega fyndið hvernig svona cream-to-powder vörur virka, maður setur þetta blautt á, og þetta blandast eins og himnaríki inn í húðina á manni, og svo eftir smá stund þornar það með svona velvet finish og það er eins og maður hafi verið að nota púður. Ég er sérstaklega hrifin af kinnalitnum, hann gefu svo fáránlega fallegt glow, afþví að hann er ekki alveg þurr og dull- og liturinn er ótrúlega náttúrulegur og fallegur. Finnst eins og ég hafi sett kinnalit og highlight, þó ég hafi bara notað kinnalitinn! Fæst hér.

-Sólarpúður í litnum bronzed (go figure)- Ég var mjög spennt fyrir þessum, er mikil contouring manneskja og þessi bronzer er mjög dökkur og mattur svo hann er frábær í skyggingu. Hann er ekki svo ósvipaður Borjois bronzernum mínum, eða Laguna frá Nars ef út í það er farið, nema hvað hann er aðeins meira "pigmented" en Laguna. Mjög sátt með þennan ódýra kost í safnið :) Fæst hér.

-Shimmer eyeliner pencil í litnum teal og í black bandit. Ég átti svona blýant í Teal síðan seinasta sumar, en ég notaði hann rosa mikið þá til að fá svona pop of color með everyday förðunarlúkkum. Eitt af mínum uppáhalds trickum til að fá smá lit og sumargleði í lúkkið. Fín að eiga tvö stykki því ég er langt komin með þann fyrri! Fæst hér.

-Eyelid Primer- Hér þarf engin orð, allir tryggir lesendur hafa þegar gert sér grein fyrir að ég nota þennan augnprimer daglega og elska hann mikið mikið. Finnst hann ekki gefa Primer Potion frá Urban Decay neitt eftir, sem verður kanski best lýst með því að ég á fulla túpu af útrunnu primer potion því ég notaði alltaf elf primerinn hahah... þannig að rándýra sullið er ónýtt því elf primerinn fór í forgang. Fæst hér.

Krem kinnaliturin, krem bronzerinn og púður bronzerinn. 


Smá myglumynd seint um kvöld, en þarna má sjá e.l.f. shimmer blýantinn í Teal á neðri augnháralínu :) 


Þakka eyeslipsface.is kærlega fyrir mig og mæli með að þið fylgist með fleiri e.l.f. bloggum því ég hef hugsað mér að sýna t.d. krem duo-ið betur o.þ.h. 

- Katrín María



Vinningshafi Naked 2!

Jæja, loksins komið að þessu!
Ég vill byrja á því að þakka öllum þessa massagóðu þátttöku... að öllu gríni slepptu vildi ég óska þess að ég hefði unnið í lottó og gæti gefið ykkur öllum eitt stykki Naked 2.
Svo sjúklega erfitt að geta bara gefið einum!

En allavega.. ég dró klukkan 5 í dag og sú heppna skvísa sem fær að shæna sig til fyrir páskana með Naked 2 palettunni er:

Fanney Rósa Jónsdóttir

Til hamingju með þetta!



Takk allir fyrir að taka þátt!
Það kemur alltaf annar gjafaleikur :) 

- Katrín María


Dreg út á morgun!

Halló!
Ég spurði á facebooksíðu Glimmer og Gleði nú fyrir helgi, hvort ég ætti ekki að flýta því að draga vinningshafa um viku! Svo vinningshafinn gæti nú shænað sig til fyrir páskana með nýju augnskuggunum.
Fékk mörg like og já svo ég hef ákveðið að draga út á morgun :)

Fylgist með!

- Katrín María

Lorac PRO palette!

Mágkona mín tilkynnti mér það um daginn að hún og bróðir minn væru á leið ytra, til Boston.
Og hún spurði hvort það væri eitthvað sem hún ætti að kaupa fyrir mig úti.
Að sjálfsögðu kom S merki í augun á mér og orðið Sephora ómaði inni í höfðinu á mér í nokkra daga, ég átti mjög erfitt með að ákveða hvað ég vildi, því ég er on a tight budget og gat ekki fengið allar mínar óskir uppfylltar.

