Nýtt í snyrtivörusafninu+ smá auka! (Makeup Haul)

Sæl/ar!
Ætla að skella inn nýjustu viðbótunum í snyrtivöru safnið mitt, þetta var ekki keypt allt í einu en er allt mjög nýtt, keypt á seinustu 2-3 vikum.
Ég veit eiginlega ekki hvað er góð hugmynd af nafni á svona blogg en á ensku er þetta venjulega kallað "haul". Ég fann ekkert nógu catchy nafn, þannig endilega ef þið hafið einhverjar hugmyndir megið þið kommenta og segja frá :)
Persónulega er ég duglegust að versla hjá www.eyeslipsface.com því þar eru sjúklega ódýrar vörur sem eru samt svo fáránlega góðar. Ég hef enn ekki fengið senda vöru sem ég er óánægð með!

e.l.f. augnbrúnasett í litnum medium- fékk þetta í morgun og ég er ástfangin! Vá þetta er svo frábært til að fylla upp í augnbrúnirnar og fullkomna þær áður en maður heldur út í daginn, enda fallegar augnbrúnir lykilatriði í fallegri förðun. Þetta vinstra megin er dökkt gel og maður notar skáskorna hlutan af burstanum til að fylla út í augnbrúnirnar og móta þær að vild, hægra megin er svo púður sem klárar að fylla upp í og fá endanlegan lit á brúnirnar. Ég er sjúklega ánægð!

e.l.f. naglalakk í litnum Copper- naglalökkin frá e.l.f.  kosta bara 400  krónur og maður fær eðlilega stærð af mjög góðu lakki. Litaúrvalið er frábært og þetta er ekkert verra naglalakk en hvert annað (og betra en mörg). Þessi litur er frábær.

e.l.f. naglalakk í litnum Gum Pink- verða ekki allar stelpur að eiga sætt bleikt naglalakk?  Ég er allavega naglalakk sjúklingur.

e.l.f. tinted moisturizer í litnum Apricot Beige- ég er ánægð með þetta  litaða rakakrem, það kostar 490 kr. sem er fínt verð, en reyndar er túpan voða lítil. Það jákvæða er hinsvegar að þetta endist rosalega, maður þarf bara örlítið í einu. Þetta er sniðugt fyrir fólk sem vill fá ágætis "coverage" yfir andlitið en eru ekki tilbúið til að nota blautt meik, sem er töluvert þyngra fyrir húðina. Ég nota þetta t.d. því ég er oft með smá roða í kinnum og þetta hylur það vel, en þetta myndi t.d. ekki hylja bólur eða mikið rauða eða sára húð. 

e.l.f. Makeup Mist & Set- Sprey sem maður setur á andlitið eftir að maður hefur lokið við að mála sig. Þetta heldur förðuninni á sínum stað í lengri tíma og kemur í veg fyrir að hún hverfi eða veikist og verði ljótari með tímanum. Kemur einnig í veg fyrir að farðinn leki eftir því sem líður á daginn. Ég hef ekki notað þetta oft, en er mjög ánægð, t.d. þarf ég venjulega stanslaust að vera að setja nýjar umferðir af púðri á mig yfir daginn, því það helst venjulega ekki vel eitt og sér, en þetta heldur því algjörlega á sínum stað allan daginn. Það eru samt mjög mixaðar tilfinningar í garð þessara vöru frá hinum og þessum, sumir elska, sumir hata :) Ég elska!

e.l.f. lipstick í seductive- Elf essentials varalitirnir kosta bara 400 kr. ! Og mér finnst þeir mjög góðir, þeir eru ekki mattir, heldur mjúkir og gefa góðan raka, mér finnst litirnir líka sætir. Pakkningarnar eru reyndar svolítið "cheap feeling" en á meðan varan er góð ætti það ekki að skipta öllu máli. Eina slæma er að þeir eru allt öðruvísi í raunveruleikanum en á myndunum á síðunni, eins og með flestar e.l.f. vörurnar, þannig maður veit aldrei alveg hvað maður er að kaupa. Seductive er fallega ljósbleikur og sætur!

el.lfl lipstick í Voodoo kostar einnig 400 krónur, allir litirnir eru á sama verði. Þessi er dekkri og megatöff!  Ég er enn að mana mig upp í að vera með hann á djamminu eða almanna færi :) Öll að kynnast varalitalífinu betur og betur haha!

e.l.f. smudge bursti- smudge bursti er must í snyrtibudduna sérstaklega þegar gera á fallegt smokey look!

e.l.f. powder brush- fékk hann í morgun og hef því bara notað hann einu sinni. Strax rosalega sátt, betri en hinir 2 burstarnir sem ég var vön að nota. Sjúklega mjúkur líka. 

