Bronze lúkk með smá lit!

Eitt sem ég hef fundið að vekur athylgi en er jafnfram svo ótrúlega einfalt- er að nota einhvern skæran og fallegan lit á neðri augnháralínuna.
Fólk tekur eftir því, en samt er það ekki svona "in your face" áberandi.
Þetta er fallegt jafnvel þó maður sé ekki með neinn augnskugga á augnlokinu, og bara smá maskara með og svo er þetta svo einfalt- ég meina, hver getur ekki skellt einni þunnri línu af uppáhalds skærlitaða augnskugganum sínum eða eyelinerinum sínum meðfram neðri augnhárunum?

Ég var með svoleiðis um daginn- var með náttúrulega og sæta bronzaða liti á augnlokinu og setti svo grænbláann eyeliner og bláann augnskugga yfir á neðri augnháralínuna. Þetta hefði að sjálfsögðu komið frábærlega út án þess að vera með bronzuðu augnskuggana á augnlokinu en ef ykkur langar að sjá einfalt og sumarlegt bronz lúkk- kíkið þá á vídjóið sem ég gerði hér á youtube:









-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

BB krem! (Lioele Triple The Solution)

Um daginn fékk ég mjög spennandi sendingu! Ég fékk svolítið sem ég er búin að bíða með að kaupa mér lengi, BB krem, en ég hef í nokkuð marga mánuði verið að ákveða hvaða tegund ég vildi kaupa- og ég endaði á að kaupa vöru sem heitir Lioele Triple The Solution BB cream.

Hvað er BB cream?
BB krem (kallað Blemish balm, Beblesh balm eða Beauty balm) eru "undravara" sem á í senn að vera rakakrem, andlits-primer, meik og sólarvörn með allskonar öðrum fríðindum, er efni sem var fundið upp í Þýskalandi í kringum 1950-1960 og var fyrst um sinn notað fyrir fólk sem hafði gengið undir lítaaðgerðir á andliti eftir slys eða áverka og þurfti krem sem myndi hjálpa til við að græða húðina en á sama tíma lýsa ör og annan mislit í húðinni svo að húðin væri jöfn- ekki var síður mikilvægt að hylja sárin og örin á meðan þau voru að gróa, svo BB kremið hefur líka hyljandi áhrif, eins og meik.
Allskonar BB krem!
Vinsæl kóresk leikkona opinberaði svo að hún væri að nota BB krem. Í kjölfarið trylltist lýðurinn í Kóreu og allir fóru að framleiða, selja og kaupa BB krem!
Hægt og rólega hefur hype-ið ferðast vestur um haf og nú á árunum 2011 og 2012 hafa nokkrir vel þekktir snyrtivörurisar á borð við Clinique, Smashbox, Estée Lauder, Stila, Garnier o.fl. farið að auglýsa til sölu hjá sér hin svokölluðu "BB krem". Leiðandi fyrirtæki á asískum markaði eru fyrirtæki á borð við Missha, Lioele, Skin79 o.fl


BB krem eru aðallega þekkt fyrir að vera eins og ég sagði; rakakrem, andlits-primer, meik og sólarvörn en í þeim flestum er einnig að finna hvíttandi virkni eða sagt er að þau séu "whitening" en það þýðir einfaldlega að húðliturinn jafnast út, t.d. minnkar roði og ör t.d. eftir bólur eða þurrkubletti minnka og húðliturinn jafnast allur. Einnig má finna í sumum BB kremum hrukkubana, eða efni sem á að stuðla að minni hrukkumyndun og jafnvel hjálpa til við að draga aðeins úr þeim hrukkum sem komnar eru.
BB krem eru misþykk, mislituð og bara yfir höfuð mismunandi en flest eiga þau það sameiginlegt að vera bara til  í einum lit (þó eru nokkrar undantekningar) og á liturinn að samlagast húðlitnum manns, því BB kremið bráðnar inn í húðina, þekur oftast vel, en virkar létt eins og maður sé varla með neitt á andlitinu.
-----------------------------------------
Mitt BB krem- Lioele Triple The Solution


Með pumpu- sem er draumur! Ein pumpa dugar á allt andlitið mitt.

Þetta dugar á allt andlitið á mér.

