Umfjöllun: Flawless Fake Bake

Jæja, nú er daginn farið að lengja og það er ekki laust við að maður sé alveg komin með smá sumarfiðring í magann og því fylgir í mínu tilfelli allavega leiði á glæru vetrarhúðinni- sem virðist líflaus og gegnsæ eftir sólarleysið í vetur.
Við vitum einnig öll hvað ljósabekkir eru slæmir fyrir okkur en á sama tíma virðist það svo einföld lausn, sérstaklega þegar fake tan lotion, þurrkur og sprey eru ekkert allt of auðveld að vinna með.
Við þekkjum öll appelsínugula fake-tanið, heltönuðu lófana og misjafna tanið sem eru gildrur sem er auðvelt að lenda í með hinum ýmsu týpum af gervibrúnnku.
Ég var eiginlega búin að gefa "fake tan" upp á bátinn þegar ég sá einn af mínum uppáhalds bjútý-vídjó bloggurum á youtube tala um Flawless Fake Bake.


Þetta er semsagt gervibrúnka í vökvaförmi sem er ótrúlega auðveld í ásetningu, og gerir mann ekki appelsínugulan eða með einhver skrítin för eða misjafna brúnnku. Að auki er ekki þessi sterka og vonda lykt sem er svo oft af svona vörum, það er meira svona tropical/coconut lykt af þessu (þó það sé auðvitað alltaf örlítil fake-tan lykt, en hún fer af í fyrstu sturtuferðinni).
Með í pakkanum fylgir spreystútur, latex hanskar og vettlingur sem maður notar til að setja vöruna á.
Latex hanskarnir eru til öryggis, því vökvinn getur komist í gegnum vettlinginn.
Í leiðbeiningum er talað um að spreya á vettlinginn og nudda honum svo í hringi á þá staði sem maður vill hafa "sólbrúna" en mér finnst árangurinn bestur ef ég spreya beint á líkamann og nudda vökvanum svo í hringi þar til hann er orðin jafn og flottur allstaðar (Vökvinn er mjög dökkur þegar maður spreyar fyrst, sem auðveldar manni að sjá hvort maður hafi blandað hann vel út).
Þegar maður gerir hendurnar fyrir neðan úlnlið og andlitið (ef maður kýs það) er best að spreya bara beint á vettlinginn, því það er erfiðara að blanda brúnkuna út á þessum stöðum.
Athugið að ef þið eruð með þurrkubletti t.d. í andlitinu er ekki æskilegt að spreya þessu þar, því tanið sest í þessa þurrkubletti og þeir verða dökk-dökk brúnir.



Eins og með alla gervibrúnku, fær maður lang fallegasta útkomu ef maður skrúbbar líkamann (losar sig við dauðar húðfrumur) í einhverja daga áður en maður byrjar að nota vöruna, og notar gott bodylotion (t.d. bodybutter frá bodyshop) eftir hverja einustu sturtu.
Svo þegar þú ætlar að byrja að nota vöruna, verðuru að vera alveg hrein/n, mátt ekki vera með nein lotion eða ilmvötn eða neitt slíkt á þer (skolar það bara af í sturtunni).
6 tímum síðar ferðu í sturtu til að skola af þér spreyið og þá verður eftir litur á húðinni, maður ætti að gera þetta svona 4 daga í röð til að byrja með (fer eftir því hversu brún/brúnn þú vilt verða) og eftir það er nóg að viðhalda taninu, með því að nota spreyið svona einu sinni í viku (oftar ef þú sækist eftir Betty Crocker Devil's  Cake tani).
Spreyið þornar um leið og maður er búin að nudda því á sig, og maður getur farið strax í föt, einnig er það ekki dökkt á litinn eftir að því er blandað á húðina, svo maður getur verið á meðal fólks þó maður eigi eftir að skola sig eftir ásetningu.

Ég hef ekki lent í veseni með að þetta liti út frá sér (t.d. föt, rúmlök o.s.frv.) en ef það gerist er þetta vara sem næst auðveldlega úr fötum og slíku bara í þvottavélinni :)
Fyrirtækið prófar vörurnar ekki á dýrum og vörurnar innihalda ekki paraben.

