Basic Svarthvítt Smokey

Skellti þessu á fyrir djamm um daginn, basic smokey lúkk með silfruðum grunni.
Tvær vikur síðan eða svo, svo ég man ekkert hvaða vörur ég notaði nákvæmlega, svo þið fáið bara myndir í þetta skiptið :)






-Kata
(Minni á að ég hef bætt við Follow takka neðst á síðuna, fyrir þá blogger-a sem vilja vera updated)

Naglalakk: Matte finish frá e.l.f.

Keypti mér helling af e.l.f. naglalökkum um daginn og þar á meðal var Matte finish yfirlakkið, en maður getur sett það yfir hvaða naglalakk sem er og þá verður það matt í staðinn fyrir glansandi.
Ótrúlega sniðugt, og gerir líka marga "sparilega" liti meira "kasjúal" að mínu mati.
Eg prófaði þetta yfir svart naglalakk, og setti svo glimmer fremst á nöglina, aðallega til að sýna muninn því myndavélin mín var ekki alveg að ráða við það.
Vona að þið sjáið allavega að hluta til að þetta sé matt lakk á eftirfarandi myndum, annars verðið þið bara að googla!






Finnst þetta mjög flott, hef prófað þetta yfir önnur lökk líka og kem til með að setja inn myndir af því.
En ég giska á að ég kaupi mér fleiri flöskur af þessu yfirlakki!

-Kata

Gullnáman!

Við Elísabet Ósk vorum að dúlla okkur um daginn og ég ákvað að mála hana svona í gamni.
Skellti bara helling af gulli á augnlokið og svo dökkbrúnum augnskugga til að skyggja.
Einfalt, fljótlgegt og töff!





-Kata!

Sleek Makeup!


Me, Myself & Eye og Oh So Special
Fékk sendingu um daginn, tvær palettur frá Sleek Makeup sem ég hef beðið eftir leeeengi!
Ekki sendingunni sjálfri, heldur bara að hafa efni á að panta mér :)


Sleek Makeup er með allskonar snyrtivörur en eru líklega hvað þekktastir fyrir iDivine paletturnar sínar, sem eru til með hinum ýmsum nöfnum og "þemum". Ég fékk mér "Me, myself & eye" sem er limited edition og svo Oh so special paletturnar.
Ég á eiginlega engin orð til þess að lýsa gæðunum á þessum augnskuggum.. ég hef aldrei kynnst öðru eins! Þeir eru silkimjúkir, fáránlega litríkir, og auðveldast í heimi bæði að vinna með þá og blanda þá eins og maður vill!
Hef ekki upplifað þetta með augnskugga frá neinu öðru merki svona rooosalega mikið eins og með þessa!

Maður verður að prufukeyra allt, svo ég skellti í fjólublátt look.
Notaði ljósbleika litinn í vinstri palettunni á allt augnlokið, svo blandaði ég maroon rauða litnum ( í röðinni fyrir neðan þann ljósbleika) í skyggingu og notaði svo dökkfjólubláa litin í hægri palettunni efstí hægra horninu til að dýpka og dekkja lúkkið.
Hvíti liturinn í vinstri palettunni var highlight í innri augnkróka og undir augnbrúnir.

Vildi óska þess að litirnir og allt sæust einhverntíman almennilega, þetta er langt frá því að sýna raunverulegu litbrigðin.



Kata!
(Ekki vera feimin við að like-a!)

Naglalakk: Metal Madness frá e.l.f.

Mín reynsla af þessu naglalakki er ekki góð!
Keypti tvær flöskur, af bresku e.l.f. síðunni, gaf vinkonu minni eina og hélt einni fyrir sjálfa mig.
Þetta er örugglega fallegasti liturinn sem ég hef pantað úr e.l.f. safninu, sést ekki vel á myndum, en í raunveruleikanum er þetta dökksilfurgrár með shimmer og svo marglituðu glimmeri í bland. Ekkert of ýkt neitt, en bara mátulega sprakly og flott.
Formúlan er órúlega þykk og klístruð, erfitt að dreifa úr henni og allt of auðvelt að setja of mikið.
Lakkið er lengi að þorna og eftir að það þornar myndast óteljandi loftbólur undir því svo allt glimmer effektið fær að fjúka fyrir hrjúfu og "bumpy" yfirborði! Frekar svekkjandi því þetta er svo flottur litur.
Vinkona mín, sem fékk hina flöskuna, lenti í því sama.