Eftir mikla leit og miklar rannsóknir á málinu ákvað ég að skella mér á þetta BB krem- ég sá að það þekur vel, það fær mjög góða umfjöllun víðsvegar í netheimum og það hafði þessi "whitening"áhrif, en ég er með mjög ójafnan húðlit, roða í kinnum og á höku og svo er ég með ör eða dökka bletti þar sem áður voru þurrkublettir (sem ég fæ mikið af), kremið inniheldur einnig hyaluronic sýru en það hentar mér rosalega vel því ég er með svo þurra húð, ég stal smá um sýruna á vef heilsuhússins til að útskýra hvað hún gerir meðal annars;

Vísindamenn segja þessa fjölsykrusameind eina rakadrægustu sameind náttúrunnar og því er hún skilgreind með réttu sem náttúrulegur rakagjafi.
Af allri hyaluronic-sýru líkamans liggur 50% í húðinni og húðþekjunni. Þegar nóg er til staðar af henni flytur hún næringu til húðarinnar og heldur henni stöðugt rakri. Með aldrinum minnkar hyaluronic-sýran í húðinni og jafnframt næringarupptaka húðarinnar en það er ein af aðalástæðum þess að við eldumst, fáum hrukkur, ellibletti og slappa húð. Það má því fullyrða með góðri samvisku að hyaluronic-sýran sé í eðli sínu hið náttúrulega botox! (http://www.heilsuhusid.is/Frett/14661/)

Með þetta efni í BB kreminu- á kremið að vera að draga alltaf raka úr umhverfinu og inn í húðina svo maður þurrkast ekki upp og á meðan húðin er rök myndast hrukkur síður.
Í þessu Lioele BB kremi er einnig að finna sólarvörn upp á 30, við hötum það ekki, því auðvitað viljum við vera góð við húðina okkar, og á sumrin er maður nú svolítið úti í sólinni en vill kanski ekkert mikið vera að klína einhverri sólarvörn við andlitsfarðann sinn.

Ég hef verið að nota kremið í rúmar 2 vikur núna- og ég get sagt að ég held ég gefi meik-notkun að mestu upp á bátinn, allavega í bili. Ég fæ nánast aldrei lengur litlar bólur á ennið og á og í kringum nefið, þurrkublettirnir mínir eru á undanhaldi, auk þess þekur þetta ótrúlega vel, og ég nota þetta sem hyljara líka- það hverfa baugarnir mínir, allur mislitur og svo er eins og ég sé ekki með neitt framan í mér. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að þetta breyti einhverju til frambúðar og hvort örin mín lýsist eða kinnarnar mínar og hakan fari að verða jafnlitar restinni af andlitinu (ég verð þó að segja að mér finnst roðinn strax vera á undanhaldi, og húðin á mér hefur aldrei verið svona slétt, mjúk og góð!)
Ég set þetta á með puttunum, því BB krem eiga að bráðna inn í húðina og hitinn frá fingrunum er mikilvægur til að hjálpa til við það, sérstaklega í þessu kremi því það er mjög þykkt fyrst þegar maður byrjar að nudda því framan í sig. Svo eftir um 3-4 mínútur aðlagast það húðlitnum og verður svo ótrúlega náttúrulegt og fallegt (er oft mjög ljóst fyrst eftir að maður setur það á, áður en það aðlagast)

Hér eru myndir með og án BB kremsins:

Vinstri er með ekkert á andlitinu og hægri er með bara BB kremið á andlitinu.
Þetta er ein pumpa af BB kreminu, það er vel hægt að setja meira af því til að þekja meira- og í raun endalaust hægt að bæta ofan á án þess að það sé eins og maður sé með steypu framan í sér.
Ef maður vill svo t.d. hylja bauga betur eða einhverja rauða flekki/bletti- er snilld að taka bara örlítið meira af BB kreminu og nota það eins og hyljara- bara á þessa nokkru bletti :)

Vinstri er bara með BB kreminu og á hægri er ég búin að bæta "glæru" HD púðri frá e.l.f., bronzer og kinnalit. Einng er BB kremið búið að aðlagast  húðinni betur og er ekki jafn ljóst eins og það er fyrst þegar maður setur það á :)

Elska þetta krem!
Það á eftir að endast mér lengi því maður þarf svo lítið- og þegar það klárast held ég að það sé  alveg klárt mál að ég panti það aftur :)
Ég pantaði mitt hér. Einnig til önnur útgáfa sem heitir Beyond the solution en triple the solution eins og ég á er í raun nýrri og endurbættari útgáfa af sama kreminu og eru flestir sammála um að það sé betra á flestan hátt. (Fer eftir fólki samt auðvitað)
P.s.! Varist eftirlíkingar, t.d. þegar pantað er á ebay eða amazon o.s.frv. mikið um svoleiðis!

-Kata!
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest




Nýtt í safninu!

Pantaði mér frá e.l.f bæði fyrir rúmum tveimur vikum minnir mig og svo aftur núna- svo ég ákvað að sýna ykkur hvað ég keypti plús smá bland :)

e.l.f. studio blush í litnum Mellow Mauve- ótrúlega sætur svona ferskju/laxableikur léttur og fallegur litur. 

e.l.f. eyebrow treat and tame- einhverskonar blautt litað gums sem maður á að greiða í gegnum augabrúnirnar- virkar ekki fyrir mínar, því þær eru svo hárlausar eitthvað. Treat hlutinn (glæra gelið) á að hjálpa augabrúnunum að vaxa og ég hef verið að setja það á mig áður en ég fer að sofa því ég er bara með hálfar augabrúnir og vantar sárlega enda á þær- þetta er held ég alveg pínu að virka, en kanski of mikið í kringum augabrúnirnar þar sem ég vill ekki að hárin séu að vaxa hraðar haha :) 

e.l.f. zit zapper- á að koma í veg fyrir bólur rauða bletti og er ótrúlega oft uppsellt því þetta virkar víst rosa vel- og ég er búin að heyra rosa margar góðar sögur af þessari vöru. Ég er ekki vön að fá mikið af bólum svo ég get ekki sagt mikið um þetta sjálf- en ég hef prófað þetta á fjölskyldu og vinum og þetta virðist virka stórvel! Um leið og þú finnur að bóla er að myndast, skvettiru þessu á og hún ætti að hætta snarlega við að koma. 

e.l.f. liquid eyeliner- svo ótrúlega einfalt og þæginlegt þegar maður er á hraðferð! Þegar ég nenni ekki að taka upp burstann og kremeyelinerinn og vill bara klára að mála mig asap er þessi blauti eyeliner algjör snilld! Helst vel á og er auðveldur í notkun. Var búin að heyra helling af góðum hlutum um þessa vöru svo ég sló til. Ég veit ekki hvort það er svoleiðis á öllum en það var einhversskonar hnútur framan á penslinum hjá mér, hann var ekki oddmjór að framan heldur einhvern veginn breiður og flatur og skrítinn- en ég náði samt sem áður að láta þetta virka fyrir mig, þó það sé líklega þæginlegra að hafa oddmjóann enda. Overall mjög ánægð með þessa vöru. Finnst hann samt klárast megafljótt!

e.l.f. volume plumping mascara- maskari sem á að gera augnhárin manns þykk og "lush" eins og stóð á síðunni. Neibb- hann gerir nákvæmlega ekkert fyrir augnhárin mín, rétt litar þau en annað ekki. Ég næ einhverjum pínu volume út úr honum ef ég nota tvær umferðir af öðrum maskara undir og set þennan yfir- en   hingað til hefur hann ekki unnið aðdáun mína. 

e.l.f. tone correcting concealer- hef áður talað um þennan hyljara á bloginu, átti hann í Ivory og elskaði hann sem baugahyljara- þessi er hins vegar of dökkur fyrir minn smekk, hef verið að nota hann á rauða bletti og bólur sem er svona allt í lagi- en þarf hann ekki lengur (kemur í ljós í komandi bloggi afhverju)

e.l.f. natural lashes- elskaði dramatic augnhárin sem ég keypti um daginn svo mikið að ég ákvað að prufa natural líka- hef enn ekki prófað samt, vona að þau bregðist mér ekki :)

e.l.f. dramatic lashes- keypti annað par af þessum elskum.

e.l.f. stipple brush- verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan bursta. Ég á einn slíkan frá Make up forever og elska hann svo mikið mikið, hef bæði notað hann mikið í blautt meik, svo bronzer og  loks kinnalit og elska hann í allt saman. Þessi er hinsvegar svo þunnur og aumingjalegur, voða lítið hægt að gera með honum. Ég allavega fýla hann ekki, reyni stundum að nota hann í kinnalit en hann er eiginlega ekki nógu þykkur til að varan blandist almennilega á húðina. 

Keypti mér Ardell augnháralím á ebay bara til að prufa eitthvað nýtt fyrst ég er orðinn augnhárasjúk! Á eftir a prufa.

Svo tvennt í lokin sem er ekki snyrtivörutengt en er óhemju krúttaralegt samt- hulstur á símann minn.



Má maður aðeins vera fimm ára í friði!

-Kata
(P.s. ég fékk helling af andlits-maska-grímum um daginn, hugsa að ég geri sér blogg um þær allar)
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Búið og að klárast!

"Products I've hit pan on" er þekkt fyrirbæri hjá hinum fjölmörgu bjútýbloggurum og "bjútýgúrúum" heimsins- en það lýsir sér þannig að þá sýna þeir þær vörur sem eru svo mikið notaðar að það er fari að sjást í botninn á ílátinu sem geymir þær.
Ég ákvað að gera einsskonar útgáfu af slíku bloggi- þar sem ég sýni þær vörur sem eru einmitt það útþynntar að það er farið að sjást í botninn, og einnig þær vörur sem eru algjörlega tómar. Þetta eru venjulega vörur sem maður hafði á einhverjum tímapunkti mikið dálæti á- svo ég get þá sagt ykkur í leiðinni hvað ég elskaði við hverja og eina vöru eða bara hvað mér finnst um vöruna.
Vona að þið fýlið þetta ;)

e.l.f. pressed powder í buff- mjúkt og fínt púður sem gerir nákvæmlega það sem ég vill, mattar og er með ágætt cover- ég tími ekki að vera að kaupa eitthvað dýrt púður (var vön að nota alltaf CEE cosmetics púður, sem sést hér neðar) svo mér finnst frábært að geta keypt ódýrt púður sem gerir það sama og þetta dýra. Kaupi alltaf nýtt ef það klárast.

e.l.f. eyebrow kit í dark- ég geri mér grein fyrir að bloggin mín einkennast af e.l.f. vörum, enda eru þær snilld ef maður er on a budget. Þetta er augnbrúnagel og púður- ef ég er að drífa mig nota ég bara púðrið og gelið bara rétt í endana því ég er með allt of stuttar augabrúnir. Ef ég er að fara t.d. á djammið þá nota ég gelið til að fylla þær inn og set svo púðrið yfir til að festa allt saman. Frábært fyrir fólk eins og mig sem skortir sárlega hár í brúnirnar eða er með of stuttar. Kaupi þetta alltaf aftur.

Nars Laguna Bronzer- einfalt mál að útskýra afhverju þessi er svona langt kominn; er búin að nota hann nánast daglega í ár (ótrúlega endingargóður finnst mér miðað við hvað ég nota hann mikið)- því hann er frábær til að skyggja og bara gefa andlitinu dýpt og smá lit. Kvíði fyrir deginum sem hann klárast því hann fæst bara úti og hann kostar alveg slatta pening. Mun samt örugglega ekki geta lifað án hans, svo ég mun pottþétt kaupa hann aftur.

CEE cosmetics púður- ég notaði þetta alltaf áður en ég prófaði e.l.f. púðrið, þetta er ótrúlega gott púður sem má nota bæði blautt eða þurtt. Ég keypti mörgum sinnum svona dósir, og það var alltaf frekar sárt fyrir budduna- svo ég var mjög fegin þegar ég fann e.l.f. púðrið. Ég myndi þó líklega kaupa mér þessa týpu ef ég væri rík- því maður fær aðeins meira af púðri.

Bodyshop bronzer eða sólarpúður- fyrsta sólarpúðrið sem ég keypti mér- ég kunni ekkert að nota það neitt sérstaklega, það kláraðist mjög hratt því ég notaði það bara einhvernveginn útum allt og kunni ekkert á það. Finnst þetta samt hið fínasta sólarpúður núna, en leiðinlegt að vinna með það svona brotið.

Bodyshop augnskuggi- held ég sé a segja satt þegar ég segji að þetta sé fyrsti augnskugginn minn, sem ég keypti þegar ég kunni ekkert að mála mig (og ég vill taka fram að ég byrjaði bara að læra að mála mig fyrir rétt rúmu ári síðan- svona fyrir utan maskara og smá púður)- ég notaði þennan s.s. í augabrúnir (ekki fögur sjón) hann er alltof dökkur og ég kunni ekkert að fylla inn í augabrúnirnar. Notaði hann samt lengi sem útskýrir dældina í honum, ég mun líklega ekki kaupa þetta aftur. 

e.l.f. fjórskuggapaletta í Brownstone- úr fyrstu sendingunni sem ég pantaði frá e.l.f. (maí 2011) og þetta voru fyrstu augnskuggarnir sem ég keypti í þeim tilgangi að setja á augun á mér. Ég keypti hana s.s. rétt fyrir útskrift, þegar ég var nýbyrjuð að horfa á youtube "bjútý-gúrúa" og mig langaði að mála mig sjálf fyrir útskriftardaginn. Brúni er mest notaður því ég notaði hann lengi til að fylla inn augabrúnirnar mínar.

Tigi Bed Head Big Fat Fun Eyeliner- extra mjúkur og kremaður (í áferð) eyeliner, sem móðir mín átti nú lengi vel þar til ég stal honum (óvart), sjúúklega góður til að smudge-a t.d. í smokey lúkki. Besti eyeliner sem ég hef komist í kynni við- sem útskýrir afhverju hann er orðinn minni en lokið á hann. Myndi kaupa aftur ef ég finn hann einhversstaðar. 

Urban Decay Primer potion- tvær tómar dollur af þessu, einföld útskýring; ótrúlega góður augnprimer, lætur skuggana haldast rosalega vel og lengi og gerir þá bara flottari yfir höfuð. Á ennþá stóra túpu af þessu svo ég þarf ekki að kaupa nýja á næstunni- en e.l.f. primerinn sem kostar 400.- er ekkert verri svo ég verð svosem ekkert sár ef allt klárast hjá mér. Samt fínt að eiga þetta til. 

e.l.f. under eye concealer&highlighter- er búin að smyrja hverja einustu örðu innan úr concealer hlutanum. Örugglega til margir betri hyljarar, en þessi er ódýr og virkar fínt fyrir rauða bletti eða bauga. Er búin að reyna að kaupa hann aftur, en minn litur er aldrei til á síðunni þeirra.

e.l.f. tone correcting concealer- algjörlega búinn, keypti hann í Ivory sem er rosalega ljós en ég fýla það til að fela bauga og birta um leið yfir andlitinu mínu, fínt þegar maður er þreyttur yfir prófum t.d. haha! Er búin að kaupa annan, en keypti hann í dekkri lit og er ekki að fýla það eins vel- sá er fínn á rauða bletti í andlitinu, en ekki eins flottur yfir bauga. Mun kaupa þennan ljósa aftur.

Clinique dramatically different moisturizing lotion- var uppáhalds rakakremið mitt lengi, þar til það kláraðist og ég var ekki tilbúin til að eyða tæpum 10.000 kalli til að kaupa það aftur.

Nivea noruishing day care rakakremið- keypti þetta því ég átti lítinn pening, kláraði það því ég fýlaði það vel. Er búin að komast að því í gegnum tíðina að það skiptir ekkert of miklu máli hvaða rakakrem ég nota, eina sem losar mig við þurrkubletti í andlitinu er að vera dugleg að drekka vatn því þá hverfa þeir- ekkert krem nær að losa mig alveg við það. Rakakrem eru samt mikilvægt til að næra og halda húðinni rakri og góðri. Ég myndi alveg kaupa þetta rakakrem aftur- en keypti samt annað frá Nivea núna síðast bara til að prófa. 

Biotherm Aquasoruce rakakremið- Já ég er rakakremsjúklingur, enda með mjög þurra húð. Var mjög ánægð með þessa týpu, svo ótrúlega fljótt að fara inn í húðina og létt. Ekki svona þungt þannig að maður finni fyrir því á húðinni- hafði líka svona nokkuð ágæta stjórn á þurrkublettum (en eins og ég segi mun ekkert losna við þá alveg nema að drekka nóg vatn). Mun líklega ekki kaupa þetta aftur sjálf því þetta kostar aðeins meira en ég er tilbúin að eyða í rakakrem. 

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Uppáhalds í Maí!

Þá er enn einn mánuðurinn á enda!
Og ég er með ýmislegt uppáhalds sem var notað nánast daglega þennan seinasta mánuð sem ég ætla að sýna ykkur.

FakeBake Flawless self-tan liquid- Þetta yndislega brúnkusprey er klárlega uppáhalds, sérstaklega svona þegar maður er að koma undan vetri og hefur ekki almennilega náð að tana á fyrstu sólardögum sumarsins en vill samt vera frísklegur! Fínt gervi þegar maður er að bíða eftir raunverulegu tani. (Svo er sólbað ekkert sérstaklega gott fyrir húðina í miklu magni- svo sumir halda sig bara við fake-tanið)
Allavega- ótrúlega náttúruleg og fallega bronzuð brúnka- ekkert appelsínugult, ekkert augljóst og sjúklega auðvelt að setja á með þessum brúna hanska sem fylgir með.

Twilight Woods Shimmer Mist frá Bath and Bodyworks: Ilm/shimmer sprey sem í fyrsta lagi er hreinn unaður í spreybrúsa, lyktin er svo sjúklega góð að manni langar að baða sig í henni og að auki eru svona líka fallegar shimmer-agnir í brúsanum og þetta hefur verið uppáhalds núna í maí því það glampar á mann í sólinni (sérstaklega flott yfir tan!) og ekki svona disco ball glampi- heldur bara svona... Edward Cullen í sólinni shine. (Okei ekki einu sinni svo mikið)
Og vá ég var fyrst núna á meðan ég skrifa þetta að fatta nafnið á spreyinu... haha vá hvað ég er vitlaus- er búin að eiga þetta í ár og var núna að gera mér grein fyrir að þetta tengist því líklega eitthvað að Edward í twilight fór inn í skóg með Bellu og glansaði í sólinni. [Clever bath and bodyworks!] Nema ég sé double-vitlaus og þetta tengist því ekki neitt?

Clean&Clear morning energy shine control daily facial scrub- Búin að nota þetta í hvert skipti sem ég fer í sturtu allan maí, ótrúlega gott til að skrúbba af sér þurrkubletti vetrarins og hafa hemil á húðinni. Að auki er þetta svona últra mega frískandi (á að vekja mann betur á morgnana) og það eiginlega virkar- það er svona mint-fýlingur í þessu sem vekur mann og lætur mann anda að sér frískleika. (Cheesy lýsing ég veit) Svo í lok mánaðarins- svona seinustu vikuna-hætti ég að nota þetta og fékk strax litlar bólur á nebban og ennið og hökuna. Svo þetta hjálpar greinilega til við að halda húðinni hreinni!

Seinustu mánuðir hafa verið "beauty on a budget" mánuðir- ég hef ekki haft efni á að endurnýja dýru rakakremin mín sem kosta í kringum 10.000 kr.- (enda rugl að verlsa svoleiðis á Íslandi!)
En ég varð desperate og kláraði öll krem upp til agna og vantaði nauðsynlega eitthvað ódýrt, og keypti ódýrasta kremið sem ég fann (tæpar 1000 kr.-), svo ég bjóst ekki við miklu af því og var frekar skeptísk, en allt er betra en ekkert svo ég sló til. Í sannleika sagt fann ég engan mun á húðinni milli þess sem ég notaði 10.000 króna rakakrem og 1.000 króna rakakremið, gerði nákvæmlega það sama fyrir mig. Ég hef prófað örugglega milljón týpur af rakakremum og ég var ekki fyrir vonbrigðum með þetta frá Nivea.

e.l.f. makeup mist & set sprey- Sprey sem á að halda málningunni frísklegri og góðri í gegnum daginn og hjálpa henni að endast lengur. Ég hef svosem ekkert átt í erfiðleikum með að láta málninguna endast, en þetta sprey er svo mikil snilld. Ég er farin að nota blautt meik meira, og yfir það set ég svo púður svo allt festist og ég sé ekki klístruð- en maður verður oft svo púðraður og mattur eitthvað þegar maður klárar málninguna með púðri, þessvegna er snilld að spreya þessu yfir- þá "af-púðrast" maður, en samt bara mátulega- maður verður ekki glansandi eins og maður sé sveittur eða olíuborinn, en maður fær svona frísklegt "glow" og málningin verður einhvernveginn náttúrulegri. (Það er viðbjóðsleg moldar-gúrku lykt af þessu, en það er bara rétt á meðan maður spreyar- svo hverfur hún). Búin að nota þetta daglega í maí!

e.l.f. eyelid primer- Þessi augnprimer er svo sjúklega góður! Held ég hafi vanmetið hann í langan tíma, enda sá ég ekki sólina fyrir Primer Potion frá Urban Decay- en þessi er algjörlega jafngóður! Er ekki búin að snerta við Urban Decay primernum seinustu vikur og hef notað þennan frá e.l.f. nánast daglega. Eftir eitt djammið var ég alveg týnd þegar ég kom heim og mér gafst ekki tækifæri til að þrífa af mér málninguna, daginn eftir vaknaði ég og augnmálningin var ennþá 100% eins og ný! Hún hreyfðist ekki- ég vaknaði meira að segja um miðjan dag, fattaði að ég var á leið í afmæliskaffi, rétt náði að klæða mig í föt og hljóp út úr dyrunum með sömu málninguna og fólk trúði ekki að hún væri frá deginum áður. Svo þessi primer hlýtur að vera að gera eitthvað rétt!

Victoria's Secret perfect lipstick í litnum Wish- ótrúlega fallegur ljósbleikur litur, mjúkur og creamy sem getur verið bæði bara rétt smá frísklegur litur á vörunum, en það er einnig hægt að byggja hann upp svo hann verði þéttari og augljósari. Ótrúlega flottur og sumarlegur litur-og hann er svo creamy að varirnar á manni þorna ekki upp. Elska hann- nánast eini sem ég hef notað í maí. 

e.l.f. tone correcting concealer í litnum Ivory- Sko, á sumrin vill ég hafa léttari förðun, ekki of mikið meik, ekki of mikið púður, og ekki of mikið af hyljara. Þess vegna finns mér þessi svo góður, hann er ekkert brjálæðislega þekjandi- en samt svo mátulega, og ég kaupi hann í ljósasta litnum og nota hann undir augun sem baugafelara, og þar sem hann er svona ljós þá birtir hann svo sjúklega yfir augunum á manni og opnar þau og lætur mann virðast meira vakandi. Mér finnst ég miklu frísklegri þegar ég nota hann- og finnst ég eiginlega bara ómöguleg án hans. Sumir vilja meina að of ljós hyljari undir augun undirstriki bara vandamálasvæðin þar- en það finnst mér alls ekki.

e.l.f. powder brush- Þessi bursti er náttúrulega rugl! Hann er svo ótrúlega góður í blautt meik, og ég veit að þetta er mjög algeng skoðun fólks- verst að hann heitir powder brush svo hellingur af fólki er örugglega að missa af því hvað hann er góður í blautt meik. Svo góður til að "klappa" meikinu létt yfir allt andlitið, og svo til að blanda því vel inn í húðina með því að nudda honum í hringi vel yfir allt andlitið. (Endalaus vídjó á youtube  sem sýna hvernig best er að nota hann) Ég nota hann alla daga! Hann er líka frábær í púður.

Make Up Forever Stippling Brush- Notaði þennan lengi vel í blautt meik og finnst hann frábær í það (þangað til ég kynntist e.l.f. púður burstanum) en núna nota ég hann í bronzer og kinnalit og finnst hann algjört möst!
Ég var lengi vel frekar hrædd við kinnaliti, fannst þeir alltaf svo skærir og scary- en með þessum busta er hægt að fá bara flottan og léttan lit, því burstinn pikkar ekki upp of mikið svo maður verði bara eins og maraþonhlaupari- heldur setur hann bara létta umferð af lit, sem er svo hægt að byggja upp að vild.
Einnig er hann frábær til að skyggja andlitið með bronzer/contourpúðri.

Sem dregur okkur að næsta uppáhaldi. E.l.f. Contouring Blush & Bronzing Powder (sem á að vera dupe fyrir kinnalitinn í Orgasm frá Nars og bronzerinn í Laguna frá Narz) og þeir eru nokkuð nálægt!
Ég er búin að vera að nota þetta allan maí (aðallega contour púðrið (þetta brúna)) því ég er að verða búin með Laguna bronzerinn minn frá Nars :( Og ég tími ekki að klára hann strax, svo þessi bronzer er flottur til að hvíla hinn- ég nota hann til að skyggja andlitið- undir kinnbein, gagnaugun, kjálkan, nefið o.s.frv.

Sleek Makeup palettan í Oh So Special- er búin að nota þessa óspart í maí og þá sérstaklega í "sumarlúkkið" sem er í blogginu hérna fyrir neðan, en það lúkk er ég búin að vera með í marga marga marga daga í maí! Bleiku/ferskju litirnir eru litirnir sem hafa verið notaðir hvað mest.

Naked2 frá Urban Decay- er hægt og rólega að vera agjörlega ástfangin af þessari palettu, enda yndisfagrir augnskuggar í henni! Fyrsta Naked palettan er nánast búin að liggja óhreyfð í maí því þessi hefur alltaf verið tekin fram í staðinn. Upp á síðkastið er ég mest a nota ljósu litina (með sumarförðuninni úr síðasta bloggi) og kopar og gull litina líka- er aðeins að detta inn í heitu litina fyrir sumarið. Palettan býður líka bara upp á svo ótrúlega marga möguleika af allskonar lúkkum!

e.l.f. natural radiance blusher í litnum Flushed- Uppáhalds kinnalitur númer 1,2 og 3! Er búin að nota hann ALLA daga í maí ALLTAF! Elska Elska Elska þennan lit- gerir mann svo ótrúlega frísklegan og gerir bara svo mikið fyrir heildarlúkkið. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði kinnalita manneskja, en ég er sjúk í hann! Oftast er talað um hann sem dupe fyrir hinn sívinsæla MAC kinnalit í litnum Dollymix- nema þessi er örlítið mattari. Ég vildi að hann kæmi í stærri pakkningum því ég hef á tilfinningunni að ég eigi eftir að fara í gegnum þónokkrar svona dollur (kostar samt bara 400 kr.- svo það er í lagi).

Vaselín- hahah... basic að hafa vaselín í uppáhalds snyrtivörunum! En vaselín er bara svo mikið möst, ég get ekki notað varalit nema vera búin að setja á mig vaselín áður- varirnar verða svo mjúkar og djúsí og þá þurrkar varaliturinn þær síður upp. Að auki set ég þetta á augnhárin á mér á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa til að halda þeim rökum og mjúkum (og hvort sem þið trúið því eða ekki, þá hjálpaði þetta augnhárunum mínum að vaxa helling). Það virkar víst svoleiðis fyrir suma, og það virkaði fyrir mig- sem meikar sens því ef augnhárin á manni eru þurr og skorpin detta þau frekar af og eru hreinlega ekki jafn heilbrig- svo það er kanski ekkert svo ótrúlegt ef þau eru fallegri eða vaxa frekar á meðan þau eru rök og mjúk. Og já ég glimmerlakkaði dolluna til að gera hana meira aðlaðandi!

Síðast en ekki síst e.l.f. dramatic lashes- er ekki búin að eiga þessi augnhár allan maí- en seinustu tvær vikur er ég búin að nota þetta sama par 7 sinnum- og þau eru ennþá eins og ný. Mér finnst það frábær ending og mér finnst þessi augnhár líka bara rosa flott. Límið gerir ekki mikið fyrir mig svo ég nota annarskonar lím- en augnhárin eru frábær!


-Kata!
Ég er á instagram @catrinazero (lúkk dagsins, neglur dagsins o.s.frv. koma stundum þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                              Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest