Brúnt Smokey!

Ég afsaka mikið af einföldum færslum upp á síkastið, allt komið á fullt í skólanum og svolítið erfitt að gefa sér tíma í stærri blogginn þar sem þau taka venjulega mikinn undirbúning og tíma í býgerð :)
En mér dettur í huga að það sé skárra að setja eitthvað hér inn annað slagið í stað þess að láta langan tíma líða á milli.
En hér gefur allavega að líta brúnt/gyllt smokey lúkk sem ég dundaði mér við um daginn- ég er aðeins að reyna að setja mig inn í þetta "smokey" dæmi. Ég er óhrædd að nota allskonar liti og allskonar svoleiðis flipp, en ég hef ekki verið mjög dugleg að æfa mig að gera smokey eða að sporta því- einfaldlega vegna þess að mér finnst það ekki fara mér, finnst alltaf eins og ég sé með einhversskonar grímu yfir augunum haha!
En það klikkar ekki að þegar ég fer út á meðal fólks með dökkt smokey lúkk, fæ ég langflest hrósin- held að flestum finnist þau lúkk flottust, þannig það er líklega eitthvað sem ég þarf bara að venjast svo mér líði ekki alltaf eins og ég sé á leið í innbrotsleiðangur haha!
Lúkkið hér fyrir neðan er samt "mýkra" en svart smokey- notaði dökk og ljósbrúna liti til að "smóka þetta út".

En hér er allavega eitt dunderí sem kom svosem ágætlega út:






-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Gull-augu dagsins 12.09.12

Betra seint en aldrei!



Andlit eða augu dagsins 12 sept. Eitthvað sem mér finnst aldrei klikka eru gyllt augnlok og brún skyggð glóbuslína.
Það er svo ótrúlega einfalt, ef maður er á hraðferð en langar að vera með sæta augnmálningu- að skella smá gylltum augnskugga yfir allt augnlokið og blanda svo ljósbrúnum og dökkbrúnum í glóbuslínuna til að gera lúkkið aðeins dýpra og meira edgy.
Venjulega, þegar ég nota aðra augnskugga á augnlokið (sérstaklega ljósa) að þá nota ég nokkrar týpur af ljósum skugga, til að fá svona sérstakt effect (bjartari miðju eða bjartari innri augnkróka o.s.frv.) því það gefur lúkkinu alltaf aðeins meira líf. En þegar maður er með gylltan augnskugga þarf bara ekkert annað! Þessvegna elska ég þetta lúkk, ótrúlega fljótlegt, einfalt og samt aðeins "meira" en everyday augnmálningin manns.
Enn og aftur er ég myndavélalaus- svo símamyndavélin þurfti að duga- vona að það valdi ekki of miklu vonbrigðum fyrir ykkur, lesendur kærir.






Að lokum langar mig að þakka ykkur sem komið og heimsækið bloggið mitt!
Er ótrúlega þakklát fyrir þann fjölda sem kíkir hingað inn daglega og á eiginlega bágt með að trúa því að svo margir hafi áhuga á að fylgjast með mér :)
Þið megið endilega vera duglegri að smella á like ef ykkur líkar við færslurnar, svo ég sjái hvað er vinsælast eða hvort þið fýlið yfir höfuð það sem ég er að gera á þessu bloggi.
Ef ykkur lýst svo ekki á megið þið líka endilega kommenta á færslurnar og láta mig vita hvað mætti betur fara- ég blogga að sjálfsögðu mér til yndisauka en einnig með þá von í brjósti um að einhver ykkar fái einhverjar góðar hugmyndir eða upplýsingar í gegnum síðuna og því er frábært, ef þið hafið einhverjar skoðanir á gangi mála, ef þið látið mig vita :)
Það gleður mig líka svo óendanlega mikið að fá komment frá hinum og þessum lesendum, hvort sem það eru spurningar eða bara litlar kveðjur- ótrúlega gaman og mótíverar mig í að vera duglegri að blogga! :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Óskalisti (Makeup Cravings!)