Ég tók ekki einu sinni myndir af lakkinu á nöglunum mínum því það var hræðilega ljótt, í staðin stal ég mynd annarstaðar frá, en á eftirfarandi mynd sýnist mér viðkomandi ekki hafa lent í sama veseni og ég.
Kanski var þetta bara gömul sending, eða léleg á einhvern tilviljanakenndan hátt, eða að manneskjan á eftirfarandi mynd hefur verið ótrúlega þolinmóð, því ég giska á að ef maður setur mjög þunnar umferðir, lætur þær þornar kanski hálftíma hverja og eina umferð, og bíður svo með að setja yfirlakkið, væri möguleiki á að ná ágætlega sléttu og loftbólulausu yfirborði, en fæstir hafa svona mikinn tíma til þess eins að naglalakka sig, svo þetta lakk er þá eiginlega slæmur kostur!
Kanski ég geri aðra tilraun til að kaupa þetta naglalakk og sjá hvað setur, en þangað til læt ég einhverja aðra liti duga!


-Kata

Einvígið: e.l.f. cream eyeliner vs. maybelline gel eyeliner

Ég er öll í "vængjunum" svona eyeliner-lega séð, fýla mikið af svörtum eyeliner á efra augnlokið og helst sem nær aðeins út fyrir (vængur).
Massíf notkun mín á þessu looki hefur valdið því að e.l.f. svarti krem-eyelinerinn minn er að verða búinn, svo ég ákvað að fjárfesta í Maybelline long lasting gel eyeliner, til að prufa.
Maybelline linerinn kostaði 2.490.- í Hagkaup, en e.l.f. linerinn 990.- á eyeslipsface.is

Ég ákvað að splæsa í Maybelline, til að gá hvort það væri meira varið í hann en hinn, sem ég skil reyndar ekki alveg því ég hef ekkert getað sett út á e.l.f. linerinn hingað til.
Það kom mér því mjög á óvart að dýrari eyelinerinn, þessi frá Maybelline, sem ég hefði talið aðeins vandaðri vöru, var að mínu mati ekki eins góður og þessi frá e.l.f.
Mér fannst erfiðara að setja hann á, og mér fannst jafnvel eins og ég þyrfti að fara fleiri en eina umferð svo hann yrði virkilega almennilega svartur.
Burstinn sem fylgir e.l.f. eyelinernum er líka þæginlegri og viðráðanlegri, skásettur lítill burtsi á meðan Maybelline burstinn er frekar hringlóttur og breiðari, svo það er erfiðara að stjórna þykkt línunnar sem maður málar.
Ég nota þó reyndar alltaf einhverja aðra bursta en þessa sem fylgja með.

Hvað endingu varðar reikna ég með að þeir séu svipaðir, og jafnvel gæti verið að Maybellin endist lengur, enda 24 hour long lasting formúla, en þar sem ég er ekki mikið að mála mig fyrir sólahring af stanslausu stuði, þá hef ég ekki getað fullreynt það.
Báðir duga þá fullkomlega í heilan dag, frá morgni til kvölds.

Ef ég ætti að mæla með öðrum þeirra yrði það e.l.f. enda töluvert ódýrari, og fyrir þennan verðmun myndi ég ætlast til áþreifanlegs munar á gæðum vörunnar. Ég ætla þó ekki að fella of harðann dóm yfir Maybelline linernum strax, því ég hef ekki átt hann nærri eins lengi og hinn. Kanski ég komi með update þegar lengra er liðið.

e.l.f.

Maybelline
-Kata!

Silfurplómu-augu!

