Könnun!

Jæja nú þarf ég að fara að drífa mig í að breyta nafninu á síðunni, komst að því að það er önnur skvísa að nota sama nafn, bara aðeins öðruvísi stafsett og ég vill ekki vera að stela, sýnist hún hafa byrjað að nota það nokkrum mánuðum á undan mér :)

Allavega þá er komin könnun hér vinstramegin á blogginu sem ég vill endilega að sem flestir taki þátt í, hún lokar á Sunnudaginn og þá get ég vonandi ákveðið hvað ég á að láta síðuna heita.
Þetta er rosa leiðinlegt þar sem fólk er farið að venjast þessu nafni, en við verðum enga stund að venjast hinu :D



Minni að lokum á nýtt blogg hér að neðan, og nýja facebook liketakkan sem má nú sjá á öllum færslunum :)

-Kata!

Jarðaber!

Ætla að skella hérna inn "gömlum" nöglum, eitthvað sem ég dundaði mér við seinasta sumar og var með á gömlu bloggsíðunni minni.
Veit að ekki allir sem skoða þetta blogg hafa skoðað gamla bloggið svo ég ákvað að leyfa þessu að hanga hérna inni líka :)

Jarðaberjaneglur!



Ég setti semsagt rautt naglalakk frá depend undir, svo gerði ég fríhendis með grænu naglalakki svona einsskonar "blöð" á jarðaberin, þarf ekkert að vera fullkomið, bara betra ef það er ekki allt 100% jafnt.
Á endanum notaði ég svo hvítan naglapenna frá Sally Hansen til að gera hvítu doppurnar, en ég hef prufað að nota hvítt naglalakk, með venjulegum naglalakkbursta og það er ekkert verra ;)

Maður verður glaður í hvert skipti sem maður sér hendurnar á sér! hah!

Í sambandi við mælingar og allt slíkt, þá veit ég að ég skulda ykkur svoleiðis. Er ennþá rosa mikið að velta fyrir mér hvort ég vilji endilega fylgja þessu eftir hér á blogginu, er ekki alveg 100%. Eins og einhver hefur kanski tekið eftir tók ég út kílóateljarann hér til hægri, því hann passaði engan veginn á síðuna og ég á það til að þjást af fullkomnunaráráttu, svoleiðis að ég tók hann út og ákvað að ég myndi bara update-a ykkur hér á blogginu. En fyrst þið áttuð að fá nýjar mælingar 20.okt ætla ég bara að skella þeim inn núna og sjá svo til með framhaldið.

Brjóst--> 124 cm (+0,5 cm)
Mitti--> 110,5 cm (-1,5 cm)
Magi--> 138 cm (-3 cm)
Mjaðmir--> 143 cm (-3 cm)
Hægra læri--> 83 cm (-3cm)
Hægri upphandleggur--> 40 cm (-3 cm)
Hægri kálfi--> 48 cm (-3 cm)
Háls--> 38 (-1 cm)

--> 17cm farnir! :)
Þá er bara að gefa aðeins í!

-Kata (P.s. það er komin facebook like hnappur hér fyrir neðan, endilega sýnið stuðning!)

Ég lifi!

Ein stutt og laggóð færsla bara svona til að láta vita að ég sé lifandi og að þið megið búast við nýrri færslu um helgina (líklega á morgun) :)
Þar fáiði að sjá mína útfærslu af 80's förðun, og eitthvað svona dúllerí!

Örlítið bjútýráð í endann:

Fyrir þá sem eru með feita húð, og eiga það til að vera í veseni með blauta meikið sitt (of olíukennt og húðin verður of glansandi) er sniðugt að gera meikið mattara með því að setja það á handabakið á sér (eða í ílát) og blanda örlitlu af lausu andlitspúðri út í. Þetta gerir áferðina á meikinu aðeins mattari og minna olíukennda. Það er algjör óþarfi að gera þetta við allt andlitið á sér, þessi hugmynd er aðallega ætluð mest olíukenndu svæðunum í andlitinu (á borð við T-svæðið).



Heyrumst um helgina!

-Kata

Glimmer neglur!

Ég er með einhverja sölusíðu á Facebook sem er að selja allskonar efni í akrýl- og gelneglur og sýnir svo myndir af þeim tilbúnum, frá hinum og þessum sem gera þær.
Og ég tók eftir að það er voða mikið um að fólk sé að setja glimmer "toppa" á  neglurnar, allavega á þessari sölusíðu.
Þannig að mér datt í hug að naglalakka mig í þeim stíl, og mér finnst það nú bara koma nokkuð fínt út þó ég segji sjálf frá :)
Mér finnst þær samt flottari í raunveruleikanum, svona miðað við myndirna en þið sjáið allavega hvað ég er að meina.



-Kata!

Á djammið!

Í dag fáið þið að sjá afrakstur helgarinnar, en ég fékk tvær íðilfagrar dömur í heimsókn og við höfðum smá svona "stelpuhelgi".
Svoleiðis helgum fylgir oftar en ekki djamm, og þannig var það einmitt um helgina.
Þær leyfðu mér að gera sig sætar (sætari, svo það sé á hreinu), og ég gerði tvö gjörólík lúkk.

Fyrst er það Júlíana, en hún vildi eitthvað litríkt og edgy, og ég mátti alveg gera hana pínu extreme, svona miðað við hvernig ég mála mig t.d. venjulega fyrir djamm. Lúkkið kom ótrúlega vel út, í tropical litum (bleikum og gul-gylltum) með svartri umgjörð og er algjörlega fullkomið á djammið fyrir þá sem þora að "sýna smá lit" ;)
[Ég vill minna fólk á að smella á myndirnar til að stækka þær, gæðin og litirnir sjást miklu betur]




Ekkert smá fín og sæt :)
Á eftir henni málaði ég svo Hildi, en hún vildi eitthvað meira látlaust og náttúrulegt, en samt þannig að það væri "djammlúkk". Ég prufaði þá að blanda hinum og þessum náttúrulitum saman, með smá svona gulli og shimmer og það kom svona líka ótrúlega vel út! Flott á djammið fyrir þá sem eru ekki alveg tilbúnir í full blown litagleði, en vilja samt vera með eitthvað meira en bara maskara og eyeliner.
Ekkert smá flott! :)

Ekki leiðinlegt að fá svona frábær módel!
Kanski að ég skelli einhverntíman hérna inn "How to" fyrir þessi look, en í bili fáið þið bara að njóta þess að skoða þessar myndir, og jafnvel reyna að spreyta ykkur á einhverju svipuðu ef þið hafið áhuga :)

-Kata!