Ég rakst á óskalistafærslu á blogginu hennar Andreu um daginn! (Mæli með síðunni hennar, hún er skemmtileg!) Ég er hrifin af óskalistum og ég mundi þá skyndilega að ég hef verið að punkta niður í símann minn, svona upp á síðkastið, allskonar hluti sem mig langar svooo mikið í!
Og ég ákvað að það væri kanski bara sniðugt að deila með ykkur því helsta sem mig þyrstir í úr snyrtivöruheiminum í dag.
Listinn er langur og ég verð að velja og hafna- en hér að neðan eru helstu hlutirnir! (okei já ég þurfti að skilja heeelling eftir svo þetta yrði ekki lengsta blogg mannkynssögunnar)
Það verður að koma fram líka að ég er algjör "hype-drusla" (excuse my language) og ég er alltaf æst í allt sem allir eru að tala um! (Hingað til hefur það alveg staðist skoðun svo það er í allt í lagi hoho)

Ben Nye Bananapúðrið- sem allir eru að nota til að setja baugahyljara í dag. Gult púður, svo svæðið í kringum augun verður ekki alveg hvítt (Heldur Kardashian gult- þetta púður er eitt af aðalatriðunum í ljósa undiraugna lookinu hjá Kim Kardashian)- birtir yfir án þess að vera draugalegt. Langar að prufa!


Bourjois Delice de Poudre súkkulaðibronzerinn-Ég er bronzer-aholic þessa dagana! Þessi hefur fengið gríðarlega góða dóma og er vinsæll meðal bjútýbloggara, hann lítur út eins og súkkulaði OG LYKTAR eins og súkkulaði.. uu ha? Leymméraðprófa, súkkulaði contour hér kem ég!

Maybelline 24 hour color tattoos- kremaugnskuggar/augnskuggagrunnar, væri gaman að eiga nokkra fallega liti til að láta augnskuggana sem maður er vanur að nota "poppa" enn meira! Hafa fengið mikla athygli svo ég er alveg til í að láta á þá reyna. Afhverju eru þeir ekki komnir til Íslands? :( (eða hef ég rangt fyrir mér? Allavega ekki komnir á Akureyri) Plís segið mér að þeir séu hér einhversstaðar!

Mary Lou Manizer luminizer frá theBalm- highlighter fyrir andlitið sem hefur fengið slatta af umfjöllun fyrir að gefa andlitum gordjöss glow og mig bráðvantar andlits-highlighter og held að þessi sé barasta efst á óskalistanum! Krúttlegar umbúðir líka- svoltið hrifin af theBalm vörum uppá síðkastið.

Rimmel Lash Accelerator maskari- uppáhalds maskarinn minn í lífinu! Minn er búinn svo þessi er efst á maskaraóskalistanum núna, en eftir því sem ég best veit fæst hann ekki á Íslandi (shocker). Þarf að fara að útvega mér einn slíkan. 

Too Faced Better Than False Lashes maskari- Ajj bara því ég er maskarasjúklingur þá langar mig svo að prufa! Fyrst setur maður svarta maskarann, svo hvíta nylon/trefja rykið (eða hvað sem þetta er) sem á að setjast framan á augnhárin og gera þau massíft löng, og svo setur maður meiri svartan maskara yfir! Er rosa forvitin um hvernig þetta kæmi út á mínum stuttu augnhárum.

Macadamia Natural Oil Deep Repair Mask- Er búin að vera sjúk í hárumhirðu seinustu mánuði (enda hefur hárið á mér vaxið meira á þessu ári en svona seinustu 5 árin þar á undan! hahah) og meðal annars finnst mér snilld að nota hármaska, ég nota venjulega einhverja ódýra bara- en væri til í svona real deal vöru. Ég á Healing hárolíu frá þessu merki sem er sko búin að gera kraftaverk á mínu hári! Svo mig langar að prófa maskann frá þeim (svo er hann líka mega hype-aður- sem þýðir að ég þrái hann).

Benefit Erase Paste- Extra vel þekjandi hyljari- fyrir þessa daga þar sem andlitið á manni ákveður að vera með móral. Hef heyrt svo góða hluti af þessum hyljara- og ég á engann hyljara sem virkilega stendur sig eins og hetja á ögurstundu, þessvegna langar mig að prófa þennan. 

Hahahahah einum of fyndið- þessi mynd flæktist með í sama folder og óskalistamyndirnar voru í og þar af leiðandi uploadaði ég henni óvart á bloggið með hinum myndunum! Finnst hún of góð til að taka hana út- en PSY er ekki á óskalistanum mínum. 

Hoola bronzer frá benefit- Þar sem ég er sjúk í að skyggja á mér andlitið (enda má ég rosa mikið við því) þá langar mig í Hoola bronzerinn, er alltaf að sjá einhverja nota hann sem contour púður á youtube- og hann virðist náttúrulegur og ekki of appelsínugulur. Svo ég er game!