Á Þorláksmessu er nú hefð fyrir því að vera svolítið huggulegur í vinnunni hjá okkur svo ég ákvað að skella í aðeins meiri augnmálningu en á hefðbundnum vinnudegi.
Var að prófa í fyrsta skipti plómulitina í 120 lita palettunni minni, og einnig nýja NYX jumbo blýantinn minn sem Júlíana gaf mér alla leið frá Boston!
Er orðin silfursjúk eftir að ég fékk þennan blýant, og eftir að hafa prufað plómulitina verður að segjast að ég reikna sterklega með því að það fari að sjá á þeim á næstunni, enda með eindæmum fallegir litir! 
Fékk mikið hrós frá hinum og þessum kúnnum svo ég ákvað að skella inn myndum og deila þessu með ástkæru lesendunum mínum :)

- UD primer potion
- NYX jumbo í Cottage Cheese á allt augnlok
-Skygging með einum dökkum og einu ljósum plómulit úr 120 palettunni
-Svartur cream-liner frá e.l.f. með vængjum
-Maskari að vild!




-Kata (Like-zter í boði!)


Haust-eftirpartý

Á föstudögum leyfi ég mér að mála mig svolítið meira en aðra virka daga, svona því maður er að detta inn í helgina og öll hennar óteljandi ævintýri.
Skellti í look í haustlitinum, notaði appelsínugulan, rauðan, hvítan og brúnan og er ótrúlega sátt með útkomuna (þó svo að myndavélin mín mætti vera örlíti samvinnuþýðari og reyna að ná litunum almennilega).
Einnig hafði ég efri augnhárin meira "spider-y" (köngulóa-augnhár), en það hefur verið mikið inn í vetur.
Fyrir þá sem ekki vita hvernig það virkar; tæknin felst einfaldlega í því að klessa nokkrum augnhárum saman í einu, og taka svo næsta bunka af augnhárum og gera það sama og svo koll af kolli svo þau séu ekki öll aðskilin og séu meira í líkingu við köngulóa-fætur (því allir elska köngulóafætur í kringum augun á sér!) hahah...
Annars eru þetta ekki "full-blown" þannig aunghár, heldur bara í ætt við þau, enda nennti ég ekki að eyða restinni af deginum í að klessa saman á mér augnhárin.

-UD primer potion
-Mattir: Hvítur, appelsínugulur og rauður úr 88 lita palettunni minni (BHcosmetics).
-Ljósbrúnn, dekkri brúnn og dökkbrúnn úr Naked Palettunni
-Hvítur og kremaður úr 88 lita palettunni sem highlight í innri augnkróka og undir augabrúnir.
-Krem-eyeliner frá e.l.f.
-Og maskari eftir smekk!




Kanski í framtíðinni fáið þið að sjá raunverulegu litina sem ég er að nota haha! Ef mér áskotnast einhverntíman sæmileg myndavél.

-Kata!

Áramóta-lookið! (Seint)

Er loksins búin að fá myndirnar sem voru teknar af áramóta-augunum mínum.
Því miður eru bara augnamyndir af lookinu, því ég var með meik með SPF 15, sem þýðir að ég var fáránlega yfirlýst og glansandi í framan, ekki svalt (og sést glögglega á því sem sést af andlitinu á mér á myndunum hér fyrir neðan).
Annars náið þið svona að mestu conceptinu með eftirfarandi myndum, það var nú kanski óþarfa óskahyggja hjá mér að ætlast til þess að ná á mynd fallega effectinu sem multi-color glimmerið sem ég notaði  gefur.
Það er auðvitað bara í real-life sem allt lífið og "sparkle-ið" sést almennilega.

-UD primer potion
-NYX jumbo blýantur í Cottage Cheese
-Silfraður augnskuggi yfir allt augnlokið
-Multi-color glimmer eyeliner, blautur, yfir allt augnlok (ekki endingargóður, sést á myndunum að hann rann til)
-Svo bara basic skygging með shimmersvörtum og möttum svörtum augnskugga í "cat-eye" stíl, til að lyfta augunum.
-Skellti svo smá af glimmer eyelinernum á neðri augnháralínu, og á augnhárin sjálf!




-Kata! (Sem ætlar fyrir næstu áramót að vera búin að fá sér almennilegt glimmer!)
P.s. megið like-a þessa færslu ef þið viljið sjá "nýtt í snyrtivörusafninu" færslu, því ég er aldeilis búin að bæta við mig og get sett inn review af þeim vörum sem eru nýjar ef þið hafið áhuga á slíku ;)

Naglalakk: Fly frá O.P.I.