En svo mundi ég. Lorac Pro palettan. Sem mig hefur dreymt um í lengri tíma.
Nei ég þarf hana pottþétt ekki... enda allt overflowing í neutral palettum hérna...
Aj jú hvern er ég að plata? Ég þurfti hana nauðsynlega í líf mitt og hún er loksins komin!

Oh svo fallegt! 8 mattir litir (efri röðin) og 8 shimmer/metal/satin litir (neðri röð) JÁ ÁTTA MATTIR LITIR! HALLÓ. Öll þessi fegurð í einni palettu.

Ég man að í upphafi var fólk ekkert að kaupa hana því það áttu allir Naked paletturnar... en svo yfirhype-aðist þetta bara.. Sérstaklega útaf möttu litunum, líka ótrúlega sleek og nett paletta með auðvitað 16 litum (naked er bara með 12), fyrir utan að mattir litir eru mjög eftirsóttir í augnablikinu og þessi býður upp á það besta af báðu. Pallettan er þar að auki ódýrari en Naked paletturnar! (Mér finnst auðvitað möst að eiga þær allar samt! hahah)

Swatches, með engum primer og bara gert með puttunum. Heavy pigmentation og creamyness! 

Purdy!

Get ekki beðið eftir að experimenta með hana.. skelli ef til vill inn look-i við tækifæri.

- Katrín María


Nýtt vídjó: Einföld skygging

Jæja, það hlaut að koma að því að ég yrði við þeirri vinsælu bón að smella í nýtt vídjó, þar sem ég tala inn á. Þetta er skal ég segja ykkur ekki það fyrsta sem ég geri í vetur, en vegna birtuskilyrða hafa minnst þrjú slík vídjó og öll vinnan á bak við þau endað í ruslinu.

Loksins er daginn farið að lengja og venjulega kjöraðstæður til upptöku milli hádegis og 15°° á daginn. Allavega í íbúðinni minni, oftast.



Ég ákvað að þessu sinni að smella í einskonar kennslumyndband, bara mjög látlaust og fínt dag-look, en aðallega var ég að tala um hvernig maður nær fallegri blöndun, hvernig burstar mér þykja bestir í slíkt, og allskonar svona litlir hlutir sem er oft gott að hafa í huga.
Flest sem ég tala um á líka við um meira ýkt look og edgy, alltaf gott að búa yfir góðum blöndunaraðferðum.

Númer 1, 2 og 3: Ég er ekki lærð, ég er ekki að segja ykkur hvernig þið eigið að gera hlutina, heldur einfaldlega hvað mér þykir best og hverju ég myndi mæla með ef þið spyrðuð mig.
Vídjóið er stutt svo takmarkað blaður komst inn í það, en ég reyndi að útskýra allt eftir bestu getu innan þeirra tímamarka sem ég hafði.

Bannað að hata!

Farið inn á youtube og horfið á vídjóið þar, og stillið gæðin á 720p í tannhjólinu neðst í vinstra horninu.



Og ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum og eiga möguleika á að vinna Naked 2 palettuna frá Urban Decay!

- Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!

OPI: Oz the Great and Powerful


Hvað finnst ykkur um nýju limited edition línuna frá OPI, sem kom út í tilefni myndarinnar Oz the great and powerful?
Þrjú mjög látlaus og falleg naglalökk, eru víst mjög sheer líka. En mér finnst það oft fallegt, svona þunnir náttúrulegir litir annað slagið. Ég er líklega hrifnust af "Glints of Glinda" lakkinu, af þessum látlausu litum. 

Glimmerlökkin þrjú úr línunni... það er greinilegt að chunky glimmer fékk að ráða, og eins mikil glimmerpía og ég er þá veit ég ekki með þessi lökk. Hef verið að skoða swatches á netinu og þau virka ekki mjög heillandi. Ekki nema kanski helst "which is witch?" sem er lengst til vinstri. 