Rimmel Match Perfection Illuminating Concealer- Baugafelari sem birtir yfir augnsvæðinu (Kardashian style) og hjálpar þreyttum námsmönnum að virðast líflegri! Ég verð að fara að hætta að tala um Kardashian highlighting aðferðirnar. Annað hvort er ég að segja að þær séu of mikið, eða að ég vilji vörur sem hjálpa mér að ná svipuðu lúkki. Held að innst inni þrái ég bara of heitt að vera Kim Kardashian.

Inglot Custom paletta- Mig langar svo að eignast Inglot augnskugga- það er hægt að sérsmíða sína eigin palettu á síðunni þeirra og það verður með því fyrsta sem ég geri þegar ég tími! Augnskuggarnir eru víst bara fáránlega mjúkir og góðir- alveg hágæða og svo fær maður svo mikið fyrir lítinn pening (miðað við gæði). Verð að eignast!

Lorac Pro Palette- Oh Lordy! Líklega væntanlegur gallharður keppinautur Naked palettunnar frá Urban Decay. Fleiri skuggar, fjölbreyttara litaval og víst geggjuð gæði. Sé fyrir mér að þetta sé að fara að verða mega hype á næstu mánuðum! Fyrr enn varir verða allir komnir um borð í Lorac skipið- og það væri ekki slæmt að vera þar á meðal!

Nude Tude palettan frá theBalm- maður á aldrei of mikið af Nude palettum! Það er bara þannig! Mér finnst þessi svo krúttleg og ég elska nöfnin á snyrtivörunum frá theBalm. Margir flottir og víst flestir góðir augnskuggar sem væri ekki leiðinlegt að eiga í safninu. 

Paris Hilton ilmvatnið!- Fékk svona ilmvatn í afmælisgjöf fyrir að verða 6-7 árum! Og þetta var laaang mesta uppáhaldið mitt í langan tíma- það er því skemmst frá því að segja að það er ekki dropi eftir í flöskunni og ég hef leitað af þessu ilmvatni um víðan völl en aldrei fundið það aftur. Þar til um daginn! Ég sá það á einni af uppáhalds netverslunar síðunum mínum og hef tekið gleði mína á ný, þetta fer pottþétt í körfuna næsta þegar veskið leyfir! 

Real Techniques burstarnir- Í draumaheimi myndi ég náttúrulega kaupa mér alla burstana frá þeim, en mig langar allramest í stóra púður burstann, kinnalitaburstann, hyljaraburstann og meikburstann. Þessir burstar hafa verið að fá ótrúlega góða dóma, eru fallegir og svo eru þeir líka á ýkt góðu verði! Langar sjúklega mikið í nokkra svona í burstasafnið.

Rimmel Stay Matte Pressed Powder glært púður- Maður þarf alltaf að eiga púður til að "loka" farðanum áður en maður skýst út í daginn, bæði svo farðinn haldist lengur og maður sé ekki háglansandi. HD púðrið mitt frá e.l.f. er aaalveg að klárast- og mig langar að prufa eitthvað nýtt, Rimmel stay matte púðrin hafa fengið mikla umfjöllun og því væri forvitnilegt að vita hvort það er í alvöru eins frábært og allir segja. 

Time Balm hyljari frá theBalm- Hyljari í svipuðum dúr og Erase Paste hyljarinn frá Benefit hérna ofar. Hefur fengið svona lala dóma- nokkuð góða og svo einhverja ekkert spes inn á milli. Ætli það fari ekki eftir fólki. Mig langar allavega að prófa- og mér finnst Time Balm ótrúlega krúttlegt nafn á hyljara. Virðist vera eitthvað hyljarasjúk þessa dagana. 

Að lokum! Viva La Juicy ilmvatnið frá Juicy Couture- fékk prufu af þessu ilmvatni þegar ég var úti í New York og nammi namm! Ótrúlega frískleg og góð lykt, langar rosa í full size þar sem prufan var ekki lengi að hverfa!



-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Litagleði!

Fannst tímabært að taka upp 120 lita palettuna mína frá BH Cosmetics í morgun þegar ég var að mála mig, enda ótrúlega mikið úrval af sjúklega flottum og góðum augnskuggum!
Ég sá að tvær línur af litum voru nánast ósnertar, dökkgrænu litirnir og möttu bláu/lavender litirnir svo ég ákvað að prófa að leika mér eitthvað með þá. (Var samt að fatta á meðan ég skrifa þetta blogg, að seinasta "litagleði" lúkkið mitt var með nánast sömu litum hahah! Var greinilega sofandi þegar ég málaði mig þá, enda gerði ég það um miðja nótt).