e.l.f. pressed face powder- ég er rosalega picky á púður, því það er eiginlega eina "cover" varan sem ég nota og ég vill að það hylji frekar vel, án þess að vera "cakey". Ég ákvað samt að prufa að kaupa þetta og ég er mjög ánægð. Hylur vel en er létt um leið. Ég skoðaði reyndar vel umfjallanir víðsvegar um netið fyrst, því það er víst eitthvað vesen með litina, maður þarf að velja ljósara en maður er vanur því myndirnar sýna víst eitthvað vitlausa liti. Ég fékk sem betur fer lit sem passaði mér, en það var "Buff". 


e.l.f. brightening eye color fjagra lita palletta í litnum Glam- hérna sést glögglega að myndirnar á elf eru í rauninni langt í frá því nógu góðar til að lýsa vörunni. Ég skoðaði sem betur fer myndir sem fólk sem átti vöruna hafði tekið og varð þá ástfangin af þessari litlu sætu litríku pallettu, á eina svona í náttúrulitum líka  "brownstone" heitir hún. Ená vinstri myndinni (af síðunni) er ekki margt sem kallar á mann, og litirnir allt öðruvísi en í raunveruleikanum.
Clinique dramatically different moisturizing lotion!!- ég er búin að þrá þessu rakakremi í 8 mánuði! Og loksins á Laugardaginn barst hún mér, en elskulega mágkonan mín hún Heiðrún var svo yndisleg að kaupa hana fyrir mig í Ameríkunni! Vinsælasta rakakremið í heiminum í dag, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Er með mjög þurra húð og þetta er að bjarga mér, frábært undir farðan líka. Nota þetta kvölds og morgna með góðum árangri.
Urban Decay Primer Potion í litnum original- Sumir vita að ég ELSKA þennan augn-primer. Sá besti <3 Og þetta eru nýju pakkningarnar, mun stærri og svo auðveldara að ná út úr þeim afgöngum því þetta er túpa sem þú getur kreist, en ekki hart plasthylki þar sem þú kemst ekki niður í botn. Heiðrún keypti þetta líka í Ameríku og kom til mín. Á þetta nú í 3 stærðum, en allt er að klárast svo þetta var langþráð viðbót í safnið. 
Deep Cleansing Nose Pore Strips- fann þessa snilld í Haugkaup um daginn, búin að nota einu sinni og þetta þrælvirkar. Ég fæ ekki mikið af bólum en ég fæ fílapensla á nebban sem breytast svo í litla rauða og auma bletti (pínulitlar bólur) og það er bara hreint ekki fallegt. Ég notaði þetta og losnaði við helling af fílapenslum og hef ekki fengið neinar svona bólur síðan (það kom venjulega að minnsta kosti ein lítil á dag). Má nota þetta mest 2svar í viku, en hjá sumum er líklega nóg að nota þetta kanski svona 2svar í mánuði, það dugar mér allavega :)

Keypti mér þennan sæta tvöfalda hring á www.asos.com á útsölu. Kostaði tæpar 500kr. og svo sendir asos frítt um allan heim þannig ég borgaði bara tollinn sem voru reyndar aðrar 500kr. Er hringasafnari<3
Keypti líka þennan á Asos á útsölu- afsakið léleg myndgæði og vesen, en þetta er svona "Cross-over" hringur með litlum demantsteini og er samansettur af 2 gullhringjum, annar er "barinn" og hinn er sléttur og kemur utan um þann innri í einskonar X. :)

Ég vill enn og aftur taka fram að ef þið eruð að versla á e.l.f. er gott að gúgla vörurnar áður eða horfa á umfjöllun um þær á youtube, því myndirnar eru oft allt öðruvísi en varan er í raunveruleikanum, bara svo engin verði fyrir vonbrigðum :) Annars er ég alltaf ánægð, og venjulega eru vörunar bara fallegri en ég býst við :)
Afsakið svo þessi endalausu langloku blogg... þarf að finna einhverjar styttri og skemmtilegri hugmyndir að bloggum.

-Kata



Urban Decay 15 year anniversary eyeshadow collection!

Er að missa lífið yfir þessari pallettu í augnablikinu. Svo ótrúlega fallegir litir og
ég tala nú ekki um hvað gæðin í augnskuggunum hjá Urban Decay eru ótrúlega framúrskarandi. Þeir eru dúnmjúkir, eru rosalega "true" og þessvegna auðvelt að setja þá á og fá út nákvæmlega það sem maður ætlar sér.
Svo skemmir alls ekki fyrir hvað Urban Decay palletturnar eru alltaf sjúklega fallegar, mér finnst alltaf rosa gaman að hafa umbúðirnar fallegar og oft á ég erfiðara með að treysta snyrtivörum ef þær eru í draslpakkningum. Kanski eru það bara fordómar, en jæja... Ekki eru allir eins!


Þetta skjáskot hjá mér er ekki alveg að gera pallettunni nógu hátt undir höfði, en þið getið allavega svona nokkurnveginn séð litadýrðina. Fallegri og skýrari myndir eru hér. Þarna getið þið stækkað myndina og skoðað hana ítarlega.
Svona lítur pallettan út í öllum pakkningum. Þetta er framhliðin og þessi fjólublái velúr rammi utan um hana er bara hluti af umbúðunum utan um pallettuna sjálfa. En svo tekur maður silfraða boxið upp úr og þá lítur pallettan svona út eins og á myndinni hér fyrir neðan! <3
Endalaust fallegar umbúðir! Svona fallega útskorið lokið og hér má sjá að "gimsteinarnir" ofan á lokinu eru útstæðir. Algjörlega málið fyrir svona glingur píu eins og mig!

Það var þá ekki meira í bili, varð einfaldlega að deila þessu með ykkur, þó ég efist um að það séu margir svona sjúkir Urban Decay áhugamenn þarna úti. Held ég sé vandræðalega mikill fan. Ég held bara að það sé hvergi á Íslandi hægt að nálgast vörur frá Urban Decay, correct me if I'm wrong!

-Kata!

Brjálæði!

Jæja góðir lesendur, ég verð eiginlega að biðjast afsökunar á því fyrir hönd okkar beggja hvað við erum lélegir bloggarar. Þannig er mál með vexti að það er búið að vera fáránlega mikið að gera, ég er búin að vera að flytja og byrja í skólanum og koma mér fyrir og svona. Allur þessi pakki tekur af manni ansi mikinn tíma og hugmyndaflugið er heldur ekki upp á sitt besta þar sem meiri hlutinn af heilanum á mér er bara í því að hugsa um heimilið og skólann og það sem er á næstu stráum (:
Ég ætla samt að reyna að koma reglulega með eina og eina færslu, að minnsta kosti einu sinni í viku, vonandi oftar. 

Þessi færsla verður ekki mjög mögnuð en bara svo þetta snúist eitthvað pínulítið um það sem þessi síða er tileinkuð ætla ég að setja inn smá "wants" í augnablikinu. Snyrtivörur sem mig langar sjúklega mikið í:


e.l.f. mineral face primer--> Ég hef heyrt svo góða hluti um þennan  primer að mig langar sjúklega að prófa hann. Primerinn á að hjálpa til við að skapa frábært undirlag fyrir daglegan farða. Ef maður er með þurra húð sem flagnar og farðinn sest á þessa þurru bletti er gott að setja svona undir til að koma í veg fyrir svoleiðis vesen. Einnig ef maður er með mjög feita húð og farðinn á það til að renna eða leka, þá hjálpar þetta við að stoppa ólíumyndun. Einnig kemur þetta í veg fyrir að t.d. meik eða púður setjist í litlar hrukkur á andlitinu og ýki þær. Farðinn helst svo einnig betur ef hann er settur á vel undirbúin flöt. 

BH cosmetics 120 color pallette 1st edition--> Palletta sem ég er að vinna í því að panta, kortið mitt er eitthvað leiðinlegt svo það hefur ekki tekist ennþá en ég gefst ekki upp! Sjúklega falleg palletta með endalaust af björtum og fallegum litum, sem eru mjög mikið litaðir; semsagt mjög "sannir" og koma eins út á augunum eins og þeir líta út í pallettunni, en oft eru fallegir, skærir litir bara allsekkert svo fallegir þegar maður reynir að nota þá. Pallettuna má finna hér, og svo eru einnig komnar út önnur útgáfa og þriðja útgáfa af pallettunni. (:


Nars kinnalitur í litnum Orgasm. Ótrúlega fallegur ferskjulitaður kinnalitur, ótrúlega náttúrulegur og mjög vinsæll. Langar ekkert lítið í einn svona eðlilegan og fínan þar sem flestir mínir eru svo ótrúlega skærir og erfitt að blanda þá út. 

Nyx Jumbo Eye Shadow Pencil í litnum "Milk"--> Mig er búið að langa í þennan blýant svo endalaust lengi. Hann er rosalega flottur sem highlighter, en mig langar mest í hann vegna þess að hann er rosa góður grunnur fyrir augnskugga. Hann er "creamy" og þegar maður setur svona hvítan kremkenndan lit á augnlokið t.d. áður en maður notar skæra liti, verða litirnir miklu flottari og skærari. Frábært og getur komið í staðin fyrir augnskugga primer. 
Nyx Jumbo Eye Shadow Pencil í litnum "Strawberry Milk"--> Mig langar í þennan lit í sama tilgangi, en þessi yrði t.d. einstaklega fallegur grunnur undir t.d. fjólubláa og bleika augnskugga. :)

Að lokum læt ég fylgja með tvö naglalökk úr haustlínu Chanel 2011 en mig langar rosalega í þessa tvo liti. Peridot (til vinstri) og Graphite (til hægri). Bara sjúklega flottir!
-Kata!