Mér finnst þessi litur (What wizardry is this?) hins vegar fallegastur í línunni, og myndi pottþétt skella mér á hann ef hann væri ekki liquid sand :/ Ég er kanski bara skrítin en mér finnst þetta hrikalega ljótt trend! 

Ég veit ekki hvort þetta er sami litur og bara drekkt í glansandi yfirlakki eða hvort þetta er eins litur sem er ekki liquid sand, þessi mynd kom allavega þegar ég googlaði "What wizardry is this?" En svona finnst mér það sjúklega fallegt. 



- Katrín María
Like-aðu Glimmer og gleði á facebook!




Uppáhalds förðunarburstar: Andlit!

Sælinú!
Nú er orðið tímabært að ég fræði ykkur um mína uppáhalds förðunarbursta, í hvað ég nota þá og afhverju þeir eru í uppáhaldi!
Í þessar færslu fjalla ég um andlitsburstana, en í því nærsta fáið þið að sjá mikilvægustu augnförðunarburstana í mínu lífi!

Sedona Lace Jumbo fan brush- Þessi er mun þykkari en gengur og gerist í þessum "blævængs" burstum. Kann vel að meta hann og nota hann daglega til að setja á mig púður highlighter (kinnar, nef, efri vör, haka o.þ.h.)

Sedona Lace Contour brush- Lítill og þéttur bursti, fullkominn til að skyggja kinnarnar og kjálkann- góður í alla svona fínlega og nákvæma skyggingu. Nota hann daglega og get illa hugsað mér að nota eitthvað annað í skyggingu. 

Sedona Lace Tulip contour brush- Þessi er dúnamjúkur, gefur alveg eftir og er frábær til að "bronza upp" andlitið. Nota þennan í ljósari bronzer og sólarpúður (s.s. ekki í dekkri skyggingapúður, burstin fyrir ofan er ætlaður í slíkt). Ég nota þennan s.s. daglega með Bourjois bronzernum mínum, dusta honum létt yfir gagnaugun, undir kinnbein, höku, kjálka.. eiginlega bara létt allstaðar á ytri brúnir andlitsins til að fá lit og frískleika í andlitið. 


Real Techniques contouring brush- Þessi lengst til vinstri á myndinni. Það var bylting þegar þessi bættist í safnið. Nota hann í e.l.f. HD púðrið mitt til að setja yfir baugahyljara. Ég nota s.s. annað púður yfir baugahyljara en yfir andlitið, því ef ég nota venjulegt púður undir augun þá verða línurnar undir augunum þurrar og áberandi. e.l.f. HD púðrið smýgur bara inn í þær og gerir allt slett og fallegt. 

e.l.f. Powder brush- Flatur, þéttur og dúnamjúkur bursti. Líklega besti bursti allra tíma! Sérstaklega miðað við verð, fáránlega ódýr. Mér finnst þetta besti burstinn í fljótandi farða, en þar sem mér finnst hann líka bestur í púður og á bara eitt stykki þá nota ég hann í púður í augnablikinu, því ég á svo marga aðra fljótandi farðabursta. 

Real Techniques buffing brush- Nota þennan í fljótandi farða, finnst hann alveg komast nokkuð nálægt e.l.f. powder burstanum, en samt ekki alveg eins frábær. Góður til að blanda, og lítill svo hann kemst vel á alla staði í andlitinu. (Hahah.. )

Sephora Stippling brush- Þessi var lengi vel uppáhalds burstinn minn í fljótandi farða... og hann er ennþá mjög góður í slíkt. En ég elska hann fyrir kinnaliti og nota hann í þá daglega. Hann er svo léttur og þægilegur að maður setur aldrei of mikið, blandar kinnaliti fullkomlega út svo maður sé ekki of dúkkulegur, sama hversu skrærir þeir eru. 

Burstar eru lykillinn af fallegri förðun, því betri burstar, því meiri líkur á fallegri förðun!

- Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!

Klipping!

ATH! Þeir sem tóku þátt í gjafaleiknum, mjög margir like-uðu ekki Glimmer&Gleði á facebook, ef ég dreg vinningshafa og hann like-aði ekki G&G á facebook, dreg ég annan vinningshafa ;) Þannig ég mæli með að þið skoðið hvort þið séuð pottþétt búin :) Einnig er betra að hafa fleira en bara fyrsta nafnið, svo ég geti haft samband við ykkur... fornafn segir mér voða lítið um hver þið eruð :)
---------
Ég verð bara að deila með ykkur vídjói sem ég rakst á um daginn hjá einni af mínum uppáhalds youtube-skvísum! Í vídjóinu kennir hún manni að klippa styttur í hárið á sér á mjög nákvæman og fróðlegan hátt.

Ég tók sénsinn og prófaði að fylgja vídjóinu (klippti þó ekkert af síddinni eins og hún gerir í byrjun) en fylgdi svo næstu skrefum og ég er ekkert smá sátt með útkomuna! Fínt svona þegar maður vill bara rétt klippa aðeins til að lífga upp á það en tímir ekki að kíkja á hárgreiðslustofu. 

Ég vill þó taka fram að ég er alls ekki að mæla með að fólk sé að klippa hárið á sér sjálft ef það treystir sér ekki til þess eða er óöruggt.. Vill ekki bera ábyrgð á neinum klippingaslysum! haha...

Þessi gella er samt með svo geggjað hár! Eruði að grínast eða?


Muniði að taka þátt í gjafaleiknum! Svo þið eigið möguleika á að vinna Naked 2 palettuna frá Urban Decay ;)

- Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!


Eignastu Naked 2 palettuna frá Urban Decay!

Heil og sæl öll fögru fljóð.
Ég bað ykkur í færslu um daginn að velja hvaða palettu þið vilduð helst sjá í gjafaleik, eins og kom fram í seinasta bloggi var Naked 2 vinsælasta svarið og því er Naked 2 paletta frá Urban Decay á leiðinni til landsins, allt fyrir ykkur- enda fáránlega frábær öll með tölu!
Naked 2 palettan er líklega uppáhalds augnskuggapalettan mín, nota hana ískyggilega mikið og hún er fullkomin hvort sem er í einföld og látlaus daglúkk eða meira edgy og töff kvöldlúkk. Fátt sem manni vantar í snyrtivörusafnið ef maður hefur þennan grip í höndunum!






Það eina sem þú þarft að gera:
- Like-a þessa færslu (Like-hnappur neðst í færslunni)
- Kommenta hér að neðan, bara það sem þér dettur í hug (Best að auðkenna sig með meiru en bara fyrsta nafninu ykkar, svo ég finni ykkur ef þið vinnið.) 
- Fara inn á Glimmer&Gleði á facebook og Like-a síðuna. (Viðbætt: Ég mæli með að þið athugið hvort þið séuð pottþétt búin að like-a facebooksíðuna, þó þið séuð nokkuð viss, nú þegar eru nokkur komment frá fólki sem hefur ekki like-að Glimmer&Gleði á facebook)

Mjög einfalt og fljótlegt! En öll skrefin mikilvæg, því ég athuga hvort þið hafið fylgt þeim. 
Leikurinn er opinn til 30. mars (rétt rúmar 2 vikur).

ATH! Öllum er frjálst að kommenta eins oft og þeir vilja, en aðeins einu sinni á dag fram að 30. mars.
Fleiri komment auka líkurnar á að þú vinnir.
Notast verður við random.org til að draga út vinningshafann og verður hann látinn vita :)



- Katrín María
P.s. ALLIR AÐ VERA MEÐ!
Glimmer og Gleði á facebook!



Helgin og stuff!

Hææ aftur kæra fólk!
Nú er aldeilis lítill tími til að blogga, það er akkúrat þessi tími sem sogar að sér alla verkefnaskiladaga annarinnar og treður þeim í 2 eða 3 litlar vikur. Þið þekkið þetta.

Ég vill byrja á því að þakka ykkur fyrir að segja mér hvaða palettu þið vilduð helst sjá í næsta gjafaleik!
Það var eins og ég bjóst við, Naked 2 palettan vann með yfirburðum (og margir sögðu bara aðra hvora naked) þannig ég sá bara Naked Naked Naked! Og Naked 2 er því á leiðinni til landsins, og ég læt ykkur vita hið snarasta þegar hún lendir.

Annars er fátt af mér að frétta... ég fór í fjölskylduafmæli hjá systir hans Magga á föstudaginn og fékk að berja augum eitt stykki limaköku (ekki í fyrsta skipti sem eldhúsið hjá þessari fjölskyldu framleiðir slíka köku.. og ef ég þekki þau rétt, líklega ekki það seinasta.)

Limakaka helgarinnar
Limakaka seinasta sumars.


Frekar ósmekklegt... hætti mér ekki í smökkun, enda ekki nammidagur. 

Annars var helginni að mestu leyti varið heima í notalegheitum... ég málaði mig bara einu sinni, og þáá er nú eitthvað sagt.
Og það var bara af algjörri nauðsyn því við ákváðum að skella okkur í bíó á Identity Thief á laugardagskvöldinu og það var nú ekki leiðinlegt að hafa ástæðu til að skvísa sig upp. Bara hin fínasta mynd, nokkuð fyndin og skemmtilegt þó hún væri nú reyndar nokkuð pökkuð af drama líka, sem kom á óvart. En hún var algjörlega ferðarinnar virði, sem er allt sem skiptir máli þar sem bíóferðir eru ekki það auðveldasta sem ég geri í lífinu.. 


Þetta er hið eina sanna lúkk helgarinnar. Var að prufa í fyrsta skipti fjólubláan og gráan duochrome augnskugga sem ég keypti mér frá coastalscents seinasta ár (ekkert að drífa mig haha) fannst hann aldrei neitt fallegur þegar ég fékk hann í hendurnar, en ákvað núna að prófa hann. Og hann er eiginlega bara ekkert fallegur, á að vera grænt og fjólublátt glans á honum.. en hann er bara grár. 



Annars er ekki meira af mér í bili. Vonandi drep ég ykkur ekki úr leiðindum með þessum random, ósnyrtivörutengdu bloggum.
Ég mun reyna að lauma inn nokkrum línum í skjóli nætur, þegar lærdómurinn sér ekki til næstu tvær vikurnar! 

- Katrín María



Mig vantar hjálp!

Okei þannig er mál með vexti að nú fer að líða að nýjum gjafaleik.
Því þið eruð best og eigið það skilið, en það gerist hins vegar aldrei nema þið hjálpið mér, því ég geeeeet ekki ákveðið hvað ég á að kaupa!

Þannig þið VERÐIÐ að svara hér að neðan í kommenti, hverja af þessum vörum þið mynduð helst vilja í gjafaleik. Í guðanna bænum skrifiði hvað ykkur finnst, nafnið ykkar þarf ekki að koma fram eða nein langloka, bara einfalt og gott svar um hvað af þessu þið myndu helst vilja.

Þið verðið að svara.. annars á ég aldrei eftir að geta keypt neitt! Valkvíðinn sigrar þá.

Urban Decay Theodora palettan (kom út núna fyrir stuttu í tilefni Oz myndarinnar. (Varaliturinn og eyeliner fylgir með)

Urban Decay Naked palette- þessi víðfræga og margumtalaða fyrsta naked paletta sem allir elska. (Bursti og augnskuggaprimer fylgja með)

Urban Decay Ammo paletta- Urban Decay skuggarnir eru í lúxusgæðum- þessi paletta býður upp á litríka augnskugga og fallega. 