Var því miður ekki með neina aðra myndavél en símann minn og þessvegna (eins og venjulega) eru litirnir ekki næstum eins fallegir eins og þeir eru í raunveruleikanum. Og efsti blöndunarliturinn (fyrir ofan glóbuslínu) sést ekki einu sinni á þessum myndum. En það verður að hafa það! Samt skemmtilegt lúkk :)







Ég notaði:
- e.l.f. eyeshadow primer (frá augnhárum upp að augabrúnum)
- Jumbo Eye Pencil í Milk (Hvítur grunnur, yfir allt augnlok upp að glóbuslínu.
- Mattur lavenderblár yfir mitt augnlok. (120 color palette)
- Mattur ljósblár í innri augnkróka ( 120 color palette)
- Mattur dekkri blár á ysta hluta augnloks (120 color palette) (einnig á neðri augnháralínu)
- Dökk grænn mattur beint í glóbuslínu og blandað út á við með ljósari möttum grænum. (120 color palette) (einnig yst á neðri augnháralínu)
- Smá mattur hvítur undir augabrúnir sem highlight- rétt til að birta yfir (sést lítið á myndum) (120 color palette)
- e.l.f. liquid liner á efri augnháralínu og út í væng.
- l'Oréal intense liquid liner blýantur á efri vatnslínu
- Jumbo Eye Pencil í milk á neðri vatnslínu.
- e.l.f. mascara primer
- Maybelline Falsies maskari

Upp með litina stelpur! (Ein aðeins of sein í sumarfýlingnum)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest





J.Lo inspíreraðar varir og áramótaupphitun!

Okei, ekki eru allir eins- en þegar maður hefur svona mikla unun af meiköppi eins og ég, er ekki óeðlilegt að maður fari að ákveða farðanir langt fram í tímann eða að prufa hitt og þetta, með einhvern ákveðinn atburð í huga- jafnvel þó það sé langt langt langt í hann.

Ég segji það satt að ég var liggur við farin að pæla í áramótaförðun fyrir næstu áramót á nýársdag. Makeup never leaves my mind- það er alveg á hreinu!

Svo sá ég nýlegt video með Jennifer Lopez og Flo Rida- Goin' in en í myndbandi sportar ofurskvísan J. Lo þessum líka megatöff "Bling-vörum". Hennar eru að vísu nokkrum númerum meira töff en mínar, en úr þessu myndbandi fékk ég hugmyndina.
Ekki það að ég muni nokkurntíman sporta þessum vörum á djamminu, hvort sem það er um áramót eða ekki- einfaldlega vegna þess maður getur ekkert mikið tjáð sig með fullan munn af "demöntum".

Svo langaði mig að leika aðeins með glimmerið mitt- því maður notar glimmer svo sjaldan, og ég hugsaði með mér að það væri tilvalið að reyna að fá hugmyndir fyrir áramótin- þetta er allavega hugmynd- þó ég sé hrædd um að ég reyni eitthvað drastískara á sjálfum áramótunum. (Mínus varirnar auðvitað).






Ég notaði:
- e.l.f. primer yfir allt augnlok og upp að brúnum.
- Jumbo eye pencil í Cottage Cheese yfir allt augnlok
- Verve úr Naked2 í innri augnkróka (hvítur/silfraður)
- Tease úr Naked2 í Glóbuslínu og blandað út á við (Fjólugrár/Taupe litur)
- Busted úr Naked2 í Glóbuslínu og blandað út á við til að dekkja og gera meira smokey (dökk fjálublár)
- Blautur glimmer eyeliner frá Golden Rose yfir allt augnlok (í staðinn fyrir glimmerlím)
- Gyllt multicolour glimmer frá ARboutique yfir allt augnlok.
- e.l.f. liquid liner á efri augnháralínu og út í væng.
- L'oréal intense liquid liner blýantur á efri og neðri vatnslínu.
- Maybelline Falsies maskara.
- Random gerviaugnhár frá ARboutique með demöntum.
- Demantarnir á vörum og við augu eru af Hello Kitty símahulstri sem ég pantaði á ebay- þeir voru alltaf að detta af, svo ég tók þá bara alla og sett í box til að nota í förðun :)



-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

10 vörur sem ég myndi kaupa aftur!

Það eru oft allskonar skemmtileg tögg í gangi á bjútýpartinum á youtube- og upp á síðkastið hefur verið vinsælt að telja upp þær 10 vörur sem þú myndir fara beint og kaupa aftur ef allt snyrtidótið þitt myndi hverfa.
Ég hélt það væri kanski gaman að gera slíkan lista, en á honum eru þær 10 vörur sem ég myndi tvímælalaust kaupa aftur.


1. Nivea Aqua Sensation rakakrem (í rauninni hvaða rakakrem sem er, en þetta er það sem ég er að nota núna)- ég myndi ekki geta málað mig ef ég hefði ekkert rakakrem, svo þetta er nokkuð krúsjal partur í snyrtivörusafninu.




2. Lioele Triple The Solution BB kremið. Er búin að lofsama þetta svo mikið að ég þarf ekki að útskýra þetta neitt sérstaklega; allavega, þekur, gefur raka, lítur vel út og er bara algjört uppáhalds- get ekki ímyndað mér snyrti-rútínuna án þess.



3. E.l.f. High Definition púðrið- Til að "festa" undirfarðann (BB krem, hyljara o.þ.h.) Finnst þetta púður svo gott því það er litlaust, ég er svo fljót að verða mjög dökk í framan ef ég nota litað púður því ég kaupi alltaf of dökkt! haha- svo lítur HD púðrið svo vel út á húðinni- does the job!



4. Nars Laguna Bronzer- Nota þetta daglega, og finnst þetta ótrúlega mikilvægt! Liturinn er einhvernveginn þannig að ég get notað hann til að "Bronza" upp allt andlitið og fá smá sunkissed look í það aftur eftir að ég hef sett á mig BB krem/meik- en ég get líka notað hann sem "contour"- eða til að skyggja andlitið (kinnar, nef, enni, kjálka o.s.frv.). Algjört uppáhald!



5. Coastal Scents 10 Colour Blush Palette- náttúrulega snilld að vera með 10 mismunandi kinnaliti í boði við hin ýmsu lúkk, og ef maður er bara að kaupa 10 vörur aftur, er sniðugt að kaupa eina sem er ten in one ;) Svo eru þetta ótrúlega fallegir og góðir litir.



6. E.l.f. makeup mist & set- Þetta væri ofarlega á "kaupa aftur" listanum, þar sem farðinn minn lítur ekki næstum jafn vel út ef ég nota ekki þetta sprey- sérstaklega því HD púðrið getur skilið eftir svona hvíta "slykju" (fann ekkert fallegra orð) á andlitinu þegar það er ekki alveg sest inn í húðina- en þetta sprey flýtir því prósessi og maður lítur ekki út fyrir að hafa dottið í púðurdós ;) Svo á þetta að hjálpa farðanum að haldast lengur- hef ekki gert neinar vísindalegar tilraunir, en farðinn minn helst allavegana alltaf þokkalega vel.



7. E.l.f. Eyebrow Kit (gel og púður)- Nota þetta á hverjum einasta degi til þess að setja upp augabrúnir, sem er bráðnauðsynlegt í mínu lífi þar sem augabrúnirnar mínar eru ósýnilegar- og eins og er alltaf sagt; augabrúnirnar ramma andlitið ;) Svo það er einsgott að hafa þær vel hirtar og mótaðar. Þetta Kit auðveldar manni þá vinnu gífurlega mikið!



8. Urban Decay Naked 2 palette- Ókei að velja á milli Naked 1 og Naked 2 tók smá tíma- en ákvað að lokum að velja númer 2, því ég hef notað hana mest upp á síðkastið. Frábært úrval af litum- og möguleiki að gera allt frá mjög einfaldri dagsförðun upp í full blown smokey með palettunni. Ég nota þessa líka nánast daglega, svo það væri vont ef hún hyrfi.



9. E.l.f. Liquid Liner- Væri nú ekki mikið kát án vængjaða eyelinersins míns sem ég sporta í 90% tilfella sem ég mála mig- og e.l.f. blauti eyelinerinn er tilvalinn í fljótlegan væng sem endist út daginn.



10. Maybelline Falsies- Maskari er náttúrulega það mikilvægasta til að klára lúkkið í fallegri förðun. Ég átti mjög erfitt með að fylla ekki bara seinustu 3 sætin af maskara, því mér finnst yfirleitt ekki nóg að hafa bara einn- en ef ég þarf að nota bara einn, þá er það Maybelline Falsies því hann kemst næst því að láta líta út eins og ég hafi stungið hausnum ofan í fötu af maskara og þrifið svo allt andlitið (að augnhárunum undanskyldum).


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest