Smá nýtt í safninu!

Svona svo þið gleymið mér ekki.
Lítið og sætt blogg.

Þessi algjörlega random mynd er bara hérna svo það komi mynd við hliðina á fyrirsögninni á blogginu- á forsíðunni.
Glerglas fullt af kiwi, klökum og vatni er ekki nýtt í safninu í þetta skiptið. 


Elskuleg tengdamóðir mín kom frá Finnlandi í vikunni og það má segja að hún hafi lesið hugsanir mínar því hún kom færandi hendi með body lotion (sem ég safna og elska!), bodyscrub (sem ég á aldrei nóg af og vantaði sárlega núna!) og fjaðra eyrnalokka með sætu hauskúpunum sem mér finnst vera á öllu skarti í dag. (Kanski því ég er asos sjúk og það eru til allskonar skartgripir með þessari kúpu á, sem mér finnst æðislega sæt!
Bodylotion-ið (sem kallar sig bodybutter, en það er lygi) ilmar dásamlega og virkar, eins og flest bodylotion, vel til að gera húðina mjúka, vel raka og vel lyktandi.
Bodyscrub-ið er mátulega rough eins og það á að vera, en ekki of (svo þú ert ekkert að raspa af þér mikilvæga líkamshluta eða neitt).
Eyrnalokkarnir eru bara eins og eyrnalokkar-> Sætir og góðir í eyrun!



Jæja- ég vildi bara skella inn einu laufléttu til að minna á að ég er enn meðal manna- annars er fyrsta lokaprófið búið og þá eru bara fjögur eftir! (:
Eftir það fara vonandi að hrynja inn nýjar og spennandi færslur- endilega verið dugleg að senda mér póst á katamaja@simnet.is eða komment hér eða message á facebook ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða séróskir um blogg, það er ekkert víst að þið hafið endalaust gaman af mínum takmarkaða hugarheimi.

Þar til næst!
Ást&Hamingja!

-Kata

Uppáhalds í mars!

Getum við vinsamlegast hundsað þá staðreynd að það er hálfur mánuður síðan mars kláraðist og ég er því frekar mikið á eftir áætlun?
Takk!
Í staðinn mun þessi færsla innihalda uppáhalds vörurnar í mars og hálfan apríl- yeah!

Fyrsta uppáhalds er reyndar sjónvarpsþáttur, en það má alveg (: Hann heitir Face Off og að sjálfsögðu snýst hann um förðun, reyndar fantasíu og svona bíómynda og búningaförðun... en oh my hvað þetta er skemmtilegt fyrir svona fólk eins og mig! Mæli með!

Næst eru það bækur--> Hunger Games trílógían, þar sem ég er fanntasíu/ævintýra - bóka sjúk að þá kolféll ég fyrir þessari snilld! 
VEI! Þá eru það snyrtivörur! Uppáhalds varaliturinn minn, sem hefur fengið að njóta sín nokkuð oft þennan mánuðinn er Victoria's Secret Perfect Lipstick í litnum Wish- ljósbleikur, sætur og sumarlegur (ekkert líkur myndinni eiginlega), er að detta í snemmbúið sumar hérnamegin!
e.l.f. kinnalitur í litnum Flushed- svona dekkri bleikur, ótrúlega fallegur litur og nafnið gefur þetta eiginlega allt til kynna: hann lætur mann líta svona "flushed" út, ekkert áberandi, en samt gott touch af frískleika eftir að maður hefur spaslað andlitið á sér í einum og sama meik-litnum.

Fyrir ekki alllöngu sat meikið mitt oftast ofan í skúffu óhreyft að mestu, líklega sökum þess hve dökkt það er. Nú hef ég legið í tan-spreyinu mínu undanfarið og hef því getað notað þetta yndislega meik, sem er svo fallegt og fínt og gott! Ég fékk alltaf strax útbrot af því hérna í denn, en með góðum primer og eðlilegu magni af því er húðin á mér alveg gulls í gildi. (I said it!)

BAAAAAAAAH
Get ekki sagt nógu mikið fallegt um þennan púður bursta- notaði hann alltaf í púðrið mitt- og elskaði hann! Og nota hann núna í blauta meikið, og elska hann svo miklu meira! Vá, hef aldrei notað svona góðan bursta í blautt meik, og hef prófað alveg þónokkrar týpur :) Ætla að kaupa fleiri svona, enda örugglega á að nota þá í varalitinn líka (elska'nn bara svona mikið!) hahah

NAKED 2- (eða bílnúmera platan, eins og mörgum sýndist á facebook þegar ég póstaði fyrst mynd af henni)
Held ég hafi notað þessa palettu á hverjum einasta degi sem ég hef málað mig, frá því ég fékk hana! Svo fallegir litir- svo margar samsetningar, og svo húkkt Katrín María! 

Primer- möst í að halda húðinni á mér góðri eftir að ég fór að nota blautt meik meira,  gerir fésið á mann ready fyrir þunga leðjuna sem kemur svo yfir primerinn- og gerir allt flawless og auðblandanlegt (hötum harðar línur og illa blanda bletti er það ekki?) 

Rimmel Sexy Curves Mascara- Stundum að éta ofan í sig fyrri umsagnir! Hafði þennan í verri vörunum og rakkaði hann niður um daginn, en eftir að hafa leyft honum að "anda" örlítið og þorna og eftir að hafa komið mér upp ágætis aðferð við að beita þessum stórfurðulega bursta- þá er hann að gera góða hluti og ég hef notað hann í hvert skipti sem ég málaði mig seinasta mánuðinn. 

e.l.f. hyljari- þegar ég nenni ekki blautu meiki er tilvalið að skvetta þessu á rauða bletti, bauga og rjóðar kinnar og toppa allt heila klabbið svo með lituðu púðri- fljótlegt, einfalt og ...fljótlegt.... aðallega.

NARS bronzer í litnum Laguna- keypti hann núna fyrir nánast svona ári, er búin að nota hann daglega í nánast svona ár- er búin að elska hann daglega í nánast svona ár og ætla mér að halda áfram að tilbiðja hann þar til hann hverfur af yfirborði jarðar. Frískar mann upp- gefur manni svona tanað "glow" og er líka fínn sem skyggjari ef maður er fölur og frár eins og ég á það til að vera.

Að lokum!
Makeup setting sprey- sem er til þess gert að spreya yfir allan farða eftir að honum hefur verið smurt vandlega á andlit- og með því á farðinn að haldast fallegur og haldast á manni vel og lengi lengi. Mér finnst spreyið aðallega gott því eftir að hafa pakkað á mig meiki, púðri, kinnalit, bronzer- þá er maður svolítið púðraður eitthvað og þá er tilvalið að spreya bara slatta af gusum af þessu yfir allt saman- og þá fær maður svona smá glans (en þó ekki of mikið) svo maður sé ekki eins og marmarakaka- og samt ekki eins og maður hafi smurt matarolíu yfir heildarlúkkið.
Það er svo bara bónus ef meiköppið helst lengur á manni ;)

Næstu vikur verð ég á kafi í lokaprófslærdómi og verkefnaskilum og allskonar óbjóði- svo ég verð ekkert aktívasta peran í séríunni- ef þið skiljið hvað ég er að fara. En ekki gleyma mér, ég verð hér enn- og kem sterk til baka, mega spennt fyrir komandi sumri- með komandi sumarförðunum og sumarvörum og dúlleríi!
Takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja hingað- þið eruð best!
Ættla svo að detta í "give-away" þar sem einhver heppin fær gjöf líklega í maí :)
(Mun nú samt alveg henda inn einni og einni léttri færslu þangað til)

-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Fallegt frá MAC

Er búin að vera að fylgjast með þrem línum frá MAC upp á síðkastið (Reel Sexy, Tres Cheek og In Extra Dimension) sem komu út í byrjun apríl og verða eitthvað fram í maí (meirihlutinn seldist upp á no time úti) og finnst bara svo margt fallegt! Ætla að sýna ykkur hvað greip svona mesta athygli hjá mér úr hverri línu, stundum ætti maður að vinna í lottó til að geta leyft sér smá!

Reel Sexy:
Reel Sexy línan inniheldur helling af allskonar fallegum vörum en ef ég ætti að velja eitthvað úr til að eiga væru það klárlega tveir af varalitunum; Reel Sexy og Watch Me Simmer:
Reel Sexy

Watch Me Simmer
Hérna eru prufurnar, Watch Me Simmer til vinstri og Reel Sexy til hægri- ekkert smá sætir og sumarlegir litir! (Er mega veik fyrir svona appelsínu-coral litum eins og Reel Sexy er)
Tres Cheek:
Þessi lína innihélt 6 ótrúlega fallega kinnaliti, en þeir sem stóðu mest upp úr að mínu mati voru eftirfarandi:

Frá vinstri: Lovecloud, Peony Petal og Modern Mandarin
Elska þessa liti! Er sérstaklega hrifin af Modern Mandarin (þar sem ég er appelsínu- og coral-lita sjúk! eins og áður kom fram)- en hann er mjög appelsínugulur, og líklega enn meira en myndin sýnir, en það er annar litur í þessari línu sem er líka coral-byggður en hann er miklu miklu ljósari og líklega auðveldari að vinna með ef maður er ekki mikið að nota kinnaliti dagsdaglega, hann heitir Immortal Flower og er ótrúlega sætur.

In Extra Dimension:
Þessi lína inniheldur 10 undursamlega augnskugga og þrjú highlighter skinfinish púður.
Nafnið á línunni er líklega dregið af því hversu fallega grafiskar vörurnar eru í umbúðunum, skuggarnir og púðrið eru að hluta til upphleypt sem gerir það að verkum að vörurnar eru einstaklega mikið augnakonfekt.
Úr þessari línu myndi ég helst vilja eignast eftirfarandi:
Superb higlighter sem er lengst til vinstri á þessari mynd (fínt að sjá í samanburði við hina tvo)
Havana- ótrúlega fallegur bronzaður skuggi, einhverra hluta vegna er ég
alltaf veik fyrir þessum litum, þó ég eigi meira en nóg af þeim!

Rich Core- ótrúlega fallegur litur, sem ég veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa-  einhversskonar mauve vínrauð-fjólublár frosty skuggi- bara ótrúlega fallegur, sérstaklega eftir að hafa skoðað swatches af honum. 
Þetta er svona það helsta á óskalistanum um þessar mundir!
Ég mæli með að þið kíkið á restina af þessum línum, það er allt morandi í umfjöllunum og sýnum af þessum línum á netinu- svo mikið fallegt!

Gleðilegan Laugardag!
-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}



Black&Gold| Myndband

Okei páskarnir voru aðeins meira busy hjá mér en ég hafði gert ráð fyrir, svo að þessu sinni var ekkert páska look, en í staðinn ætla ég að skella hérna inn einu edgy svörtu og gulllituðu lúkki.
Ef þið viljið sjá hvernig maður skellir  í eitt slíkt, kíkið þá á meðfylgjandi vídjó.
Mæli einnig með að þið smellið á subscribe fyrir ofan vídjóið svo þið missið ekki af neinu ;)







Vídjóið má finna hér á youtube, endilega kíkið ;)


-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Ekki missa af nýjustu færslunum- eltu mig á bloglovin' til að vera alltaf updated!

Follow Glimmer&Gleði!

Forest Sunrise look| Myndband

Þegar á manni hvíla ósköpin öll af þungum verkefnum og myrkur prófalesturinn hangir yfir manni eins og skuggi virðist skapast óendanlegur tími til tilgangslausra hluta á borð við að dunda sér við tímafreka og skapandi förðun.
Maður þyrfti að vera oftar á kafi í verkefnum, þá gefast manni svo mörg tækifæri til að klára þá hluti sem skipta minnstu eða engu máli og þá er það bara frá (þó það hafi ekki einu sinni verið á neinum lista)!
En eins og einhver sagði: "Maður vinnur best undir pressu" og ekki bara það verkefni sem maður er undir pressu með, heldur helling af allskonar öðrum hlutum í leiðinni/viðbót! Þvílík lukka!

Andagiftin helltist allavega yfir mig í morgun og ég ákvað að skella í eitthvað litríkt og öðruvísi og útkoman varð sú sem myndirnar hér að neðan sýna:





Mér datt ekkert betra nafn í hug en "Forest Sunrise"--> Hefði líklega frekar átt að vera "Forest Sunset" og svona eftir á að hyggja, eftir nokkrar ferðir framhjá speglinum minnir þetta mig einungis á teiknimynda hamborgara... í vitlausri röð... brauðið í miðjunni, kjötið efst og kálið neðst.... ekki?

Ef þið viljið sjá hvernig ég skapaði þetta lúkk gerði ég vídjó sem má finna hér og það er, þó ég segi sjálf frá, aðeins fagmannlegra uppsett en seinustu vídjóin mín.
Að auki vil ég minna á að ef þið sjáið vídjóið í lélegum gæðum er hægt að stilla upplausnina og horfa á í betri gæðum sem ég mæli að sjálfsögðu með, allir ættu að geta séð allt mjög skýrt og skilmerkilega ef rétt er farið að!
Þannig er nú það elskurnar.
Ýtið líka á 'Subscribe' hnappinn fyrir ofan vídjóið... þá missið þið ALDREI af neinu frá mér! Hversu gaman?!

Bráðum koma páskar. Hversu flippað væri að gera páskalúkk? Er það eitthvað sem maður ætti að kíkja á? Hver veit... EN SPENNANDI. lol.

-KATA!

{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Ekki missa af nýjustu færslunum- eltu mig á bloglovin' til að vera alltaf updated!

Follow Glimmer&Gleði!