Urban Decay Mariposa palette- mjög fallegir litir! Og krúttleg paletta! (Bursti fylgr með)

Urban Decay Naked 2 pallettan- einnig margrómuð og elskuð paletta. Enda massaflottir skuggar! (Gloss og tvíhliða bursti fylgir með)

Urban Decay Smoked palette- ekta djammlúkk paletta, sultry og seyðandi shimmer skuggar! (augnskuggaprimer og eyeliner fylgja með)

Urban Decay Ammo box 2 palette- mjög fallegir litir í þessari líka. (Augnskugga primer fylgir með)

Urban Decay Glinda palette- kom einni út af tilefni Oz myndarinnar. Mjög falleg (varalitur og eyeliner fylgja með)

Too Faced The Return of Sexy paletta- nokkuð vinsæl paletta, shimmer augnskuggar. (Augnskuggaprimer og eyeliner fylgja með)

Annað hvort ein af ofantöldum augnskuggapalettum, eða þetta tvennt hér fyrir neðan saman:



Þessi Stila paletta með 12 fallegum möttum og shimmer augnskuggum (sem hefur vakið ágætis lukku) og Burts Bees gjafasettið með sem inniheldur; líkamskrúbb, baðsápu, bodylotion, varasalva og exfoliating puff. (Allt með pommegranate).

Þið verðið að svara! Því fleiri og því fyrr sem þið gerið það, því fyrr byrjar leikurinn! ;)

-Katrín María


Vetrardagur

Akkúrat þegar mauður þorði að vona að veturinn væri á undanhaldi lét hann aldeilis heyra í sér. Eins og líklega flestar andandi manneskjur hafa gert sér grein fyrir.
Í vondum veðrum hlakkar í mínum innri frestara, mér finnst eins og veðrið réttlæti allskonar hangs og dúllerí (þó maður viti fullvel að maður hafi nóg annað að gera sem er bæði mikilvægara og uppbyggilegra).

En ég var ekki lengi að ákveða hvernig deginum í gær yrði eytt, einn kósýdagur til eða frá? Getur ekki sakað!

Ég gerði bara það sem mér þykir allra skemmtilegast; kveikti á kertum, settist við snyrtiborðið og lét miðvikudagsþættina rúlla á meðan ég lék mér við að töfra fram eitthvað vetrarþemað lúkk í stíl við veðrið úti. (Fyrir þá forvitnu eru miðvikudagsþættirnir Pretty Little Liars, The Lying Game og Hart of Dixie)
Ég lagði í bláu litina í þetta skiptið! Vildi óska þess eftir á að hyggja að ég hefði sett hvítan eyeliner á neðri vatnslínuna, er eitthvað svo rauðeygð og þreytuleg. Þarf að fara að kaupa mér góða augndropa, allavega á meðan það er svona kalt úti. 

Hið ágætasta lúkk, kom mér á óvart þar sem ég er rosalega lítið fyrir bláa augnskugga. Það sést reyndar ekki næstum því á þessum myndum hvað lúkkið er blátt, en allir skuggarnir sem ég notaði voru mjög skærbláir/blágrænir. 

Ég vona að þið hin hafið það gott, hvernig sem viðrar.
Hvernig er ykkar "fullkomni kósýdagur"? Ef þið hefðuð slíkan dag alveg eftir ykkar höfði?

-Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!



Febrúar uppáhalds!

Annar mánuður búinn!
Ég er sem betur fer dugleg að skipta hlutunum aðeins upp og nota ekki alltaf sömu snyrtivörurnar endalaust þar til þær klárast, ákveð oft í byrjun mánaðar að ég ætli að vera duglegri að nota hinar og þessar palettur eða vörur, svo ég er dugleg að nota allt sem ég á.
Það sem var mest notað og í mestu uppáhaldi þennan mánuðinn var eftirfarandi:


Andlit:
1. BH Cosmetics 6 colour contour&blush palette: Er búin að nota þessa rosalega mikið, bæði andlitspúðrið, hvíta púðrið (sem highlight), kinnalitina og svo síðast en ekki síst skyggingapúðrið dökkbrúna. Það er algjört himnaríki að blanda þessi púður inn í húðina, kom mér ótrúlega á óvart. 
2. Bourjois Healthy Mix Serum foundation: Létt þekjandi farði, kemur ótrúlega fallega út á húðinni. Ég er aðeins of pikký þegar kemur að fljótandi meiki, eftir að vera vön Lioele BB kreminu mínu sem ég er die hard fan af- en þetta er mjög létt og fallegt meik, og gefur manni grínlaust svona healthy glow. Þekur ekkert brjálæðislega mikið, þannig ég mæli með hyljara með. 
3. Rimmel Match Perfection hyljari: Nota hann til að fela bauga, hann er með svona "birtandi" eiginleikum svo maður virðist meira vakandi og frískur. Hef örugglega áður sett hann í uppáhalds, enda nota ég hann á hverjum einasta degi og hef gert í nokkra mánuði :)
4. NYX round lipstick í litnum Narcissus: Hef verið að nota þennan varalit svona þegar sólin lét aðeins sjá sig, aðeins að koma mér í sumargírinn. Hann er rosa fallegur, svona baby bleikur- kem pottþétt til með að nota hann helling í sólinni og sumrinu! Mjög ánægð með hann. 
5. Revlon Colorburst varalitur í litnum Petal: Einn af mínum all time uppáhalds varalitum, svona sheer nude litur með örlitlum silfruðum glansi- litar varirnar ekkert sérstaklega mikið, en gerir þær heilbrigðar og svolítið djúsí í útliti :) 

Augu:
 1. Naked Basics palettan: Hef notað þessa nánast alla dagana í febrúar (fyrir utan þá daga sem ég geri "augnskuggarúllettu") og ég eeelska þessa augnskugga! Er búin að nota alla skuggana í palettunni mjög mikið, uppáhaldsliturinn er líklega W.O.S (Walk Of Shame)- því hann er nánast akkúrat sami litur og húðin mín þannig að hann er fullkomin til þess að blanda út dökka liti, án þess að þurfa að bæta litum inní lúkkið sem maður er að gera. Allir litirnir í miklu uppáhaldi!
2. NYX augnskuggagrunnur í hvítu: Basically það sama og Jumbo blýanturinn frá NYX í Milk- nota þennan grunn alltaf þegar ég er að gera lítrík lúkk. Breytir öllu! Maður veit aldrei hvað augnskuggi hefur raunverulega upp á að bjóða fyrr en maður prófar hann á svona hvítum grunni. Og ég nota þetta rosalega mikið. 
3. LA Girl Glamour Glitter: Elska þessi glimmer frá LA Girl, á fjóra liti og hef verið að nota þá alla slatta í febrúar. Mjög falleg glimmer, alveg extra skínandi og falleg, hef líka fengið ansi mikið hrós þegar ég nota það í lúkk hvort sem það er á mér sjálfri eða öðrum. 
4. e.l.f. glimmer eyeliner: Ég notaði bara þetta undir glimmer þegar ég gerði glimmerlúkk í febrúar (annars var ég vön að nota augnháralím), en þetta er mun snyrtilegra og fljótlegra. Á svona í gylltu og svo "glæru" með smá marglituðu glimmeri útí, nota glæra undir öll lituðu glimmerin en gyllta undir gylltu glimmerin. Hjálpar öllu að klístrast við augnlokin og þornar mjög hratt. 
5. Sleek Makeup Oh So Special palettan: Elska Sleek paletturnar mínar, en þessi er í uppáhalds út af laxableika litnum í efri röðinni. Hef notað hann yfir augnlokið ansi mikið þennan mánuðinn (sumarþrá!). Elska þennan lit til að poppa upp náttúrulega lúkk, sérstaklega fallegt á grænum augum.


-Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!

Cara Delevingne

Cara er breskt módel frá London, fædd 1992. Hún verður sífellt vinsælli og tekur þátt í hinum ýmsu verkefnum, er meðal annars eitt af þrem andlitum Burberry Beauty og annað andlitið í Resort herferð Chanel. Auk þess tók hún þátt í Victoria's Secret fashion show-inu seinasta og hefur verið á forsíðu breska og kóreska Vouge. Hún hefur svosem verið á forsíðu margra blaða, tekið þátt í mörgum herferðum og tískusýningum en ég er ekkert allt of heit fyrir eða vel að mér í þeim efnum...
Aðallega minnist ég á hana því hún er bara svo falleg og töffaraleg.. Ekki til að vera creepy eða neitt, en það væri örugglega gaman að fá að mála hana, hún er með eitthvað svo skemmtilegt andlitsfall.












-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!