Fly er litur úr Nicki Minaj línunni frá O.P.I. sem ég var svo heppin að fá í jólagjöf :)
Einhverskonar dökksægrænblár litur (ég er ekki mjög góð með liti hahaha) ótrúlega flottur og góður litur sérstaklega ef maður vill vera með litaðar neglur í vetur, án þess að detta í of æsta sumarliti. (Þó mér finnist persónulega að litir ættu ekki að vera árstíðartengdir, því flestir eru þeir fallegir allt árið um kring).
Á baugfingri er ég svo með Save Me sem er einnig úr Nicki Minaj línunni, silfrað glimmerlakk með svona multicolor glimmerlengjum í. Gerir líklega aðrar færslu fyrir bara það, því það er svo geggjað! Var með það á áramótunum, og gat ekki hætt að stara á það!

Allavega, Fly er frekar þunn formúla, að mínu mati allavega, það gæti verið því ég var með litlu týpuna af því og lítinn bursta, þannig ég setti örþunn lög í hverri umferð, en ég þurfti 3 umferðir til að þekja fullkomlega.
Annars er formúlan frekar fljót að þorna (eins og flest lökk frá O.P.I.) og er mjög glansandi þegar hún þornar, en það er þó alltaf flottast að setja yfirlakk til að fá sem flottasta útkomu.
Mjög ánægð með þetta lakk!





Pin-up to party!

Ef maður er á hraðferð eða í tímaþröng á degi þar sem maður er nokkuð huggulega málaður, en mann langar kanski að fá smá extra "úmfph" í makeöppið þá er maður enga stund að breyta frekar casual looki í nætur look.
Ég gerði það með pin-up lookið sem ég setti á síðuna um daginn, vantaði að breyta því fljótlega í eitthvað aðeins meira edgy og þegar línurnar hafa nú þegar verið lagðar af ágætis skyggingu er auðvelt að skella bara aðeins þyngri litum á augnlokið, yfir hina málninguna.

Ég setti bláan shimmer augnskugga yfir allt augnlokið þar sem ljósi liturinn var fyrir, og svo dýpti ég bara brúnu skygginguna sem var þegar til staðar, með svörtum augnskugga.
Setti svo örlítinn bleikkann yst meðfram neðri augnháralínu.
Mjög fljótlegt ef maður er á hraðferð, en það gefur þó auga leið að augnskugginn mun ekki endanst eins vel eða lengi með þessari aðferð, efsta lagið af augnskugganum hefur ekki mikið að grípa í þegar maður er með nokkurra klukkustunda gamlan augnskugga undir, þannig að hann á það til að "púðrast" svolítið og dofnar fljótlega.
En þetta er bara svona fyrir þær sem eru algjörlega á síðasta snúning og eru æstar í smá upgrade.
Djammförðun er auðvitað alltaf endingabest með góðum primer og góðu undirlagi.




-Kata!
(P.s. var mjög þreytt og sjoppuleg eitthvað á þessum myndum :))

Gun Metal Girl!

Ég fékk að dunda mér við að mála Elísabetu Ósk elsklegustu í gær, og þar sem hún er sjúklega hrædd við dökka liti, sérstaklega svartan, þá ákvað ég að skella í eitt dökkt og sýna henni hveru klæðilegt það er ef maður hefur bara ljósu litina með :)

- UD Primer Potion
- NYX Jumbo pencil í Cottage Cheese (allt augnlokið)
- Silfurskuggi (allt augnlokið)
-Hvítur og ljósgylltur (innri augnkrókur)
-Gun Metal úr Naked Palettea (dökkgrár/silfur) í "cat-eye shape" skyggingu.
-Svartur shimmer litur til að dýpka skygginguna (ytra "vaffið")
-Mattur svartur yst á 1/3 af neðri augnháralínu
-Maybelliner gel-liner, lína meðfram efri augnháralínu
- Great Lash maskari frá Maybelline



Sætust :)
-Kata
(Megið Like'a'lot!)

Look dagsins: Pin-up augu

Ég fékk BH cosmetics 88 lita matta palettu frá BH Cosmetics í jólagjöf svo ég ákvað að skella í eitt matt og frekar hlutlaust look í dag, og bætti svo við vængjuðum krem-eyeliner frá maybelline sem ég fjárfesti í í gær og er hæst ánægð með.
Svona ljóst augnlok, með brúnum skugga og ýktum vængjuðum eyeliner er einmitt í pin-up stíl, gaman að skella í svona þegar maður vill eitthvað aðeins meira en bara maskara, en vill samt ekki fara yfir strikið.
Einnig hægt að sleppa eyelinernum, eða hafa "vængina" minni ef fólk er ekki alveg til í svona "full on" vængi.

-UD primer potion á augnlokin.
- Mattir: Húðlitaður og hvítur úr 88 lita palettunni á allt augnlokið.
- Dökkgrár og brúnn úr 88 lita palettu blandað í skyggingu.
-Hvítur úr 88 lita palettu undir augnbrúnir (sem highlight)
- Maybelline cream eyeliner í svörtu til eftir efri augnháralínu og í væng.
-Maskarar: One by One (Maybelline), Voluminous Million Lashes (l'Oreal), Telescopic (l'Oreal) og Great Lash ( Maybelline)




-Kata!

Naglalakk: Devine Swine frá O.P.I.

Devine Swine er ótrúlega fallegt glimmer naglalakk úr Muppets línunni frá O.P.I. með frekar chunky silfur sexhyrningum í bland við glimmerið.
Sumir myndu kanski helst vilja nota þetta yfir jólin eða einhverjar svoliðis hátíðir, en sem betur fer er glimmer búið að vera frekar mikið inn í vetur, og á líklega eftir að halda eitthvað áfram sem trend svoleiðis að þetta er frábært everyday naglalakk í vetur :)
Þetta er samt frekar þunn formúla, sem er mjög algengt með glimmer naglalökk, venjulega dugar ekki að setja bara eina umferð, þrjár umferður eru nóg til að þekja nöglina.
En það er ótrúlega flott að setja litað lakk undir, getur verið rautt eða bleikt eða fjólublátt eða í raun bara whatever floats your boat!
Ég setti "The One That Got Away" úr Katy Perry línunni frá O.P.I. undir, og svo eina umferð af Devine Swine yfir og það kom svona líka ágætlega út. Næst mun ég líklega samt setja tvær umferðir af lituðu undirlakki.

Lakkið eins og það er í flöskunni

Ótrúlega erfitt að ná góðri mynd af því, sérstaklega með þessari ömurlegu myndavél sem ég nota.


All in all rosalega ánægð með þetta naglalakk... eitthvað sem gleður mig við að líta á fingurna mína og sjá glimmer og fínerí!
Skelli inn mynd ef ég prófa einhvern annan lit af undirlakki næst :)

-Kata (Like takkin er þarna af ástæðu!;)

Millibilsástand!

Okei... ég get enn ekki framfylgt öllum þeim loforðum sem ég hef gefið um hörkublogg og fínerí, vegna þess að ég féll í grimmilega gryfju endurtektarprófanna!
En því verður lokið fyrir fullt og allt þann 11.janúar næstkomandi (að sjálfsögðu með glans!)
Þar til sá dagur rennur upp verð ég meira og minna innilokuð og á ógnarhraða að reyna að læra allt og kunna allt og muna allt.
Ég vill samt sem áður ekki að þið gleymið síðunni fyrir fullt og allt, og ákvað því að skella hér inn "mini-makeover-inu" sem ég gerði á "mini makeup-space-inu" mínu.

Enn í vinnslu og óklárað, en ég vildi bara gera þetta ponsulitla pláss mitt aðeins meira "mitt". Auk þess veita svona allskonar myndir mér innblástur þegar ég er að reyna að láta mér detta í hug einhver ný og spennandi look.


Jæja, enn og aftur vill ég biðjast afsökunar á lummó bloggi jah... bara síðan í nóvember eða svo! En ég sé framá bjartari og betri tíma á þessu yndislega nýja ári! Ekki gleyma að fylgjast með ;)

-Kata!