Þetta sprey stendur algjörlega undir væntingum, lætur mann fá þetta "golden-bronze" tan sem maður fær eftir legu á sólarströndum og tekur svona 10 mínútur að setja á sig (jafnvel styttri tíma).
Mæli með þessu fyrir alla sem vilja frísklegt tan án þess að skaða húðina í ljósabekkjum eða sólbaði!
Ég keypti mitt á Amazon, en það fæst hér ódýrara og síðan sendir frítt til Íslands ;)

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Ekki missa af nýjustu færslunum- eltu mig á bloglovin' til að vera alltaf updated!

Follow Glimmer&Gleði!

Fjólublátt smokey!

Jæja, ég skellti í annað vídjó í gær en verð því miður að hryggja ykkur með því að það er ónýtt :(
Ótrúlga svekkjandi, því það fer alveg slatti af vinnu í svona vídjó- þrátt fyrir að þetta virðist einfalt og unprofessional :)
Það var of dimmt úti og ég á enga almennilega lýsingu, svo það sáust engir litir og gæðin voru rosalega slök.
Í staðin fáið þið bara myndir af lúkkinu og megið eiga von á öðru vídjói von bráðar- sérstaklega þegar sólin skín svona skært, þá er birtan fullkomin til að taka upp.



Töff á djammið!

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Strawberry Lemonade- vídjó tutorial

Jæja, eftir mikið streð og allt of margar tilraunir tókst mér loksins að koma þessu vídjói saman og henda því á netið :)
Þetta skýrir sig allt mjög mikið sjálf, nokkrar myndir og svo vídjó til að sýna ykkur hvað ég gerði nákvæmlega.




Ég mæli sterklega með að þið ýtið frekar hér og horfið þannig á vídjóið inni á youtube, þá sést allt aðeins betur- og þá sést allur skýringartexti sem er skrifaður inn í vídjóið- hann virðist koma í pörtum hérna :)
Ef ykkur finnst skemmtilegt að horfa á þetta og viljið sjá fleiri svona vídjó- endilega smellið á like.
Einnig ef þið hafið einhverjar óskir um lúkk til að sjá- þá bara skiljiði eftir komment ;)

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Bömmer og spennandi!!

Hahah frumlegt heiti á bloggi...
Ég er semsagt á bömmer yfir að vera ekki duglegri að blogga! Ótrúlega miklum þar sem ég lofaði meiri virkni.
Er búin að vera að bíða eftir andagiftinni, sem kom svo loksins í dag!
Ákvað að hætta við að hafa febrúar-uppáhalds, því það var nánast nákvæmlega það sama og í janúar, og það verður bara stórt mars-uppáhaldsblogg í staðinn :)

En út af því að ég svík ykkur um það blogg ákvað ég að gera makeup tutorial video! Tók upp litríkt og skemmtilegt lúkk og er í þessum töluðu orðum að klippa og gera vídjóið fínt. Vona að gæðin séu mannsæmandi, þó ég búist ekki við neinum frábærum gæðum, en vonandi eitthvað sem þið hafið gaman af að horfa á.

Ef það fær góðar viðtökur, ykkur finnst gaman að horfa á það og ef það er í ágætis gæðum ætla ég að fara að vera duglegri að gera svoleiðis vídjó- það er aðeins meiri hjálp í þeim heldur en myndunum, þar sem þið getið séð skref fyrir skref hvað ég geri og getið þá endurskapað það með ykkar hætti ef þið hafið áhuga eða getið einfaldlega bara horft, ég veit að ég sjálf elska elska elska að horfa á svona allskonar vídjó- og geri ALLTOF mikið af því! :)

Von á vídjóinu hér inn í kvöld eða á morgun, fer eftir því hvernig mér gengur að koma því saman.
SorrýSorrýSorrý hvað ég er búin að vera slök undanfarið, þetta er allt að koma! ;)



-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Neglur dagsins (á Elísabetu Ósk)

Ég var að dunda mér við að gera neglurnar á Elísabetu Ósk fínar í gærkvöldi, og það kom líka svona bara fínt út :)

Ég byrjaði á að lakka allar neglurnar rauðar, og notaði svo svamp til að setja bleikt og svo loks fjólublátt, þannig að hver nögl var þrískipt á ská með þessum þremur litum.
Ofan á það notaði ég svo Konad nagla stimpillinn, setti svart lakk í blettatígra mynstrið á stimpilplötunni, og stimplaði því yfir þrílita lakkið.
Nokkuð einfalt, en samt öðruvísi og töff!




Ég vill að lokum þakka fáránlega góðar viðtökur seinustu daga! Fjöldi heimsókna hefur aukist órúlega mikið svo ég þakka ykkur fyrir að like-a og deila með því síðunni og bara takk fyrir að vera dugleg að kíkja :)

-Kata!

Adele/50's look!

Jæja, það vara árshátíð hjá Háskólanum seinustu helgi, eða þarseinustu helgi- einhverja helgi allavega!
Og þemað var 50's, svo ég málaði Kristínu vinkonu í Adele/50's þema, að hennar ósk og það kom líka bara svona vel út.
Þetta er í anda grammy lúkksins sem Adele var með, bara aðeins dekkra. Svo er vængjaði eye-linerinn og ljósa augnlokið auðvitað í ætt við 50's förðunina.

Ég notaði báðar Naked paletturnar (1&2) og báðar Sleek paletturnar mínar (Oh so special & Me, myself and eye).
Ég notaði að sjálfsögðu Urban Decay Primer Potion undir allt saman, og svo á ársháíðarkvöldinu sjálfu bættum við gerviaugnhárum við, þessar myndir eru frá kvöldinu áður (æfingarlúkk).




Ótrúlega klæðilegt lúkk- og átti vel heima á þessu 50's þemakvöldi :)

- Kata!
P.s.- sorrý hvað það er langt síðan ég bloggaði! Febrúar-uppáhalds á leiðinni, reyni að láta líða ekki svona langt á milli hér eftir elskurnar!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

John Frieda Go Blonder

Eins og glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir er ég búin að vera sjúk í lýsingaspreyið frá John Frieda og hef notað það grimmt seinasta eina og hálfa mánuðinn eða svo, og vá! Engin smá litamunur á hárinu á mér.



-->John Frieda Sheer Blond- Go Blonder (Controlled lightening spray)- Sprey sem lýsir hárið hægt og rólega, hitavirkt. 
Maður spreyar því í hárið eftir sturtu (fyrst þurrkaru það með handklæði)-  getur spreyað á "takmörkuð svæði" til að fá strípu effekt, eða í allt hárið til að lýsa það allt. Eftir að hafa spreyað góðum slatta af því í hárið, notar maður hárblásara til að virkja spreyið, og þurrka  hárið. Best er að nota svo sléttujárn eða krullujárn til að virkja það enn betur, því meiri hiti, því ljósara verður hárið. Árangur sést eftir 3-5 notkanir, en ég sá strax smá eftir 2 notkanir.
Núna er ég langt komin með brúsa númer tvö af þessu spreyi og árángurinn lætur ekki á sér standa:


Fyrir spreyið


Eftir spreyið
Ekkert bestu myndir í heimi, en það sést glögglega munur, og lítur út fyrir að ég hafi hreinlega farið í litun. Svo heldur það bara áfram og áfram að lýsast!
Vildi bara aðeins sýna ykkur sem eruð forvitin, hvernig þetta sprey er að virka :) 

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


Update!

Góðan dag!
Ég þarf að fara að skipueggja mig betur, ég hendi alltaf inn bloggi marga daga í röð, og svo kemur löng pása.
Þarf mögulega að hægja aðeins á streyminu svo ég hafi eitthvað til að "pósta" þegar ég er hugmyndasnauð.

Allavega! Ég fékk mér til mikillar hamingju, sendingu um daginn! Naked2 palette.

Og ég gerði look í gær- og tók helling af myndum af því, en þegar ég var að taka það saman í blogg áttaði ég mig á því að á meðan ég er að nota þessa amature myndavél sem ég á, líta öll neutral look sem ég geri eins út, þrátt fyrir að vera gjörólík í raunveruleikanum.
Svo ég hætti við að setja það inn.

En- Naked2 palettan er æði! Kemst ekki yfir litina, vildi að ég gæti málað mig 10 sinnum á dag haha!
Ég var efnis fyrst, hvort ég þyrfti á henni að halda, því ég á fyrstu Naked palettuna, en ákvað svo að skella mér á hana og sé ekki eftir því. Mikið af flottum everyday litum.


Skelli svo með bara einni mynd af look-inu sem ég gerði, þó svo það sjáist ekkert hvaða litir eru í því :)

-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}